Kennir „blindum beitusala“ um og segir Stjörnuna enn eiga eftir að vinna titilinn Sindri Sverrisson skrifar 16. nóvember 2021 08:30 Jón Rúnar Halldórsson segir Stjörnuna í raun enn eiga eftir að vinna Íslandsmeistaratitil, þó að hann hafi þurft að horfa upp á Veigar Pál Gunnarsson handleika Íslandsmeistarabikarinn í Kaplakrika 2014. „Ég sé rautt þegar það er talað um þetta,“ segir Jón Rúnar Halldórsson, bæði í gríni og alvöru, um leikinn fræga á milli Stjörnunnar og FH þegar Stjarnan tryggði sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í fótbolta karla árið 2014, á kostnað FH. Jón Rúnar, sem lengi var formaður knattspyrnudeildar FH og þar á meðal á mesta gullaldarskeiði liðsins, var gestur Henrys Birgis Gunnarssonar í fyrsta þætti Foringjanna, á Stöð 2 Sport. Brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Foringjarnir: Jón Rúnar um Stjörnuleikinn Í þættinum, sem sýndur var á sunnudagskvöld, viðurkenndi Jón Rúnar að tapið gegn Stjörnunni í Kaplakrika 2014 sæti enn í sér: „Auðvitað gerir það það. Allir sanngjarnir menn vita hvernig þetta hefði endað hefði allt verið spilað eftir reglunum sem á að fara eftir. Hefðum við ekki verið með blindan beitusala á línunni, þá hefði þetta farið allt öðruvísi,“ segir Jón Rúnar. Þar vísaði hann til fyrra marks Stjörnunnar í leiknum en það hefði ekki átt að standa vegna þess að Ólafur Karl Finsen var rangstæður. Aðstoðardómarinn Sigurður Óli Þorleifsson var á hliðarlínunni en gerði mistök sem að mati Jóns Rúnars kostuðu FH-inga Íslandsmeistaratitil. Heimir Guðjónsson, þáverandi þjálfari FH, hefur lýst leiknum sem „dómaraskandal frá upphafi til enda“ og Jón Rúnar lítur svo á að Stjarnan eigi í raun enn eftir að vinna Íslandsmeistaratitil: „Ég held að Garðbæingar, margir hverjir ágætir vinir mínir, viti það sjálfir að þeir eiga eftir að vinna Íslandsmeistaratitil. Ég segi þetta ekki til þess að gefa mér einhverja hugarró. Það er bara þannig í þessu „geimi“, að það vilja allir gera hlutina eftir reglunum. Það er enginn sem vill hafa þetta hinsegin,“ segir Jón Rúnar og bætir við: „Þetta situr í manni, þegar þetta er borið upp, en ég sef alveg fyrir þessu. Þetta var ótrúleg stund.“ Foringjarnir eru á dagskrá Stöðvar 2 Sports á sunnudagskvöldum en þar ræðir Henry Birgir Gunnarsson við nokkra af helstu íþróttaforingjum landsins síðustu áratugi. Þættirnir eru einnig aðgengilegir á Stöð 2+. Pepsi Max-deild karla FH Foringjarnir Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Jón Rúnar, sem lengi var formaður knattspyrnudeildar FH og þar á meðal á mesta gullaldarskeiði liðsins, var gestur Henrys Birgis Gunnarssonar í fyrsta þætti Foringjanna, á Stöð 2 Sport. Brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Foringjarnir: Jón Rúnar um Stjörnuleikinn Í þættinum, sem sýndur var á sunnudagskvöld, viðurkenndi Jón Rúnar að tapið gegn Stjörnunni í Kaplakrika 2014 sæti enn í sér: „Auðvitað gerir það það. Allir sanngjarnir menn vita hvernig þetta hefði endað hefði allt verið spilað eftir reglunum sem á að fara eftir. Hefðum við ekki verið með blindan beitusala á línunni, þá hefði þetta farið allt öðruvísi,“ segir Jón Rúnar. Þar vísaði hann til fyrra marks Stjörnunnar í leiknum en það hefði ekki átt að standa vegna þess að Ólafur Karl Finsen var rangstæður. Aðstoðardómarinn Sigurður Óli Þorleifsson var á hliðarlínunni en gerði mistök sem að mati Jóns Rúnars kostuðu FH-inga Íslandsmeistaratitil. Heimir Guðjónsson, þáverandi þjálfari FH, hefur lýst leiknum sem „dómaraskandal frá upphafi til enda“ og Jón Rúnar lítur svo á að Stjarnan eigi í raun enn eftir að vinna Íslandsmeistaratitil: „Ég held að Garðbæingar, margir hverjir ágætir vinir mínir, viti það sjálfir að þeir eiga eftir að vinna Íslandsmeistaratitil. Ég segi þetta ekki til þess að gefa mér einhverja hugarró. Það er bara þannig í þessu „geimi“, að það vilja allir gera hlutina eftir reglunum. Það er enginn sem vill hafa þetta hinsegin,“ segir Jón Rúnar og bætir við: „Þetta situr í manni, þegar þetta er borið upp, en ég sef alveg fyrir þessu. Þetta var ótrúleg stund.“ Foringjarnir eru á dagskrá Stöðvar 2 Sports á sunnudagskvöldum en þar ræðir Henry Birgir Gunnarsson við nokkra af helstu íþróttaforingjum landsins síðustu áratugi. Þættirnir eru einnig aðgengilegir á Stöð 2+.
Pepsi Max-deild karla FH Foringjarnir Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira