Mikil aukning fjármagns frá einkageiranum til þróunarríkja Heimsljós 4. nóvember 2021 13:51 Gunnisal Á síðasta áratug hækkuðu fjárframlög einkageirans til þróunarríkja um tíu prósent á ári. Fjármagnsstreymi til þróunarríkja hefur vaxið jafnt og þétt síðasta áratuginn, að mestu leyti fyrir tilverknað fjármagns frá einkageiranum. Á síðasta áratug hækkuðu fjárframlög einkageirans til þróunarríkja um tíu prósent á ári en á sama tíma hækkuðu opinber fjárframlög um tvö prósent ár hvert. Árið 2010 nam opinbert fjármagn til þróunarríkjanna 64 prósentum en árið 2019 voru hlutföllin á milli einka- og opinbers fjármagns nánast þau sömu. Þessar upplýsingar koma fram í nýrri grein frá Alþjóðabankanum í Washington sem nefnist „A Changing Landscape: Trends in Official Financial Flows and the Aid Architecture.“ Greinarhöfundar segja að heimsfaraldur kórónuveirunnar hafi tafið áætlanir og framfarir um heim allan, einkum í þróunarríkjum, þar sem flóknar áskoranir voru fyrir hendi áður en faraldurinn skall á. „Í þessum ríkjum hefur utanaðkomandi fjárstuðningur, einkum í gegnum þróunarsamvinnu, verið uppspretta stuðnings við efnahagslegar umbreytingar og framfarir í átt að heimsmarkmiðunum um sjálfbæra þróun.“ Í greininni kemur líka fram að fjármagn sem framlagsríki hafi ekki ráðstafað til tiltekinna viðtökuríkja hafi fjórfaldast á síðustu tveimur áratugum og hafi náð 70 milljörðum bandarískra dala árið 2019, eða rúmlega fimmtungi allra opinberra framlaga til þróunarríkja. „Vaxandi hlutdeild fjármagns sem ekki er úthlutað til tiltekinna viðtakenda bendir til vaxandi áherslu á alþjóðlegan og svæðisbundinn stuðning og stuðning við neyðaraðstoð, mannúðaraðstoð og stuðning við flóttafólk í framlagsríkjunum,“ segir í greininni. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent
Fjármagnsstreymi til þróunarríkja hefur vaxið jafnt og þétt síðasta áratuginn, að mestu leyti fyrir tilverknað fjármagns frá einkageiranum. Á síðasta áratug hækkuðu fjárframlög einkageirans til þróunarríkja um tíu prósent á ári en á sama tíma hækkuðu opinber fjárframlög um tvö prósent ár hvert. Árið 2010 nam opinbert fjármagn til þróunarríkjanna 64 prósentum en árið 2019 voru hlutföllin á milli einka- og opinbers fjármagns nánast þau sömu. Þessar upplýsingar koma fram í nýrri grein frá Alþjóðabankanum í Washington sem nefnist „A Changing Landscape: Trends in Official Financial Flows and the Aid Architecture.“ Greinarhöfundar segja að heimsfaraldur kórónuveirunnar hafi tafið áætlanir og framfarir um heim allan, einkum í þróunarríkjum, þar sem flóknar áskoranir voru fyrir hendi áður en faraldurinn skall á. „Í þessum ríkjum hefur utanaðkomandi fjárstuðningur, einkum í gegnum þróunarsamvinnu, verið uppspretta stuðnings við efnahagslegar umbreytingar og framfarir í átt að heimsmarkmiðunum um sjálfbæra þróun.“ Í greininni kemur líka fram að fjármagn sem framlagsríki hafi ekki ráðstafað til tiltekinna viðtökuríkja hafi fjórfaldast á síðustu tveimur áratugum og hafi náð 70 milljörðum bandarískra dala árið 2019, eða rúmlega fimmtungi allra opinberra framlaga til þróunarríkja. „Vaxandi hlutdeild fjármagns sem ekki er úthlutað til tiltekinna viðtakenda bendir til vaxandi áherslu á alþjóðlegan og svæðisbundinn stuðning og stuðning við neyðaraðstoð, mannúðaraðstoð og stuðning við flóttafólk í framlagsríkjunum,“ segir í greininni. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent