Kári fagnaði framan í Framara og var vikið af velli: „Ég hefði orðið brjálaður“ Sindri Sverrisson skrifar 1. nóvember 2021 10:00 Kári Kristján Kristjánsson ögraði Frömurum eftir að hafa skorað mark í Safamýrinni og fékk að lokum tveggja mínútna brottvísun. Stöð 2 Sport Línumaðurinn Kári Kristján Kristjánsson var sendur í kælingu eftir að hafa fagnað marki fyrir ÍBV gegn Fram af miklum móð. Silfurdrengirnir í sérfræðingateymi Seinni bylgjunnar voru afar ósammála dómaranum. Kári gerði vel þegar hann jafnaði metin fyrir ÍBV í 15-15 gegn Fram í Safamýrinni á föstudaginn, í Olís-deild karla í handbolta. Hann hristi Þorvald Tryggvason af sér, skoraði og fagnaði svo með ástríðufullum en ögrandi hætti fyrir framan varamannabekk Framara. Fyrir það fékk hann tveggja mínútna brottvísun. Klippa: Seinni bylgjan - Kári Kristján fagnaði og fékk tvær „Það er smá aðdragandi að þessu. Þeir [Framarar] voru búnir að fá að djöflast alveg í honum hægri-vinstri, og hann var ekki sáttur. Svo færðu svona mark þar sem hann alveg „feisar“ þá… Við viljum svona líka. Við viljum ástríðu og hita í þetta. Mér finnst galið að hann hafi fengið tvær mínútur fyrir þetta,“ sagði Róbert Gunnarsson í Seinni bylgjunni. „Ekki eins og að hann sé að hrauna yfir þá“ „Hann er bara að segja „hvað?“ Hann segir „hvað?“ þrisvar sinnum. Það er ekki eins og að hann sé að hrauna yfir þá eða gera einhvern andskotann. Höfum ástríðu í þessu. Leyfum þetta,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson, hjartanlega sammála Róberti. „Ég hefði orðið brjálaður ef að ég væri hann,“ sagði Róbert. Þó að Eyjamenn hafi leikið manni færri í tvær mínútur vegna atviksins þá voru sérfræðingarnir á því að atvikið hefði almennt haft betri áhrif á Eyjaliðið en heimamenn: „Það myndast einhver svona kaos, og það er enginn betri í kaos en ÍBV. Þetta er vopn og þeir kunna að nota það,“ sagði Ásgeir. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla ÍBV Seinni bylgjan Fram Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Sjá meira
Kári gerði vel þegar hann jafnaði metin fyrir ÍBV í 15-15 gegn Fram í Safamýrinni á föstudaginn, í Olís-deild karla í handbolta. Hann hristi Þorvald Tryggvason af sér, skoraði og fagnaði svo með ástríðufullum en ögrandi hætti fyrir framan varamannabekk Framara. Fyrir það fékk hann tveggja mínútna brottvísun. Klippa: Seinni bylgjan - Kári Kristján fagnaði og fékk tvær „Það er smá aðdragandi að þessu. Þeir [Framarar] voru búnir að fá að djöflast alveg í honum hægri-vinstri, og hann var ekki sáttur. Svo færðu svona mark þar sem hann alveg „feisar“ þá… Við viljum svona líka. Við viljum ástríðu og hita í þetta. Mér finnst galið að hann hafi fengið tvær mínútur fyrir þetta,“ sagði Róbert Gunnarsson í Seinni bylgjunni. „Ekki eins og að hann sé að hrauna yfir þá“ „Hann er bara að segja „hvað?“ Hann segir „hvað?“ þrisvar sinnum. Það er ekki eins og að hann sé að hrauna yfir þá eða gera einhvern andskotann. Höfum ástríðu í þessu. Leyfum þetta,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson, hjartanlega sammála Róberti. „Ég hefði orðið brjálaður ef að ég væri hann,“ sagði Róbert. Þó að Eyjamenn hafi leikið manni færri í tvær mínútur vegna atviksins þá voru sérfræðingarnir á því að atvikið hefði almennt haft betri áhrif á Eyjaliðið en heimamenn: „Það myndast einhver svona kaos, og það er enginn betri í kaos en ÍBV. Þetta er vopn og þeir kunna að nota það,“ sagði Ásgeir. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla ÍBV Seinni bylgjan Fram Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Sjá meira