Viðvarandi neyðarástand kemur ekki til greina Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 8. nóvember 2021 09:01 Á föstudaginn sl. var Landspítali færður á svokallað hættustig, en þegar spítalinn er færður á hættustig er m.a. dregið úr aðgerðum og annarri starfsemi hans. Samkvæmt tilkynningu frá spítalanum var ákvörðunin tekin vegna „mikill[a] og vaxandi fjölda smita undanfarið.“ Þegar þessi ákvörðun var tekin voru sextán sjúklingar inniliggjandi á spítalanum með COVID, þar af þrír á gjörgæsludeild. Um 660 rúm eru á Landspítalanum, samkvæmt upplýsingum á vef stofnunarinnar. Ríflega þúsund einstaklingar voru undir „eftirliti COVID göngudeildar“. Þeir einstaklingar eru í einangrun í heimahúsi og fá reglubundin símtöl þar sem líðan þeirra er metin, en mjög lítill hluti þeirra er síðan kallaður inn til mats. Hið framúrskarandi starf göngudeildarinnar er líklega eitt allra besta dæmið um mátt nýsköpunar og lausnamiðaðrar hugsunar í heilbrigðiskerfinu í þessum faraldri. Þótt landsmenn hafi orðið fróðari um mismunandi viðbragðsstig Landspítalans í faraldrinum höfum við vissulega verið upplýst reglulega sl. áratug um mikið álag á spítalanum og að sjúklingum sé forgangsraðað við þjónustuna. Uppgefnar ástæður hafa verið misjafnar, svo sem inflúensufaraldur, ljósmæðraskortur, og umferðar- og hálkuslys. Á sama tíma hefur gagnrýni heilbrigðisstarfsfólks á spítalann farið vaxandi og í sumar afhentu rúmlega eitt þúsund læknar undirskriftalista til heilbrigðisráðherra þar sem ástandið á Landspítalanum var gagnrýnt harðlega. Þá gagnrýndi Félag sjúkrahúslækna ástandið þar sömuleiðis, m.a. 100 prósent hámarksnýtingu legurýma sem væri langt yfir alþjóðlegum viðmiðum. Alvarlegt ástand og hættustig á Landspítalanum væri því ekki aðeins tilkomið vegna COVID. Síðastliðinn áratug hafa fjárframlög til heilbrigðismála, þ.m.t. til Landspítala, verið aukin töluvert. Á síðasta kjörtímabili hækkuðu framlög til heilbrigðismála um tæplega fjórðung miðað við fjárlög þessa árs, en afköst Landspítalans hafa því miður ekki aukist samhliða. Það staðfestir skýrsla McKinsey sem var gerð fyrir heilbrigðisráðuneytið og birt fyrir um ári síðan. Stjórnvöld hafa boðið fram alla þá fjármuni sem þarf til að bregðast við stöðunni sem hefur skapast vegna COVID. Það er óásættanleg staða fyrir eina mest bólusettu þjóð heims að búa við svo miklar takmarkanir á frelsi og mannréttindum vegna brotalama í heilbrigðiskerfinu okkar, vandkvæða sem eiga rætur að rekja langt fyrir tíma heimsfaraldurs. Heilbrigðiskerfið okkar á að þjóna samfélaginu og það má ekki verða að viðtekinni venju og viðhorfi að samfélagið stilli sig af til þess að koma til móts við kerfið, svo vísað sé til þess sem nýlega var haft eftir einum af þeim ágætu læknum sem lögðu grunn að göngudeild COVID. Við höfum glímt við afleiðingar heimsfaraldurs í næstum tvö ár og sér enn ekki fyrir endann á þeim. Þá stöndum við frammi fyrir gríðarlegri áskorun í heilbrigðismálum vegna öldrunar þjóðarinnar og því fylgir óhjákvæmilega aukin fjármagnsþörf. Það er hins vegar ekki síður mikilvægt að fjármunirnir séu nýttir sem best og í því tilliti er mikilvægt að hlusta á allar raddir innan heilbrigðisstéttanna og spítalans. Síðast en ekki síst þarf að skoða hvað nágrannaþjóðir okkar sem verja mjög svipuðum fjárhæðum og við til heilbrigðisþjónustu, sé aldursdreifing þjóðarinnar tekin með í reikninginn, gera öðruvísi en við. Það er í það minnsta ljóst að ærið verkefni bíður stjórnvalda og nýrrar yfirstjórnar Landspítalans. Að halda samfélaginu í viðvarandi ótta og viðbragðsstöðu vegna mönnunar eða aðstöðuvanda Landspítalans er óhugsandi framtíðarsýn. Algjör samstaða hlýtur að ríkja um að við gerum Landspítalanum kleift að sinna sínu hlutverki og aukum viðbragðsþol hans gagnvart bæði tímabundnum áföllum og langvarandi álagi. Það kemur að minnsta kosti ekki til greina að pólitísk forysta í landinu láti það gerast að samfélagið verði undirselt viðvarandi takmörkunum á frelsi og mannréttindum. Um það hlýtur einnig að vera algjör samstaða. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Landspítalinn Sjálfstæðisflokkurinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Sjá meira
Á föstudaginn sl. var Landspítali færður á svokallað hættustig, en þegar spítalinn er færður á hættustig er m.a. dregið úr aðgerðum og annarri starfsemi hans. Samkvæmt tilkynningu frá spítalanum var ákvörðunin tekin vegna „mikill[a] og vaxandi fjölda smita undanfarið.“ Þegar þessi ákvörðun var tekin voru sextán sjúklingar inniliggjandi á spítalanum með COVID, þar af þrír á gjörgæsludeild. Um 660 rúm eru á Landspítalanum, samkvæmt upplýsingum á vef stofnunarinnar. Ríflega þúsund einstaklingar voru undir „eftirliti COVID göngudeildar“. Þeir einstaklingar eru í einangrun í heimahúsi og fá reglubundin símtöl þar sem líðan þeirra er metin, en mjög lítill hluti þeirra er síðan kallaður inn til mats. Hið framúrskarandi starf göngudeildarinnar er líklega eitt allra besta dæmið um mátt nýsköpunar og lausnamiðaðrar hugsunar í heilbrigðiskerfinu í þessum faraldri. Þótt landsmenn hafi orðið fróðari um mismunandi viðbragðsstig Landspítalans í faraldrinum höfum við vissulega verið upplýst reglulega sl. áratug um mikið álag á spítalanum og að sjúklingum sé forgangsraðað við þjónustuna. Uppgefnar ástæður hafa verið misjafnar, svo sem inflúensufaraldur, ljósmæðraskortur, og umferðar- og hálkuslys. Á sama tíma hefur gagnrýni heilbrigðisstarfsfólks á spítalann farið vaxandi og í sumar afhentu rúmlega eitt þúsund læknar undirskriftalista til heilbrigðisráðherra þar sem ástandið á Landspítalanum var gagnrýnt harðlega. Þá gagnrýndi Félag sjúkrahúslækna ástandið þar sömuleiðis, m.a. 100 prósent hámarksnýtingu legurýma sem væri langt yfir alþjóðlegum viðmiðum. Alvarlegt ástand og hættustig á Landspítalanum væri því ekki aðeins tilkomið vegna COVID. Síðastliðinn áratug hafa fjárframlög til heilbrigðismála, þ.m.t. til Landspítala, verið aukin töluvert. Á síðasta kjörtímabili hækkuðu framlög til heilbrigðismála um tæplega fjórðung miðað við fjárlög þessa árs, en afköst Landspítalans hafa því miður ekki aukist samhliða. Það staðfestir skýrsla McKinsey sem var gerð fyrir heilbrigðisráðuneytið og birt fyrir um ári síðan. Stjórnvöld hafa boðið fram alla þá fjármuni sem þarf til að bregðast við stöðunni sem hefur skapast vegna COVID. Það er óásættanleg staða fyrir eina mest bólusettu þjóð heims að búa við svo miklar takmarkanir á frelsi og mannréttindum vegna brotalama í heilbrigðiskerfinu okkar, vandkvæða sem eiga rætur að rekja langt fyrir tíma heimsfaraldurs. Heilbrigðiskerfið okkar á að þjóna samfélaginu og það má ekki verða að viðtekinni venju og viðhorfi að samfélagið stilli sig af til þess að koma til móts við kerfið, svo vísað sé til þess sem nýlega var haft eftir einum af þeim ágætu læknum sem lögðu grunn að göngudeild COVID. Við höfum glímt við afleiðingar heimsfaraldurs í næstum tvö ár og sér enn ekki fyrir endann á þeim. Þá stöndum við frammi fyrir gríðarlegri áskorun í heilbrigðismálum vegna öldrunar þjóðarinnar og því fylgir óhjákvæmilega aukin fjármagnsþörf. Það er hins vegar ekki síður mikilvægt að fjármunirnir séu nýttir sem best og í því tilliti er mikilvægt að hlusta á allar raddir innan heilbrigðisstéttanna og spítalans. Síðast en ekki síst þarf að skoða hvað nágrannaþjóðir okkar sem verja mjög svipuðum fjárhæðum og við til heilbrigðisþjónustu, sé aldursdreifing þjóðarinnar tekin með í reikninginn, gera öðruvísi en við. Það er í það minnsta ljóst að ærið verkefni bíður stjórnvalda og nýrrar yfirstjórnar Landspítalans. Að halda samfélaginu í viðvarandi ótta og viðbragðsstöðu vegna mönnunar eða aðstöðuvanda Landspítalans er óhugsandi framtíðarsýn. Algjör samstaða hlýtur að ríkja um að við gerum Landspítalanum kleift að sinna sínu hlutverki og aukum viðbragðsþol hans gagnvart bæði tímabundnum áföllum og langvarandi álagi. Það kemur að minnsta kosti ekki til greina að pólitísk forysta í landinu láti það gerast að samfélagið verði undirselt viðvarandi takmörkunum á frelsi og mannréttindum. Um það hlýtur einnig að vera algjör samstaða. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun