Talsvert um að fyrirtæki hafi frestað árshátíðum fram yfir áramót Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 30. október 2021 13:38 Dagmar Haraldsdóttir, eigandi Concept events og formaður Samtaka viðburðarfyrirtækja, segir mikinn uppgang hafa verið í skemmtanahaldi að undanförnu. Núna hins vegar sé talsvert um að fyrirtæki hafi aflýst viðburðum sínum vegna uppsveiflu í faraldrinum. Vísir/Sigurjón Dagmar Haraldsdóttir, formaður Samtaka viðburðarfyrirtækja, segir að flest stærri fyrirtæki hafi frestað árshátíðum sínum fram yfir áramót. Engu að síður sé stór skemmtanahelgi fram undan og það sé sérstakt fagnaðarefni að sjá að flestir setji það sem skilyrði að fólk taki hraðpróf - enda sé forsenda fyrir því að fá að halda samkvæmi að smit séu í lágmarki. „Það sem ég hef séð, allavega frá okkur, þá hafa nær öll stærri fyrirtæki frestað sínum árshátíðum fram yfir áramót,” segir Dagmar en líkt og greint var frá í dag aflýsti ríkislögreglustjóri árshátíð sinni sem átti að fara fram í kvöld. Dagmar segir að almennt séu það fyrirtæki með 500 starfsmenn eða fleiri sem hafi aflýst viðburðum sínum. Þrátt fyrir það sé talsvert mikið um að vera enda hafi fyrirtæki stokkið á vagninn um leið og ráðist var í afléttingar. „Um leið og það var aflétt þá fór allt af stað í að skipuleggja og það er það sem er að gerast núna,” segir Dagmar og bætir við að mikið hafi verið sótt í viðburðarfyrirtæki að undanförnu. „Það er að koma þetta tímabil þar sem fólk er að hittast og gleðjast saman fyrir jól, á jólahlaðborðum og fleira. Við höfum verið að halda stærri árshátíðir og viðburði en þar erum við að mælast til að allir fari í hraðpróf.” Dagmar segir afar mikilvægt að fyrirtæki taki ábyrgð og setji það sem skilyrði að fólk fari í hraðpróf fyrir stærri viðburði enda sé forsenda þess að hægt sé að halda viðburði að smit í samfélaginu séu í lágmarki. „Við mælum frekar með því en sjálfsprófunum því þau virðast ekki alveg gilda. Við höfum gert það með okkar viðburði að allir fari í hraðpróf og sýni strikamerki við inngang. Ég veit ekki til þess að það hafi komið upp nein sýking á þeim viðburðum sem við höfum verið að skipuleggja.” Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrstu var sagt að flestum stærri árshátíðum um helgina hafi verið aflýst þegar raunin er að flest fyrirtæki hafa beðið með að skipuleggja árshátíðir fram yfir áramót. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fleiri fréttir Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Sjá meira
„Það sem ég hef séð, allavega frá okkur, þá hafa nær öll stærri fyrirtæki frestað sínum árshátíðum fram yfir áramót,” segir Dagmar en líkt og greint var frá í dag aflýsti ríkislögreglustjóri árshátíð sinni sem átti að fara fram í kvöld. Dagmar segir að almennt séu það fyrirtæki með 500 starfsmenn eða fleiri sem hafi aflýst viðburðum sínum. Þrátt fyrir það sé talsvert mikið um að vera enda hafi fyrirtæki stokkið á vagninn um leið og ráðist var í afléttingar. „Um leið og það var aflétt þá fór allt af stað í að skipuleggja og það er það sem er að gerast núna,” segir Dagmar og bætir við að mikið hafi verið sótt í viðburðarfyrirtæki að undanförnu. „Það er að koma þetta tímabil þar sem fólk er að hittast og gleðjast saman fyrir jól, á jólahlaðborðum og fleira. Við höfum verið að halda stærri árshátíðir og viðburði en þar erum við að mælast til að allir fari í hraðpróf.” Dagmar segir afar mikilvægt að fyrirtæki taki ábyrgð og setji það sem skilyrði að fólk fari í hraðpróf fyrir stærri viðburði enda sé forsenda þess að hægt sé að halda viðburði að smit í samfélaginu séu í lágmarki. „Við mælum frekar með því en sjálfsprófunum því þau virðast ekki alveg gilda. Við höfum gert það með okkar viðburði að allir fari í hraðpróf og sýni strikamerki við inngang. Ég veit ekki til þess að það hafi komið upp nein sýking á þeim viðburðum sem við höfum verið að skipuleggja.” Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrstu var sagt að flestum stærri árshátíðum um helgina hafi verið aflýst þegar raunin er að flest fyrirtæki hafa beðið með að skipuleggja árshátíðir fram yfir áramót.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fleiri fréttir Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Sjá meira