Leiðtogar Norðurlanda heita auknu samstarfi í öryggismálum Heimir Már Pétursson skrifar 3. nóvember 2021 19:20 Leiðtogar Norðurlandanna segja nauðsynlegt að læra af covid faraldrinum og auka samstarf ríkjanna í öryggismálum og viðbrögðum við alls kyns kreppum. norðurlandaráð Leiðtogar norrænu ríkjanna lögðu áherslu á aukið samstarf um neyðarviðbúnað og annan viðbúnað á fundi Norðurlandaráðs í dag. Ríkin búi sig undir alls konar neyðarástand og kreppur, hvort sem þær eru af völdum manna eða náttúru. Í sameiginlegri yfirlýsingu forsætisráðherra Norðurlandanna og oddvita sjálfstjórna Álandseyja, Færeyja og Grænlands kemur fram að aukið samstarf gæti til dæmis falið í sér úrræði til að tryggja aðgengi að hreinu vatni og öruggum matvælum – og nægilegum lækningabúnaði til að takast á við heimsfaraldur. Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur og Katrínu Jakobsdóttir forsætisráðherra eru sammála um að læra af reynslunni af kórónuveirufaraldrinum með því að efla samstarf Norðurlandanna í kreppum ýmis konar.EPA-EFE/MADS CLAUS RASMUSSEN DENMARK OUT Mette Fredriksen forsætisráðherra Danmerkur segir heimsfaraldurinn hafa verið sögulega áskorun sem draga ætti lærdóm af þannig að Norðurlönd yrðu betur búin undir kreppur í framtíðinni. Í umræðum í þingsal sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kórónuveirufaraldurinn hafa sýnt bæði styrkleika og veikleika norræns samstarfs. Í upphafi faraldurins hafi hvert ríki eðlilega fyrst og fremst hugað að öryggi sinna borgara. Hún vísaði til nýlegar viðhorfskönnunar á Norðurlöndunum. Katrín Jakobsdóttir segir aðgerðir íslenskra stjórnvalda þar sem allir hafi lotið sömu reglum hafa gefist vel.(Mads Claus Rasmussen/ Ritzau Scanpix via AP „Þá var gripið til þess að loka landamærum. Við sjáum það núna á þessari mikilvægu könnun sem verið hefur gerð að þetta olli ákveðnu vantrausti hjá fólkinu okkar. Það er vant því að geta farið á milli landa og að Norðurlöndin séu í raun eitt svæði,“ sagði Katrín Eftir því sem leið á faraldurinn hafi samstarf þjóðanna hins vegar færst í aukana vegna náinna tengsla stjórnmálamanna og embættismanna. Í fyrirspurnatíma til Katrínar kom fram gagnrýni á hin Norðurlöndin fyrir hversu lengi landamæri þeirra hafi verið lokuð á meðan Ísland hefði verið tiltölulega opið. Ísland hafi ekki stuðst við litakóðunarkerfi eins og hin Norðurlöndin og ekki lokað á ferðir fólks á milli einstakra landa og svæða eins og Danir lokuðu til dæmis á Svía. „Þannig að á endanum tókum við bara upp eitt kerfi fyrir alla. Mörgum þótti það íþyngjandi. Það fól í sér að fara í próf, fara í sóttkví og taka annað próf. Í dag erum við enn með það kerfi fyrir óbólusetta. Bólusettir þurfa bara að koma með neikvætt próf en þetta hefur gefist gríðarlega vel,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Norðurlandaráð Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir Norðurlöndin hefðu getað unnið meira saman í faraldrinum Sigurður Ingi Jóhannsson samstarfsráðherra Norðurlandanna segir að Norðurlöndin hefðu getað haft með sér meira samstarf á tímum covid faraldursins. Öryggis- og varnarmál hafi fengið aukna athygli í samstarfi Norðurlandanna á undanförnum árum. 3. nóvember 2021 14:27 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira
Í sameiginlegri yfirlýsingu forsætisráðherra Norðurlandanna og oddvita sjálfstjórna Álandseyja, Færeyja og Grænlands kemur fram að aukið samstarf gæti til dæmis falið í sér úrræði til að tryggja aðgengi að hreinu vatni og öruggum matvælum – og nægilegum lækningabúnaði til að takast á við heimsfaraldur. Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur og Katrínu Jakobsdóttir forsætisráðherra eru sammála um að læra af reynslunni af kórónuveirufaraldrinum með því að efla samstarf Norðurlandanna í kreppum ýmis konar.EPA-EFE/MADS CLAUS RASMUSSEN DENMARK OUT Mette Fredriksen forsætisráðherra Danmerkur segir heimsfaraldurinn hafa verið sögulega áskorun sem draga ætti lærdóm af þannig að Norðurlönd yrðu betur búin undir kreppur í framtíðinni. Í umræðum í þingsal sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kórónuveirufaraldurinn hafa sýnt bæði styrkleika og veikleika norræns samstarfs. Í upphafi faraldurins hafi hvert ríki eðlilega fyrst og fremst hugað að öryggi sinna borgara. Hún vísaði til nýlegar viðhorfskönnunar á Norðurlöndunum. Katrín Jakobsdóttir segir aðgerðir íslenskra stjórnvalda þar sem allir hafi lotið sömu reglum hafa gefist vel.(Mads Claus Rasmussen/ Ritzau Scanpix via AP „Þá var gripið til þess að loka landamærum. Við sjáum það núna á þessari mikilvægu könnun sem verið hefur gerð að þetta olli ákveðnu vantrausti hjá fólkinu okkar. Það er vant því að geta farið á milli landa og að Norðurlöndin séu í raun eitt svæði,“ sagði Katrín Eftir því sem leið á faraldurinn hafi samstarf þjóðanna hins vegar færst í aukana vegna náinna tengsla stjórnmálamanna og embættismanna. Í fyrirspurnatíma til Katrínar kom fram gagnrýni á hin Norðurlöndin fyrir hversu lengi landamæri þeirra hafi verið lokuð á meðan Ísland hefði verið tiltölulega opið. Ísland hafi ekki stuðst við litakóðunarkerfi eins og hin Norðurlöndin og ekki lokað á ferðir fólks á milli einstakra landa og svæða eins og Danir lokuðu til dæmis á Svía. „Þannig að á endanum tókum við bara upp eitt kerfi fyrir alla. Mörgum þótti það íþyngjandi. Það fól í sér að fara í próf, fara í sóttkví og taka annað próf. Í dag erum við enn með það kerfi fyrir óbólusetta. Bólusettir þurfa bara að koma með neikvætt próf en þetta hefur gefist gríðarlega vel,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Norðurlandaráð Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir Norðurlöndin hefðu getað unnið meira saman í faraldrinum Sigurður Ingi Jóhannsson samstarfsráðherra Norðurlandanna segir að Norðurlöndin hefðu getað haft með sér meira samstarf á tímum covid faraldursins. Öryggis- og varnarmál hafi fengið aukna athygli í samstarfi Norðurlandanna á undanförnum árum. 3. nóvember 2021 14:27 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira
Norðurlöndin hefðu getað unnið meira saman í faraldrinum Sigurður Ingi Jóhannsson samstarfsráðherra Norðurlandanna segir að Norðurlöndin hefðu getað haft með sér meira samstarf á tímum covid faraldursins. Öryggis- og varnarmál hafi fengið aukna athygli í samstarfi Norðurlandanna á undanförnum árum. 3. nóvember 2021 14:27