Martha Hermannsdóttir: Við erum ekki að spila undir neinni pressu Ester Ósk Árnadóttir skrifar 3. nóvember 2021 20:01 Martha Hermannsdóttir fyrirliði KA/Þórs Vísir/Hulda Margrét „Þetta var frábært, mér finnst svona KA/Þór liðið vera komið aftur. Við tókum góðan fund eftir síðasta leik þar sem við höfum ekki verið sjálfum okkur líkar, vantaði einhvern veginn gleði og að finna aftur að við erum ekki að spila undir neinni pressu,“ sagði Martha Hermannsdóttir fyrirliði KA/Þórs eftir góðan sigur á móti Haukum í KA heimilinu í kvöld. „Við vildum bara finna gleðina og hafa gaman af því að spila handbolta þannig við tókum mjög skemmtilega æfingu í gær, góð tónlist og gaman hjá okkur. Við vildum minna á okkur að njóta þess að spila og ég held að við höfum sýnt það í dag. Við mætum þvílíkt flottar til leiks.“ Hálfleikstölur voru 17 - 14 fyrir KA/Þór. Eftir tólf mínútna leik í seinni hálfleik var staðan orðinn 25-15 fyrir heimakonur. „Við ræddum það í hálfleik að keyra aðeins betur á þær í seinni hálfleik, það hefur verið okkar einkenni að geta keyrt dálítið. Við erum með flottan hóp og getum skipt ört á milli leikmanna ef að mannskapurinn er þreyttur þannig að Andri Snær þjálfari lagði upp með það í hálfleik. Við sýndum það strax í síðari hálfleik að við gætum það, náðum forystu og héldum henni út leikinn.“ Martha talaði um þreyttu í hópnum eftir erfitt ferðalag til Kosovó en KA/Þór tekur þátt í Evrópubikarkeppni eftir að hafa orðið Íslandsmeistarar í fyrra. „Það var rosalega langt ferðalag til Kosovó þar sem við þurftum að taka þrjár flugvélar og tvær rútur. Það sat rosalega lengi í okkur. Þannig auðvitað spilar það inn í og svo erum við að spila þrjá leiki á viku þannig að við þurftum að ná í eitthvað extra fyrir leikinn í dag. Við vorum þreyttar á móti HK og margir sem töluðu um það. Við náðum að bæta það og komum sterkar í dag.“ Eftir að hafa náð góðri forystu í leik dagsins gat KA/Þór rúllað vel á hópnum og margir leikmenn sem fengu mínútur í dag. „Það er frábært að geta leyft ungu stelpunum að spila og gott að þær fái mínútur í öllum leikjum. Það er ótrúlega mikilvægt fyrir þær þannig að það er stór plús í dag að allir hafi fengið að spila.“ KA/Þór er í þriðja sæti deildarinnar með sjö stig. Fram og Valur eru fyrir ofan þær í fyrsta og öðru sæti. „Þetta er þreföld umferð, það er nóg eftir af stigum í pottinum. Það eiga öll lið eftir að tapa einhverjum stigum. Það fer ekkert lið í gegnum þetta án þess að tapa. Þannig að við höldum bara áfram að hugsa um okkur og spila okkar leik og þá held ég að við verðum bara í góðri stöðu í lok tímabils.“ KA/Þór á leik aftur á heimavelli á laugardaginn og er það þriðji leikurinn í röð sem liðið spilar í KA heimilinu. „Afturelding er búið að vera að sýna þvílíkt góðan leik, nýliðar í deildinni og hafa staðið sig vel þannig við mætum brjálaðar til leiks. Enginn værukærð þar.“ Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild kvenna Þór Akureyri KA Tengdar fréttir Leik lokið: KA/Þór - Haukar 34-26 | Öruggur sigur Íslandsmeistaranna Íslandsmeistarar KA/Þórs unnu öruggan átta marka sigur er Haukar mættu norður í kvöld, lokatölur 34-26. KA/Þór fer þar með upp í sjö stig á meðan Haukar eru áfram með fimm stig. 3. nóvember 2021 19:20 Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Sjá meira
„Við vildum bara finna gleðina og hafa gaman af því að spila handbolta þannig við tókum mjög skemmtilega æfingu í gær, góð tónlist og gaman hjá okkur. Við vildum minna á okkur að njóta þess að spila og ég held að við höfum sýnt það í dag. Við mætum þvílíkt flottar til leiks.“ Hálfleikstölur voru 17 - 14 fyrir KA/Þór. Eftir tólf mínútna leik í seinni hálfleik var staðan orðinn 25-15 fyrir heimakonur. „Við ræddum það í hálfleik að keyra aðeins betur á þær í seinni hálfleik, það hefur verið okkar einkenni að geta keyrt dálítið. Við erum með flottan hóp og getum skipt ört á milli leikmanna ef að mannskapurinn er þreyttur þannig að Andri Snær þjálfari lagði upp með það í hálfleik. Við sýndum það strax í síðari hálfleik að við gætum það, náðum forystu og héldum henni út leikinn.“ Martha talaði um þreyttu í hópnum eftir erfitt ferðalag til Kosovó en KA/Þór tekur þátt í Evrópubikarkeppni eftir að hafa orðið Íslandsmeistarar í fyrra. „Það var rosalega langt ferðalag til Kosovó þar sem við þurftum að taka þrjár flugvélar og tvær rútur. Það sat rosalega lengi í okkur. Þannig auðvitað spilar það inn í og svo erum við að spila þrjá leiki á viku þannig að við þurftum að ná í eitthvað extra fyrir leikinn í dag. Við vorum þreyttar á móti HK og margir sem töluðu um það. Við náðum að bæta það og komum sterkar í dag.“ Eftir að hafa náð góðri forystu í leik dagsins gat KA/Þór rúllað vel á hópnum og margir leikmenn sem fengu mínútur í dag. „Það er frábært að geta leyft ungu stelpunum að spila og gott að þær fái mínútur í öllum leikjum. Það er ótrúlega mikilvægt fyrir þær þannig að það er stór plús í dag að allir hafi fengið að spila.“ KA/Þór er í þriðja sæti deildarinnar með sjö stig. Fram og Valur eru fyrir ofan þær í fyrsta og öðru sæti. „Þetta er þreföld umferð, það er nóg eftir af stigum í pottinum. Það eiga öll lið eftir að tapa einhverjum stigum. Það fer ekkert lið í gegnum þetta án þess að tapa. Þannig að við höldum bara áfram að hugsa um okkur og spila okkar leik og þá held ég að við verðum bara í góðri stöðu í lok tímabils.“ KA/Þór á leik aftur á heimavelli á laugardaginn og er það þriðji leikurinn í röð sem liðið spilar í KA heimilinu. „Afturelding er búið að vera að sýna þvílíkt góðan leik, nýliðar í deildinni og hafa staðið sig vel þannig við mætum brjálaðar til leiks. Enginn værukærð þar.“
Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild kvenna Þór Akureyri KA Tengdar fréttir Leik lokið: KA/Þór - Haukar 34-26 | Öruggur sigur Íslandsmeistaranna Íslandsmeistarar KA/Þórs unnu öruggan átta marka sigur er Haukar mættu norður í kvöld, lokatölur 34-26. KA/Þór fer þar með upp í sjö stig á meðan Haukar eru áfram með fimm stig. 3. nóvember 2021 19:20 Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Sjá meira
Leik lokið: KA/Þór - Haukar 34-26 | Öruggur sigur Íslandsmeistaranna Íslandsmeistarar KA/Þórs unnu öruggan átta marka sigur er Haukar mættu norður í kvöld, lokatölur 34-26. KA/Þór fer þar með upp í sjö stig á meðan Haukar eru áfram með fimm stig. 3. nóvember 2021 19:20