Hefði viljað beina tilmælum til fólks frekar en að grípa til aðgerða Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 5. nóvember 2021 19:22 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. Vísir/Arnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefði viljað halda áformum stjórnvalda um afléttingar um miðjan mánuð til streitu. Beina hefði átt tilmælum til fólks frekar en að grípa til íþyngjandi aðgerða. Ágreiningur var innan ríkisstjórnarinnar í dag um næstu aðgerðir innanlands. „Bólusetningin hefur varið okkur afar vel og það er ótrúlega gaman að sjá að það er 98 prósent smitaðra sem leggjast ekki inn á spítala og afar fáir sem verða alvarlega veikir og þar af eru aðallega þeir sem eru óbólusettir. Við höfum náð miklum árangri með bólusetningum og það eru einungis 14 prósent eldri en 12 ára sem eru óbólusettir. En þeir eru í helmingi þeirra sem leggjast inn á spítala. Það er auðvitað miður að setja auknar takmarkanir á fólk vegna þess hóps sem ekki er mjög stór,” segir Áslaug. Nú þurfi að slá annan tón í umræðuna og treysta fólki fyrir eigin frelsi. Að sama skapi hafi mikil umræða um faraldurinn í fjölmiðlum, meðal annars daglegar upptalningar á fjölda smitaðra, andleg áhrif á fólk. „Við þurfum við alltaf að spyrja gagnrýnna spurninga hvort að takmarkanir hafi tilætluð áhrif og hvort þær séu nauðsynlegar til að gæta að lífi og heilsu fólks og eðlilega spyr maður sig að því, þegar það er þessi litli óbólusetti hópur sem veikist mest, hvort unga fólkið eigi til dæmis að búa við takmarkanir vegna þess hóps,” segir Áslaug. „Ég held við séum komin á þann stað að almenningur þekkir veiruna vel og stöðuna og annað og ég held að hann passi sig sjálfur betur og taki ábyrgð á sínu eigin frelsi þegar smitum fjölgar. Ég hefði viljað að það færi allt okkar púður í að efla spítalann enn þá frekar. Það stendur ekki á stjórnvöldum að gera það og spítalinn yrði enn þá betur í stakk búinn að takast á við það að veiran sé að fara hér yfir frekar bólusetta þjóð.” Fram að þessu hafi ríkisstjórnin verið samstíga í aðgerðum sínum, en að eftir að stærstur hluti þjóðarinnar varð bólusettur og ljóst að lítið er um alvarleg veikindi hefði þurft að slá nýjan tón í umræðuna. Ágreiningurinn nú sé mun meiri en hann hafi verið fram til þessa. „Við gerðum rétt að okkar allra mati þangað til við urðum bólusett þjóð en eftir það þurfum við að spyrja okkur erum við þá að taka ákvarðanir til hversu langs tíma og verðum við í þessu limbói í nokkur ár í viðbót. Ef við þurfum að ná hjarðónæmi eins og ýmsir sérfræðingar hafa sagt að verði niðurstaðan að þá verðum við í nokkur ár að því ef við erum hér með bara 50 smit á dag,” segir hún. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
„Bólusetningin hefur varið okkur afar vel og það er ótrúlega gaman að sjá að það er 98 prósent smitaðra sem leggjast ekki inn á spítala og afar fáir sem verða alvarlega veikir og þar af eru aðallega þeir sem eru óbólusettir. Við höfum náð miklum árangri með bólusetningum og það eru einungis 14 prósent eldri en 12 ára sem eru óbólusettir. En þeir eru í helmingi þeirra sem leggjast inn á spítala. Það er auðvitað miður að setja auknar takmarkanir á fólk vegna þess hóps sem ekki er mjög stór,” segir Áslaug. Nú þurfi að slá annan tón í umræðuna og treysta fólki fyrir eigin frelsi. Að sama skapi hafi mikil umræða um faraldurinn í fjölmiðlum, meðal annars daglegar upptalningar á fjölda smitaðra, andleg áhrif á fólk. „Við þurfum við alltaf að spyrja gagnrýnna spurninga hvort að takmarkanir hafi tilætluð áhrif og hvort þær séu nauðsynlegar til að gæta að lífi og heilsu fólks og eðlilega spyr maður sig að því, þegar það er þessi litli óbólusetti hópur sem veikist mest, hvort unga fólkið eigi til dæmis að búa við takmarkanir vegna þess hóps,” segir Áslaug. „Ég held við séum komin á þann stað að almenningur þekkir veiruna vel og stöðuna og annað og ég held að hann passi sig sjálfur betur og taki ábyrgð á sínu eigin frelsi þegar smitum fjölgar. Ég hefði viljað að það færi allt okkar púður í að efla spítalann enn þá frekar. Það stendur ekki á stjórnvöldum að gera það og spítalinn yrði enn þá betur í stakk búinn að takast á við það að veiran sé að fara hér yfir frekar bólusetta þjóð.” Fram að þessu hafi ríkisstjórnin verið samstíga í aðgerðum sínum, en að eftir að stærstur hluti þjóðarinnar varð bólusettur og ljóst að lítið er um alvarleg veikindi hefði þurft að slá nýjan tón í umræðuna. Ágreiningurinn nú sé mun meiri en hann hafi verið fram til þessa. „Við gerðum rétt að okkar allra mati þangað til við urðum bólusett þjóð en eftir það þurfum við að spyrja okkur erum við þá að taka ákvarðanir til hversu langs tíma og verðum við í þessu limbói í nokkur ár í viðbót. Ef við þurfum að ná hjarðónæmi eins og ýmsir sérfræðingar hafa sagt að verði niðurstaðan að þá verðum við í nokkur ár að því ef við erum hér með bara 50 smit á dag,” segir hún.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira