Henry hetja Lyon | Íslensku landsliðskonurnar sátu á bekknum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. nóvember 2021 22:46 Amandine Henry skoraði sigurmark Lyon í kvöld. Manuel Queimadelos /Getty Images Báðum leikjum D-riðils Meistaradeildar Evrópu er nú lokið. Segja má að D-riðill sé Íslendingariðill en þar leika Lyon, Bayern München, Häcken og Benfica. Lyon og Bayern mættust í sannkölluðum stórleik í kvöld. Glódís Perla Viggósdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir sátu því miður allan tímann á varamannabekk Bayern en Lyon vann dramatískan 2-1 sigur. Þá var Sara Björk Gunnarsdóttir ekki með Lyon sökum barnsburðar. Um miðbik fyrri hálfleiks varð Kadeisha Buchanan fyrir því óláni að skora sjálfsmark sem þýddi að gestirnir frá Þýskalandi voru 1-0 yfir í hálfleik. Markið kom eftir vel útfærða hornspyrnu gestanna. LYON CONCEDE THEIR FIRST IN THE GROUP STAGE No team has come from behind to win in the @UWCL this season... https://t.co/pm6l2JG2KS https://t.co/4SQtM66LXC https://t.co/1Vyr7tOIIk pic.twitter.com/lbVr2W64EF— DAZN Football (@DAZNFootball) November 10, 2021 Janice Cayman jafnaði metin fyrir Lyon eftir aðeins fimm mínútna leik í síðari hálfleik. Eftir það var leikurinn stál í stál og stefndi í að 1-1 jafntefli yrði niðurstaðan. Í leit Lyon að sigurmarki kom Ada Hegerberg inn af bekknum en hún er að ná fyrri kröftum eftir langan tíma frá vegna meiðsla. Amandine Henry skaut hins vegar upp kollinum - í bókstaflegri merkingu - og skoraði sigurmark leiksins þegar aðeins fjórar mínútur voru til leiksloka. It's the in Lyon https://t.co/pm6l2JG2KS https://t.co/4SQtM66LXC https://t.co/1Vyr7tOIIk pic.twitter.com/M9Qz6xbtv4— DAZN Football (@DAZNFootball) November 10, 2021 Staðan orðin 2-1 Lyon í vil og reyndust það lokatölur í frábærum leik. Í Portúgal mættust Benfica og Häcken. Cloé Lacasse, fyrrum leikmaður ÍBV, var í byrjunarliði heimakvenna á meðan Diljá Ýr Zomers sat allan leikinn á spýtunni hjá gestunum. Staðan var markalaus í hálfleik en þegar stundarfjórðungur lifði leiks fengu gestirnir vítaspyrnu. Elin Rubensson fór á punktinn og kom Häcken yfir. Staðan orðin 1-0 gestunum í vil og reyndust það lokatölur leiksins. Perfectly placed penalty by Rubensson gives Häcken their first in the @UWCL this season https://t.co/KwGXsBomsM https://t.co/uPqrhxMnBY https://t.co/zJRLicTgP2 pic.twitter.com/XodmMoNgX8— DAZN Football (@DAZNFootball) November 10, 2021 Lyon er á toppi riðilsins með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir. Bayern er í 2. sæti með fjögur stig, Häcken þar á eftir með þrjú og að lokum Benfica með eitt stig. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir Sjáðu glæsileg aukaspyrnumörk Arsenal og Barcelona er liðin unnu örugga sigra Báðum leikjum C-riðils Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu er nú lokið. Evrópumeistarar Barcelona unnu öruggan 4-0 sigur á Hoffenheim á meðan Arsenal sóttu þrjú stig til Danmerkur. 10. nóvember 2021 19:50 Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Sjá meira
Lyon og Bayern mættust í sannkölluðum stórleik í kvöld. Glódís Perla Viggósdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir sátu því miður allan tímann á varamannabekk Bayern en Lyon vann dramatískan 2-1 sigur. Þá var Sara Björk Gunnarsdóttir ekki með Lyon sökum barnsburðar. Um miðbik fyrri hálfleiks varð Kadeisha Buchanan fyrir því óláni að skora sjálfsmark sem þýddi að gestirnir frá Þýskalandi voru 1-0 yfir í hálfleik. Markið kom eftir vel útfærða hornspyrnu gestanna. LYON CONCEDE THEIR FIRST IN THE GROUP STAGE No team has come from behind to win in the @UWCL this season... https://t.co/pm6l2JG2KS https://t.co/4SQtM66LXC https://t.co/1Vyr7tOIIk pic.twitter.com/lbVr2W64EF— DAZN Football (@DAZNFootball) November 10, 2021 Janice Cayman jafnaði metin fyrir Lyon eftir aðeins fimm mínútna leik í síðari hálfleik. Eftir það var leikurinn stál í stál og stefndi í að 1-1 jafntefli yrði niðurstaðan. Í leit Lyon að sigurmarki kom Ada Hegerberg inn af bekknum en hún er að ná fyrri kröftum eftir langan tíma frá vegna meiðsla. Amandine Henry skaut hins vegar upp kollinum - í bókstaflegri merkingu - og skoraði sigurmark leiksins þegar aðeins fjórar mínútur voru til leiksloka. It's the in Lyon https://t.co/pm6l2JG2KS https://t.co/4SQtM66LXC https://t.co/1Vyr7tOIIk pic.twitter.com/M9Qz6xbtv4— DAZN Football (@DAZNFootball) November 10, 2021 Staðan orðin 2-1 Lyon í vil og reyndust það lokatölur í frábærum leik. Í Portúgal mættust Benfica og Häcken. Cloé Lacasse, fyrrum leikmaður ÍBV, var í byrjunarliði heimakvenna á meðan Diljá Ýr Zomers sat allan leikinn á spýtunni hjá gestunum. Staðan var markalaus í hálfleik en þegar stundarfjórðungur lifði leiks fengu gestirnir vítaspyrnu. Elin Rubensson fór á punktinn og kom Häcken yfir. Staðan orðin 1-0 gestunum í vil og reyndust það lokatölur leiksins. Perfectly placed penalty by Rubensson gives Häcken their first in the @UWCL this season https://t.co/KwGXsBomsM https://t.co/uPqrhxMnBY https://t.co/zJRLicTgP2 pic.twitter.com/XodmMoNgX8— DAZN Football (@DAZNFootball) November 10, 2021 Lyon er á toppi riðilsins með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir. Bayern er í 2. sæti með fjögur stig, Häcken þar á eftir með þrjú og að lokum Benfica með eitt stig.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir Sjáðu glæsileg aukaspyrnumörk Arsenal og Barcelona er liðin unnu örugga sigra Báðum leikjum C-riðils Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu er nú lokið. Evrópumeistarar Barcelona unnu öruggan 4-0 sigur á Hoffenheim á meðan Arsenal sóttu þrjú stig til Danmerkur. 10. nóvember 2021 19:50 Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Sjá meira
Sjáðu glæsileg aukaspyrnumörk Arsenal og Barcelona er liðin unnu örugga sigra Báðum leikjum C-riðils Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu er nú lokið. Evrópumeistarar Barcelona unnu öruggan 4-0 sigur á Hoffenheim á meðan Arsenal sóttu þrjú stig til Danmerkur. 10. nóvember 2021 19:50