Setti Wenger númer eitt en Sir Alex í fjórða sætið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2021 15:31 Sir Alex Ferguson og Neil Warnock á góðri stundu. Getty/ Tom Purslow Knattspyrnustjórinn Neil Warnock ætti að þekkja tímanna tvenna og hafa gott yfirlit yfir fótboltaheiminn undanfarna áratugi eftir að hafa starfað sem knattspyrnustjóri í enska boltanum frá árinu 1980. Þess vegna hefur röðun hans á bestu knattspyrnustjórum í sögu ensku úrvalsdeildarinnar vakið athygli en hún er ekki alveg í takti við það sem flestir hafa séð fyrir sér. Neil Warnock's ALL-TIME best Premier League managers pic.twitter.com/7dDfvg5Urz— GiveMeSport (@GiveMeSport) November 10, 2021 Warnock setti Arsene Wenger, fyrrum knattspyrnustjóra Arsenal, í fyrsta sætið á sínum lista en það sem umdeilt að það þarf að fara niður í fjórða sætið til að finna Sir Alex Ferguson, fyrrum knattspyrnustjóra Manchester United. „Ég myndi setja Arsene Wenger númer eitt af því að hann breytti nútíma fótboltanum. Hann kom inn með svo margt nýtt sem enginn hafði gert áður. Næringarfræðinginn, líkamsræktarmanninn, myndbönd og tækni. Hann breytti svo miklu þegar hann kom inn í ensku úrvalsdeildina,“ sagði Neil Warnock við talkSPORT. Ferguson vann þrettán Englandsmeistaratitla í ensku úrvalsdeildinni sem er það langmesta hjá einum stjóra. Manchester United hefur líka lítið getað, á sinn mælikvarða, síðan að Skotinn hætti með liðið. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=QVPOHntWzIM">watch on YouTube</a> „Ég myndi líklega setja Sir Alex [Ferguson] rétt á undan Jose Mourinho af því að hann gerði þetta lengur. Hann var bara á tíma þegar þetta snerist allt um að ná til leikmanna. Starfsteymið skipti ekki eins miklu máli og Sir Alex var líklega bestur í því að tala menn til,“ sagði Warnock. Wenger gerði vissulega frábæra hluti sem knattspyrnustjóri Arsenal en liðið vann þrjá meistaratitla og sjö bikarmeistaratitla undir hans stjórn. Arsenal vann tvisvar tvöfalt undir hans stjórn og fór taplaust í gegnum 2003–04 tímabilið. Pep Guardiola, núverandi stjóri Manchester City og Jurgen Klopp, núverandi stjóri Liverpool, eru báðir ofar en Sir Alex á lista Warnock. Fimmta sætið fékk síðan Jose Mourinho. Warnock missti á dögunum starfið hjá Middlesbrough en hann hafði áður sett nýtt met með því að stýra liði í 1601. skiptið í enska atvinnumannafótboltanum. Leikir eru alls 1603 og árin eru komin yfir fjörutíu. Warnock hefur stýrt fjórtán mismunandi félögum í ensku deildarkeppninni en þau eru: Scarborough, Notts County, Torquay, Huddersfield, Plymouth, Oldham, Bury, Sheffield United, Crystal Palace, QPR, Leeds, Rotherham, Cardiff og Boro. Enski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Sjá meira
Þess vegna hefur röðun hans á bestu knattspyrnustjórum í sögu ensku úrvalsdeildarinnar vakið athygli en hún er ekki alveg í takti við það sem flestir hafa séð fyrir sér. Neil Warnock's ALL-TIME best Premier League managers pic.twitter.com/7dDfvg5Urz— GiveMeSport (@GiveMeSport) November 10, 2021 Warnock setti Arsene Wenger, fyrrum knattspyrnustjóra Arsenal, í fyrsta sætið á sínum lista en það sem umdeilt að það þarf að fara niður í fjórða sætið til að finna Sir Alex Ferguson, fyrrum knattspyrnustjóra Manchester United. „Ég myndi setja Arsene Wenger númer eitt af því að hann breytti nútíma fótboltanum. Hann kom inn með svo margt nýtt sem enginn hafði gert áður. Næringarfræðinginn, líkamsræktarmanninn, myndbönd og tækni. Hann breytti svo miklu þegar hann kom inn í ensku úrvalsdeildina,“ sagði Neil Warnock við talkSPORT. Ferguson vann þrettán Englandsmeistaratitla í ensku úrvalsdeildinni sem er það langmesta hjá einum stjóra. Manchester United hefur líka lítið getað, á sinn mælikvarða, síðan að Skotinn hætti með liðið. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=QVPOHntWzIM">watch on YouTube</a> „Ég myndi líklega setja Sir Alex [Ferguson] rétt á undan Jose Mourinho af því að hann gerði þetta lengur. Hann var bara á tíma þegar þetta snerist allt um að ná til leikmanna. Starfsteymið skipti ekki eins miklu máli og Sir Alex var líklega bestur í því að tala menn til,“ sagði Warnock. Wenger gerði vissulega frábæra hluti sem knattspyrnustjóri Arsenal en liðið vann þrjá meistaratitla og sjö bikarmeistaratitla undir hans stjórn. Arsenal vann tvisvar tvöfalt undir hans stjórn og fór taplaust í gegnum 2003–04 tímabilið. Pep Guardiola, núverandi stjóri Manchester City og Jurgen Klopp, núverandi stjóri Liverpool, eru báðir ofar en Sir Alex á lista Warnock. Fimmta sætið fékk síðan Jose Mourinho. Warnock missti á dögunum starfið hjá Middlesbrough en hann hafði áður sett nýtt met með því að stýra liði í 1601. skiptið í enska atvinnumannafótboltanum. Leikir eru alls 1603 og árin eru komin yfir fjörutíu. Warnock hefur stýrt fjórtán mismunandi félögum í ensku deildarkeppninni en þau eru: Scarborough, Notts County, Torquay, Huddersfield, Plymouth, Oldham, Bury, Sheffield United, Crystal Palace, QPR, Leeds, Rotherham, Cardiff og Boro.
Enski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Sjá meira