Sextán ára og eldri fái örvunarskammt Samúel Karl Ólason skrifar 5. nóvember 2021 10:26 Frá bólusetningu í Laugardalshöllinni fyrr á árinu. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, mælir með því að allir sextán ára og eldri fái þriðja skammt bóluefnis. Veita eigi þann skammt sex mánuðum frá grunnbólusetningu gegn Covid-19. Í tilkynningu á vef Landlæknis segir að Covid-19 tilfellum haldi áfram að fjölga og farið sé að bera á auknum alvarlegum veikindum, innlögnum og aukinni þörf fyrir gjörgæslumeðferð. Þess vegna sé gagnsemi örvunarbólusetningar til að efla varnir fólks orðin klár. Bóluefni frá Pfizer/BioNTech verður notað í þessar bólusetningar en einnig er til bóluefni frá Moderna sem gæti verið notað. Í tilkynningunni segir einnig að þátttaka hafi verið dræm meðal hópa sem hafi verið skilgreindir í forgangi fyrir þriðja skammt, miðað við þátttöku í grunnbólusetningu. Á sama tíma séu fleiri og fleiri sem nái sex mánaða markinu og fái ekki örvunarskammt, þó þeir óski eftir því. Heilsugæslan vinnur að því að auka getu til að bólusetja fleiri og er búist við því að nægilegt bóluefni sé til eða væntanlegt svo hægt verði að bólusetja alla sem nái þessum tímamótum fyrir áramót. „Til hagræðingar verður lágmarkstíminn stilltur á 5 mánuði þar sem mjög margir ná 6 mánaða markinu milli jóla og nýárs. 70 ára og eldri og ónæmisbældir einstaklingar skv. skilmerkjum sóttvarnalæknis óháð aldri geta þó fengið þriðju bólusetninguna þegar 3 mánuðir eru liðnir frá grunnbólusetningu vegna aukinnar áhættu á ófullnægjandi svari við tveimur bólusetningum,“ segir í tilkynningunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Bein útsending: Ríkisstjórnin fundar um tillögur Þórólfs Ríkisstjórnin fundar nú fyrir hádegi í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu og verða nýjustu tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis um sóttvarnaaðgerðir til umfjöllunar þar. 5. nóvember 2021 10:05 Aldrei fleiri greinst smitaðir á einum sólarhring 167 greindust með kórónuveiruna innanlands hér á landi í gær. Aldrei hafa svo margir greinst með veiruna frá upphafi faraldursins í febrúar 2020. 5. nóvember 2021 09:51 Bretar hefja notkun lyfs sem gæti markað þáttaskil í baráttunni við Covid Bretland er fyrsta ríkið til að heimila notkun veirulyfsins molnupiravir gegn Covid-19 en rannsóknir sýna að notkun þess á fyrstu dögum sýkingar helmingar áhættuna á sjúkrahúsinnlögn og dauða af völdum SARS-CoV-2. 5. nóvember 2021 09:15 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Í tilkynningu á vef Landlæknis segir að Covid-19 tilfellum haldi áfram að fjölga og farið sé að bera á auknum alvarlegum veikindum, innlögnum og aukinni þörf fyrir gjörgæslumeðferð. Þess vegna sé gagnsemi örvunarbólusetningar til að efla varnir fólks orðin klár. Bóluefni frá Pfizer/BioNTech verður notað í þessar bólusetningar en einnig er til bóluefni frá Moderna sem gæti verið notað. Í tilkynningunni segir einnig að þátttaka hafi verið dræm meðal hópa sem hafi verið skilgreindir í forgangi fyrir þriðja skammt, miðað við þátttöku í grunnbólusetningu. Á sama tíma séu fleiri og fleiri sem nái sex mánaða markinu og fái ekki örvunarskammt, þó þeir óski eftir því. Heilsugæslan vinnur að því að auka getu til að bólusetja fleiri og er búist við því að nægilegt bóluefni sé til eða væntanlegt svo hægt verði að bólusetja alla sem nái þessum tímamótum fyrir áramót. „Til hagræðingar verður lágmarkstíminn stilltur á 5 mánuði þar sem mjög margir ná 6 mánaða markinu milli jóla og nýárs. 70 ára og eldri og ónæmisbældir einstaklingar skv. skilmerkjum sóttvarnalæknis óháð aldri geta þó fengið þriðju bólusetninguna þegar 3 mánuðir eru liðnir frá grunnbólusetningu vegna aukinnar áhættu á ófullnægjandi svari við tveimur bólusetningum,“ segir í tilkynningunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Bein útsending: Ríkisstjórnin fundar um tillögur Þórólfs Ríkisstjórnin fundar nú fyrir hádegi í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu og verða nýjustu tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis um sóttvarnaaðgerðir til umfjöllunar þar. 5. nóvember 2021 10:05 Aldrei fleiri greinst smitaðir á einum sólarhring 167 greindust með kórónuveiruna innanlands hér á landi í gær. Aldrei hafa svo margir greinst með veiruna frá upphafi faraldursins í febrúar 2020. 5. nóvember 2021 09:51 Bretar hefja notkun lyfs sem gæti markað þáttaskil í baráttunni við Covid Bretland er fyrsta ríkið til að heimila notkun veirulyfsins molnupiravir gegn Covid-19 en rannsóknir sýna að notkun þess á fyrstu dögum sýkingar helmingar áhættuna á sjúkrahúsinnlögn og dauða af völdum SARS-CoV-2. 5. nóvember 2021 09:15 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Bein útsending: Ríkisstjórnin fundar um tillögur Þórólfs Ríkisstjórnin fundar nú fyrir hádegi í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu og verða nýjustu tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis um sóttvarnaaðgerðir til umfjöllunar þar. 5. nóvember 2021 10:05
Aldrei fleiri greinst smitaðir á einum sólarhring 167 greindust með kórónuveiruna innanlands hér á landi í gær. Aldrei hafa svo margir greinst með veiruna frá upphafi faraldursins í febrúar 2020. 5. nóvember 2021 09:51
Bretar hefja notkun lyfs sem gæti markað þáttaskil í baráttunni við Covid Bretland er fyrsta ríkið til að heimila notkun veirulyfsins molnupiravir gegn Covid-19 en rannsóknir sýna að notkun þess á fyrstu dögum sýkingar helmingar áhættuna á sjúkrahúsinnlögn og dauða af völdum SARS-CoV-2. 5. nóvember 2021 09:15