Á bólakafi, aðeins veiðistöngin upp úr og sonurinn sofandi inni í hjólhýsi Stefán Árni Pálsson skrifar 15. nóvember 2021 10:30 Pétur Jóhann er með uppistandasýninguna Óhæfur í Tjarnarbíói. Pétur Jóhann Sigfússon fer yfir alla sína bresti í Tjarnarbíói í sýningu sinni, Óhæfur. Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi fór Pétur Jóhann um víðan völl og fór meðal annars yfir ferilinn og umfjöllunarefni sýningarinnar sem er í raun hann sjálfur. Í sýningunni kemur til að mynda fram hversu erfitt það er að búa með honum. „Aðal vakningin átti sér stað þegar ég fór að vera mikið einn með sjálfum mér árið 2018. Ég er búinn að vera með fasta vinnu frá því að ég fór út á vinnumarkaðinn. Svo breyttist það þarna og þá fer maður að vera rosalega mikið einn með sjálfum þér. Þá rennur ýmislegt upp fyrir þér því þú ert ekkert mikið að hitta fólk, ég er bara einn,“ segir Pétur og heldur áfram. „Stundum sest ég upp í bíl og veit ekki einu sinni hvert ég er að fara. Ég verð að passa mig hvað ég segi, passa mig hvað ég geri en ég er samt algjör vitleysingur gerandi eitthvað rugl eins og fram hefur komið og við ætlum ekki að fara í það.“ Pétur segir sögu frá því þegar þeir feðgarnir fóru saman í ferð með hjólhýsið í sumar. „Þá erum við í hópi fólks, Sigrún ekki með, og hann orðinn tíu ára. Á einhverjum tímapunkti sofnar hann og þá fer fullorðna fólkið svona aðeins að fá sér sem er ekkert leiðinlegt. Þarna er kominn aðeins safi í mig og þá kemur upp púki og ég næ að véla tvo einstaklinga með mér með veiðistöng út að á. Ég var búinn að tala við bóndann og spyrja hvort ég mætti veiða og hann sagði já, nei hann sagði í rauninni nei en sagði að ég mætti æfa veiðiköstin mín. Fyrir mér var það ákveðið já,“ segir Pétur og heldur áfram. „Þegar það var kominn safi í Sigfússon véla ég þessa tvo með mér, þeir eru ekkert að veiða en rottast þarna eitthvað með mér. Ég er ekkert í vöðlum eða neinu, bara í venjulegum jakka. Síðan er ég kominn með stöngina. Ég er búinn að kasta og mér finnst eins og það sé eitthvað verið að eiga við færið. Þá verð ég svo æstur að ég renn til og veit ekki fyrr en ég er allur dottinn ofan í ána á bólakaf og bara stöngin upp úr. Þetta er bara hylur og mér líður eins og ég sé þarna í tuttugu mínútur. Ég hugsa, þú ert ekki að fara deyja hérna Pétur Jóhann. Þarna er sonur minn einn sofandi inni í hjólhýsi, þetta er óábyrgt og ég er ekki stoltur af þessu en mér finnst gaman að bera þetta á borð fyrir fólk því mannlegu brestirnir eru miklu skemmtilegri,“ segir Pétur sem fer yfir álíka tilfelli í sýningunni. Ísland í dag Uppistand Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Sjá meira
Í sýningunni kemur til að mynda fram hversu erfitt það er að búa með honum. „Aðal vakningin átti sér stað þegar ég fór að vera mikið einn með sjálfum mér árið 2018. Ég er búinn að vera með fasta vinnu frá því að ég fór út á vinnumarkaðinn. Svo breyttist það þarna og þá fer maður að vera rosalega mikið einn með sjálfum þér. Þá rennur ýmislegt upp fyrir þér því þú ert ekkert mikið að hitta fólk, ég er bara einn,“ segir Pétur og heldur áfram. „Stundum sest ég upp í bíl og veit ekki einu sinni hvert ég er að fara. Ég verð að passa mig hvað ég segi, passa mig hvað ég geri en ég er samt algjör vitleysingur gerandi eitthvað rugl eins og fram hefur komið og við ætlum ekki að fara í það.“ Pétur segir sögu frá því þegar þeir feðgarnir fóru saman í ferð með hjólhýsið í sumar. „Þá erum við í hópi fólks, Sigrún ekki með, og hann orðinn tíu ára. Á einhverjum tímapunkti sofnar hann og þá fer fullorðna fólkið svona aðeins að fá sér sem er ekkert leiðinlegt. Þarna er kominn aðeins safi í mig og þá kemur upp púki og ég næ að véla tvo einstaklinga með mér með veiðistöng út að á. Ég var búinn að tala við bóndann og spyrja hvort ég mætti veiða og hann sagði já, nei hann sagði í rauninni nei en sagði að ég mætti æfa veiðiköstin mín. Fyrir mér var það ákveðið já,“ segir Pétur og heldur áfram. „Þegar það var kominn safi í Sigfússon véla ég þessa tvo með mér, þeir eru ekkert að veiða en rottast þarna eitthvað með mér. Ég er ekkert í vöðlum eða neinu, bara í venjulegum jakka. Síðan er ég kominn með stöngina. Ég er búinn að kasta og mér finnst eins og það sé eitthvað verið að eiga við færið. Þá verð ég svo æstur að ég renn til og veit ekki fyrr en ég er allur dottinn ofan í ána á bólakaf og bara stöngin upp úr. Þetta er bara hylur og mér líður eins og ég sé þarna í tuttugu mínútur. Ég hugsa, þú ert ekki að fara deyja hérna Pétur Jóhann. Þarna er sonur minn einn sofandi inni í hjólhýsi, þetta er óábyrgt og ég er ekki stoltur af þessu en mér finnst gaman að bera þetta á borð fyrir fólk því mannlegu brestirnir eru miklu skemmtilegri,“ segir Pétur sem fer yfir álíka tilfelli í sýningunni.
Ísland í dag Uppistand Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Sjá meira