Sjáðu glæsileg aukaspyrnumörk Arsenal og Barcelona er liðin unnu örugga sigra Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. nóvember 2021 19:50 Leikmenn Barcelona fagna einu af fjórum mörkum sínum í kvöld. Twitter/@FCBfemeni Báðum leikjum C-riðils Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu er nú lokið. Evrópumeistarar Barcelona unnu öruggan 4-0 sigur á Hoffenheim á meðan Arsenal sóttu þrjú stig til Danmerkur. Barcelona ber höfuð og herðar yfir önnur lið Evrópu um þessar mundir. Tók það liðið aðeins rúman hálftíma að ganga frá Hoffenheim er liðin mættust í Katalóníu í kvöld. Jenifer Hermoso kom Börsungum yfir eftir aðeins fimm mínútna leik. Alexia Putellas tvöfaldaði forystuna með glæsilegu marki úr aukaspyrnu á 19. mínútu. Alexia Putellas That's it. That's the Tweet. https://t.co/GaNn7clDCn https://t.co/yxO5tH3ZUc https://t.co/CCapv9z2sQ pic.twitter.com/MtAJycJWQf— DAZN Football (@DAZNFootball) November 10, 2021 Putellas var svo aftur á ferðinni á 33. mínútu er hún skoraði annað mark sitt og þriðja mark Barcelona. Staðan þar með orðin 3-0 og sigurinn svo gott sem kominn í hús. Evrópumeistararnir voru þó ekki hættir og Marta Torrejon bætti við fjórða markinu á 74. mínútu. Var það tíunda mark Börsunga í aðeins þremur Meistaradeildarleikjum á leiktíðinni. Staðan orðin 4-0 og reyndust það lokatölur. Börsungar því enn með fullt hús stiga í C-riðli en liðið hefur aðeins fengið á sig eitt mark til þessa. Í Kaupmannahöfn var Arsenal í heimsókn. Gestirnir frá Lundúnum fengu vítaspyrnu eftir stundarfjórðung. Nikita Parris fór á punktinn en Kaylan Marckese gerði sér lítið fyrir og varði spyrnuna. Quick feet by Nikita Parris Even better save Kaylan Marckese https://t.co/stJCHQIfqa https://t.co/kK3fYSoewW pic.twitter.com/hN6dhtzv3D— DAZN Football (@DAZNFootball) November 10, 2021 Stephanie Catley kom gestunum hins vegar yfir með glæsilegu marki úr aukaspyrnu á 27. mínútu. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiksins og staðan því 0-1 er liðin gengu til búningsherbergja. STEPH CATLEY CATCHES IT SWEETLY FOR HER FIRST ARSENAL GOAL https://t.co/stJCHQIfqa https://t.co/kK3fYSoewW pic.twitter.com/gFKELw5IxV— DAZN Football (@DAZNFootball) November 10, 2021 Parris kom Arsenal tveimur mörkum yfir eftir rúmlega klukkustund. Aðeins sjö mínútum síðar fór Caitlin Foord langt með að tryggja sigur gestanna með þriðja marki þeirra. Hún fylgdi þá eftir skoti sem Marckese hafði blakað í slánna. Madalyn Pokorny minnkaði muninn fyrir Köge eftir allskyns vandræði í vörn Arsenal. Pokorny gerði vel að komast ein gegn Lydiu Williams í marki Arsenal og afgreiddi boltann snyrtilega í netið. Pokorny catches out Catley and scores HB Køge's first @UWCL goal https://t.co/stJCHQIfqa https://t.co/kK3fYSoewW pic.twitter.com/XJvC1iGaXb— DAZN Football (@DAZNFootball) November 10, 2021 Anna Patten stöðvaði alla von heimakvenna um endurkomu með marki eftir frábæran sprett Foord þegar fimm mínútur lifðu leiks. Jordan Nobbs bætti svo við fimmta marki Arsenal skömmu síðar, staðan orðin 1-5 og reyndust það lokatölur leiksins. Barcelona er enn með fullt hús stiga í C-riðli, Arsenal er í 2. sæti með sex stig, Hoffenheim í 3. sæti með þrjú stig og Köge rekur svo lestina án stiga. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Elvar skráður inn á EM Handbolti Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Handbolti Fleiri fréttir Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu Sjá meira
Barcelona ber höfuð og herðar yfir önnur lið Evrópu um þessar mundir. Tók það liðið aðeins rúman hálftíma að ganga frá Hoffenheim er liðin mættust í Katalóníu í kvöld. Jenifer Hermoso kom Börsungum yfir eftir aðeins fimm mínútna leik. Alexia Putellas tvöfaldaði forystuna með glæsilegu marki úr aukaspyrnu á 19. mínútu. Alexia Putellas That's it. That's the Tweet. https://t.co/GaNn7clDCn https://t.co/yxO5tH3ZUc https://t.co/CCapv9z2sQ pic.twitter.com/MtAJycJWQf— DAZN Football (@DAZNFootball) November 10, 2021 Putellas var svo aftur á ferðinni á 33. mínútu er hún skoraði annað mark sitt og þriðja mark Barcelona. Staðan þar með orðin 3-0 og sigurinn svo gott sem kominn í hús. Evrópumeistararnir voru þó ekki hættir og Marta Torrejon bætti við fjórða markinu á 74. mínútu. Var það tíunda mark Börsunga í aðeins þremur Meistaradeildarleikjum á leiktíðinni. Staðan orðin 4-0 og reyndust það lokatölur. Börsungar því enn með fullt hús stiga í C-riðli en liðið hefur aðeins fengið á sig eitt mark til þessa. Í Kaupmannahöfn var Arsenal í heimsókn. Gestirnir frá Lundúnum fengu vítaspyrnu eftir stundarfjórðung. Nikita Parris fór á punktinn en Kaylan Marckese gerði sér lítið fyrir og varði spyrnuna. Quick feet by Nikita Parris Even better save Kaylan Marckese https://t.co/stJCHQIfqa https://t.co/kK3fYSoewW pic.twitter.com/hN6dhtzv3D— DAZN Football (@DAZNFootball) November 10, 2021 Stephanie Catley kom gestunum hins vegar yfir með glæsilegu marki úr aukaspyrnu á 27. mínútu. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiksins og staðan því 0-1 er liðin gengu til búningsherbergja. STEPH CATLEY CATCHES IT SWEETLY FOR HER FIRST ARSENAL GOAL https://t.co/stJCHQIfqa https://t.co/kK3fYSoewW pic.twitter.com/gFKELw5IxV— DAZN Football (@DAZNFootball) November 10, 2021 Parris kom Arsenal tveimur mörkum yfir eftir rúmlega klukkustund. Aðeins sjö mínútum síðar fór Caitlin Foord langt með að tryggja sigur gestanna með þriðja marki þeirra. Hún fylgdi þá eftir skoti sem Marckese hafði blakað í slánna. Madalyn Pokorny minnkaði muninn fyrir Köge eftir allskyns vandræði í vörn Arsenal. Pokorny gerði vel að komast ein gegn Lydiu Williams í marki Arsenal og afgreiddi boltann snyrtilega í netið. Pokorny catches out Catley and scores HB Køge's first @UWCL goal https://t.co/stJCHQIfqa https://t.co/kK3fYSoewW pic.twitter.com/XJvC1iGaXb— DAZN Football (@DAZNFootball) November 10, 2021 Anna Patten stöðvaði alla von heimakvenna um endurkomu með marki eftir frábæran sprett Foord þegar fimm mínútur lifðu leiks. Jordan Nobbs bætti svo við fimmta marki Arsenal skömmu síðar, staðan orðin 1-5 og reyndust það lokatölur leiksins. Barcelona er enn með fullt hús stiga í C-riðli, Arsenal er í 2. sæti með sex stig, Hoffenheim í 3. sæti með þrjú stig og Köge rekur svo lestina án stiga.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Elvar skráður inn á EM Handbolti Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Handbolti Fleiri fréttir Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu Sjá meira