„Mikilvægt að við sjáum smittölur strax ganga niður“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 4. nóvember 2021 12:15 Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi, segir mögulegt að aðgerðirnar verði framlengdar ef smittölur lækka ekki eftir helgi. Skjáskot/Stöð2 Smituðum einstaklingum fjölgar nú hratt á Akranesi og hefur bæjaráð gripið til þess ráðs að fella niður alla starfsemi í skólum á morgun. Lágmarksstarfsemi verður á öðrum stofnunum bæjarins. Bæjarstjóri segir að um sé að ræða nauðsynlega aðgerð. Alls greindust 50 manns smitaðir af kórónuveirunni á Akranesi í gær og eru nú 75 í einangrun. Þá eru 109 einstaklingar í sóttkví. Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi, segir mikilvægt að bregðast hratt við. „Við erum að sjá gríðarlega fjölgun smitaðra í samfélaginu hérna á Akranesi og það er að hafa veruleg áhrif á leikskóla, grunnskóla og frístundastarf þar sem eru að koma upp smit og við ætlum að bregðast við þessu,“ segir Sævar. Leikskólum, grunnskólum, tónlistarskólum og frístundastarfi bæjarins verður lokað á morgun og var því beint til foreldra að sækja börnin sín um hádegi í dag. Þá verður velferðarþjónusta skert, móttöku endurvinnslu lokað, heilsuefling aldraða fellur niður og endurhæfingarhúsinu Hver lokað auk þess sem íþróttaæfingar á vegum ÍA falla niður fram yfir helgi. Það mætti þá segja að það verði að mestu lokað í samfélaginu á morgun? „Já, það er það sem við ætlum að stuðla að og þannig munum við ná að komast í gegnum þetta,“ segir Sævar. Staðan verður síðan endurmetin reglulega um helgina. „Auðvitað er mikilvægt að við sjáum smittölur strax ganga niður, og það er auðvitað okkar von, en ef þörf krefur þá munum við framlengja þessar ráðstafanir,“ segir Sævar. Hann biðlar til fólks að fara áfram varlega. „Ég hvet fólk virkilega til að sýna samstöðu eins og við þekkjum vel í þessu samfélagi, nú erum við öll í miklu meira en æfingu, við landsmenn erum búin að fá meistarapróf í hvernig eigi að vinna úr þessu. Við þekkjum þetta og við kunnum þetta.“ Akranes Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Tengdar fréttir 144 greindust með Covid-19 í gær Alls greindust 144 með Covid-19 hér á landi í gær. Þetta staðfestir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu. Tæplega þriðjungur þeirra sem greindust eru á Akranesi. 4. nóvember 2021 11:20 Skemmtanahald síðustu helgar farið að segja til sín 144 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær en ekki hafa fleiri greinst í þrjá mánuði. Sóttvarnalæknir hefur þungar áhyggjur af stöðunni og íhugar leiðir til að bregðast við. 4. nóvember 2021 11:59 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Alls greindust 50 manns smitaðir af kórónuveirunni á Akranesi í gær og eru nú 75 í einangrun. Þá eru 109 einstaklingar í sóttkví. Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi, segir mikilvægt að bregðast hratt við. „Við erum að sjá gríðarlega fjölgun smitaðra í samfélaginu hérna á Akranesi og það er að hafa veruleg áhrif á leikskóla, grunnskóla og frístundastarf þar sem eru að koma upp smit og við ætlum að bregðast við þessu,“ segir Sævar. Leikskólum, grunnskólum, tónlistarskólum og frístundastarfi bæjarins verður lokað á morgun og var því beint til foreldra að sækja börnin sín um hádegi í dag. Þá verður velferðarþjónusta skert, móttöku endurvinnslu lokað, heilsuefling aldraða fellur niður og endurhæfingarhúsinu Hver lokað auk þess sem íþróttaæfingar á vegum ÍA falla niður fram yfir helgi. Það mætti þá segja að það verði að mestu lokað í samfélaginu á morgun? „Já, það er það sem við ætlum að stuðla að og þannig munum við ná að komast í gegnum þetta,“ segir Sævar. Staðan verður síðan endurmetin reglulega um helgina. „Auðvitað er mikilvægt að við sjáum smittölur strax ganga niður, og það er auðvitað okkar von, en ef þörf krefur þá munum við framlengja þessar ráðstafanir,“ segir Sævar. Hann biðlar til fólks að fara áfram varlega. „Ég hvet fólk virkilega til að sýna samstöðu eins og við þekkjum vel í þessu samfélagi, nú erum við öll í miklu meira en æfingu, við landsmenn erum búin að fá meistarapróf í hvernig eigi að vinna úr þessu. Við þekkjum þetta og við kunnum þetta.“
Akranes Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Tengdar fréttir 144 greindust með Covid-19 í gær Alls greindust 144 með Covid-19 hér á landi í gær. Þetta staðfestir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu. Tæplega þriðjungur þeirra sem greindust eru á Akranesi. 4. nóvember 2021 11:20 Skemmtanahald síðustu helgar farið að segja til sín 144 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær en ekki hafa fleiri greinst í þrjá mánuði. Sóttvarnalæknir hefur þungar áhyggjur af stöðunni og íhugar leiðir til að bregðast við. 4. nóvember 2021 11:59 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
144 greindust með Covid-19 í gær Alls greindust 144 með Covid-19 hér á landi í gær. Þetta staðfestir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu. Tæplega þriðjungur þeirra sem greindust eru á Akranesi. 4. nóvember 2021 11:20
Skemmtanahald síðustu helgar farið að segja til sín 144 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær en ekki hafa fleiri greinst í þrjá mánuði. Sóttvarnalæknir hefur þungar áhyggjur af stöðunni og íhugar leiðir til að bregðast við. 4. nóvember 2021 11:59