Nafn Hákonar kyrjað í Köben: Ég flaug bara upp og lokaði augunum Sindri Sverrisson skrifar 1. nóvember 2021 14:30 Hákon Arnar Haraldsson hefur alveg örugglega tryggt sér fleiri tækifæri hjá þjálfaranum Jess Thorup sem hér fagnar honum í leiknum gegn Vejle í gær. Getty/Lars Ronbog „Það er ekki hægt að lýsa þessu. Þetta var frábært. Ég er svo glaður eftir þennan fyrsta leik í byrjunarliðinu,“ segir hinn 18 ára gamli Hákon Arnar Haraldsson eftir sannkallaðan draumadag í Kaupmannahöfn í gær. Skagamaðurinn efnilegi kom fyrst til FC Kaupmannahafnar sumarið 2019 en um er að ræða sannkallað stórveldi í danska fótboltanum sem spilar heimaleiki sína á Parken. Hákon var í fyrsta sinn í byrjunarliði FCK í gær þegar liðið vann 3-0 sigur gegn Vejle, skoraði eitt markanna með glæsilegum skalla og var valinn maður leiksins. „Ég var svolítið stressaður enda að spila fyrsta leik í byrjunarliðinu og fyrir framan 20 þúsund manns. En þegar maður er mættur út á völlinn þá fer þetta og maður hættir að vera stressaður,“ sagði Hákon í viðtali við heimasíðu FCK. Aðspurður um markið, sem sjá má í myndskeiðinu hér að ofan, sagði hann: „Ég hoppaði bara upp, lokaði augunum og svo var boltinn í markinu. Ég flaug bara, fannst mér,“ sagði Hákon og bætti við að það hefði ekki verið leiðinlegt að heyra svo 20 þúsund manns fagna sér. Raunar voru áhorfendur farnir að kyrja nafn Hákons þegar leið á leikinn: Haraldsson, Haraldsson, Haraldssoooon Se hele interviewet på https://t.co/i3JiImsiGG! #fcklive #sldk pic.twitter.com/veXia6Pki0— F.C. København (@FCKobenhavn) November 1, 2021 „Það var svolítið sjokk. Ég var bara mjög glaður að heyra þau syngja nafnið mitt. Þetta er alveg geðveikt,“ sagði Hákon, stoltur af frábærri frumraun sinni: „Þetta hefur mikið að segja og skilar manni kannski fleiri mínútum á vellinum,“ sagði Hákon. Danski boltinn Tengdar fréttir Skoraði og valinn maður leiksins í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Hákon Arnar Haraldsson byrjaði sinn fyrsta deildarleik fyrir FC Kaupmannahöfn í dag er liðið fékk Vejle í heimsókn á Parken. Gerði Hákon Arnar sér lítið fyrir og skoraði í 3-0 sigri ásamt því að vera valinn maður leiksins. 31. október 2021 17:17 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Sjá meira
Skagamaðurinn efnilegi kom fyrst til FC Kaupmannahafnar sumarið 2019 en um er að ræða sannkallað stórveldi í danska fótboltanum sem spilar heimaleiki sína á Parken. Hákon var í fyrsta sinn í byrjunarliði FCK í gær þegar liðið vann 3-0 sigur gegn Vejle, skoraði eitt markanna með glæsilegum skalla og var valinn maður leiksins. „Ég var svolítið stressaður enda að spila fyrsta leik í byrjunarliðinu og fyrir framan 20 þúsund manns. En þegar maður er mættur út á völlinn þá fer þetta og maður hættir að vera stressaður,“ sagði Hákon í viðtali við heimasíðu FCK. Aðspurður um markið, sem sjá má í myndskeiðinu hér að ofan, sagði hann: „Ég hoppaði bara upp, lokaði augunum og svo var boltinn í markinu. Ég flaug bara, fannst mér,“ sagði Hákon og bætti við að það hefði ekki verið leiðinlegt að heyra svo 20 þúsund manns fagna sér. Raunar voru áhorfendur farnir að kyrja nafn Hákons þegar leið á leikinn: Haraldsson, Haraldsson, Haraldssoooon Se hele interviewet på https://t.co/i3JiImsiGG! #fcklive #sldk pic.twitter.com/veXia6Pki0— F.C. København (@FCKobenhavn) November 1, 2021 „Það var svolítið sjokk. Ég var bara mjög glaður að heyra þau syngja nafnið mitt. Þetta er alveg geðveikt,“ sagði Hákon, stoltur af frábærri frumraun sinni: „Þetta hefur mikið að segja og skilar manni kannski fleiri mínútum á vellinum,“ sagði Hákon.
Danski boltinn Tengdar fréttir Skoraði og valinn maður leiksins í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Hákon Arnar Haraldsson byrjaði sinn fyrsta deildarleik fyrir FC Kaupmannahöfn í dag er liðið fékk Vejle í heimsókn á Parken. Gerði Hákon Arnar sér lítið fyrir og skoraði í 3-0 sigri ásamt því að vera valinn maður leiksins. 31. október 2021 17:17 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Sjá meira
Skoraði og valinn maður leiksins í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Hákon Arnar Haraldsson byrjaði sinn fyrsta deildarleik fyrir FC Kaupmannahöfn í dag er liðið fékk Vejle í heimsókn á Parken. Gerði Hákon Arnar sér lítið fyrir og skoraði í 3-0 sigri ásamt því að vera valinn maður leiksins. 31. október 2021 17:17