FAST 112 hetjurnar vilja hitta ykkur! Marianne E. Klinke skrifar 29. október 2021 09:01 Slag, öðru nafni heilablóðfall, er önnur algengasta orsök dauðsfalla í heiminum og ein algengasta orsök þess að fullorðið fólk býr við færniskerðingu. Eitt af hverjum fjórum okkar má búast við því að fá slag á lífsleiðinni, ef miðað er við tölur frá Alþjóðlegu slagsamtökunum. Í dag er alþjóðlegi slagdagurinn – og því er við hæfi að spyrja hvort þú þekkir helstu einkenni slags? Slag er hægt að meðhöndla og leiti fólk tafarlaust aðstoðar aukast líkur á bata verulega. Við, sem vinnum með þessum sjúklingum, vitum að margir bíða of lengi án þess að leita sér aðstoðar eftir upphaf einkenna. Þeir reyna að harka af sér eða hvíla sig og leita ráða hjá vinum og ættingjum í stað þess að hringja strax í Neyðarlínuna. Þannig tapast verðmætur tími. Það er afar mikilvægt að allir í fjölskyldunni þekki einkenni slags og rétt viðbrögð til að auka möguleika á bata. Námsefni fyrir börn – fræðir alla fjölskylduna FAST 112 er alþjóðlegt verðlaunaverkefni sem veitir leik- og grunnskólum skemmtilegt námsefni sem gagnast bæði börnum og fjölskyldum þeirra. FAST stendur fyrir Face (andlit), Arm (handleggur), Speech (tal) og Time (tími). Það skiptir máli að kenna almenningi að þekkja helstu einkennin. Ef þau sjá einhvern sem skyndilega missir mátt í andliti eða handlegg og/eða fær talerfiðleika þarf að kalla tafarlaust eftir aðstoð með því að hringja 112. Tíminn skiptir nefnilega máli. Námsefnið til að kenna FAST 112 var þróað af menntavísindasviði háskólans í Makedóníu í Grikklandi. Það byggir á því að fræða börn á aldrinum 5-9 ára um slag með það fyrir augum að þau miðli þekkingunni áfram til fjölskyldunnar. Kennslan fer fram í gegnum skemmtilegar teiknimyndapersónur, Friðrik fyndna fés, Arnór arm og Soffíu söngkonu, sem eru ofurhetjur á efri árum og barnabarn þeirra Tómasi tímanlega. Einnig eru leikir, verkefni og söngur þar sem þau m.a. læra að hringja í Neyðarlínuna. Börnin eru hvött til að miðla þekkingu sinni áfram, til að mynda með því að senda ömmu og afa falleg póstkort með gagnlegum upplýsingum. Verkefnið skilar árangri Verkefninu var hleypt af stokkunum vorið 2021 í fjölmörgum löndum s.s. Suður-Afríku, Úkraínu, Spáni, Ítalíu og Bretlandi. Nú þegar hafa um 5.700 kennarar frá 1.900 skólum með samtals 72.500 börnum tekið þátt í verkefninu. Þá hafa 4.200 foreldrar lokið verkefnum með börnum sínum. Niðurstöður rannsókna benda til að fræðslan sé áhrifarík og að foreldrar barna sem taka þátt bæti þekkingu sína um einkenni slags. Þá er gaman að segja frá að við höfum heyrt af fjölda dæma þar sem verkefnið hefur leitt til skjótra og réttra viðbragða. Verkefninu er stýrt af mér en ég hef einnig þýtt námsefnið í samstarfi við Kristínu Ásgeirsdóttur, taugahjúkrunarfræðing. Það hefur verið rýnt og staðfært að íslenskum aðstæðum samkvæmt ráðleggingum sérfræðinga á þessu sviði, þ.m.t. taugalæknum, taugahjúkrunarfræðingum og leikskólakennurum. Börn hafa einnig tekið þátt með því að að finna áhugaverð nöfn á ofurhetjurnar. Það er sönn ánægja að geta boðið íslenskum börnum og fjölskyldum þeirra upp á námsefnið. Fyrsti skólinn, leikskólinn Brákaborg, hóf þátttöku í verkefninu nú í október og nú fer fram kynning á verkefninu um allt land. Einfalt að taka þátt Kennslan er einföld og er skipt í fimm kennslustundir. Kennarar þurfa ekki mikinn undirbúning, aðeins að skrá bekkinn sinn á vefsíðunni fastheroes.com og lesa eina rafbók í hverri kennslustund. Rafbókin leiðir svo kennarann og börnin í gegnum kennslustundina. Hvert barn fær afhent veglega verkefnabók stútfulla af leikjum og skemmtilegu efni. Verkefnið er stutt af samtökunum Heilaheill á Íslandi og alþjóðlegu og evrópsku slagsamtökunum, WSO og ESO. Innleiðingin á Íslandi er fjármögnuð af Angels Initiative, alþjóðlegum slagsamtökum. Vonir standa til þess að verkefnið verði sjálfbært með stuðningi íslenskra aðila og verði hluti af menntun barna og fjölskyldna þeirra. Efnið stendur öllum þeim sem koma að fræðslu barna á aldrinum 5-9 ára til boða endurgjaldslaust. Við hvetjum alla skóla til að taka þátt með því að skrá sig á heimasíðu verkefnisins fastheroes.com. Þá er einnig hægt að fylgjast með okkur á Facebook, Fast 112 hetjurnar, þar sem birtast myndir og skemmtilegar færslur sem ýta undir þekkingu og forvarnir. Höfundur er verkefnastjóri FAST 112 hetjanna á Íslandi, dósent við HÍ og forstöðumaður fræðasviðs í hjúkrun tauga- og taugaendurhæfingarsjúklinga á Landspítala. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Slag, öðru nafni heilablóðfall, er önnur algengasta orsök dauðsfalla í heiminum og ein algengasta orsök þess að fullorðið fólk býr við færniskerðingu. Eitt af hverjum fjórum okkar má búast við því að fá slag á lífsleiðinni, ef miðað er við tölur frá Alþjóðlegu slagsamtökunum. Í dag er alþjóðlegi slagdagurinn – og því er við hæfi að spyrja hvort þú þekkir helstu einkenni slags? Slag er hægt að meðhöndla og leiti fólk tafarlaust aðstoðar aukast líkur á bata verulega. Við, sem vinnum með þessum sjúklingum, vitum að margir bíða of lengi án þess að leita sér aðstoðar eftir upphaf einkenna. Þeir reyna að harka af sér eða hvíla sig og leita ráða hjá vinum og ættingjum í stað þess að hringja strax í Neyðarlínuna. Þannig tapast verðmætur tími. Það er afar mikilvægt að allir í fjölskyldunni þekki einkenni slags og rétt viðbrögð til að auka möguleika á bata. Námsefni fyrir börn – fræðir alla fjölskylduna FAST 112 er alþjóðlegt verðlaunaverkefni sem veitir leik- og grunnskólum skemmtilegt námsefni sem gagnast bæði börnum og fjölskyldum þeirra. FAST stendur fyrir Face (andlit), Arm (handleggur), Speech (tal) og Time (tími). Það skiptir máli að kenna almenningi að þekkja helstu einkennin. Ef þau sjá einhvern sem skyndilega missir mátt í andliti eða handlegg og/eða fær talerfiðleika þarf að kalla tafarlaust eftir aðstoð með því að hringja 112. Tíminn skiptir nefnilega máli. Námsefnið til að kenna FAST 112 var þróað af menntavísindasviði háskólans í Makedóníu í Grikklandi. Það byggir á því að fræða börn á aldrinum 5-9 ára um slag með það fyrir augum að þau miðli þekkingunni áfram til fjölskyldunnar. Kennslan fer fram í gegnum skemmtilegar teiknimyndapersónur, Friðrik fyndna fés, Arnór arm og Soffíu söngkonu, sem eru ofurhetjur á efri árum og barnabarn þeirra Tómasi tímanlega. Einnig eru leikir, verkefni og söngur þar sem þau m.a. læra að hringja í Neyðarlínuna. Börnin eru hvött til að miðla þekkingu sinni áfram, til að mynda með því að senda ömmu og afa falleg póstkort með gagnlegum upplýsingum. Verkefnið skilar árangri Verkefninu var hleypt af stokkunum vorið 2021 í fjölmörgum löndum s.s. Suður-Afríku, Úkraínu, Spáni, Ítalíu og Bretlandi. Nú þegar hafa um 5.700 kennarar frá 1.900 skólum með samtals 72.500 börnum tekið þátt í verkefninu. Þá hafa 4.200 foreldrar lokið verkefnum með börnum sínum. Niðurstöður rannsókna benda til að fræðslan sé áhrifarík og að foreldrar barna sem taka þátt bæti þekkingu sína um einkenni slags. Þá er gaman að segja frá að við höfum heyrt af fjölda dæma þar sem verkefnið hefur leitt til skjótra og réttra viðbragða. Verkefninu er stýrt af mér en ég hef einnig þýtt námsefnið í samstarfi við Kristínu Ásgeirsdóttur, taugahjúkrunarfræðing. Það hefur verið rýnt og staðfært að íslenskum aðstæðum samkvæmt ráðleggingum sérfræðinga á þessu sviði, þ.m.t. taugalæknum, taugahjúkrunarfræðingum og leikskólakennurum. Börn hafa einnig tekið þátt með því að að finna áhugaverð nöfn á ofurhetjurnar. Það er sönn ánægja að geta boðið íslenskum börnum og fjölskyldum þeirra upp á námsefnið. Fyrsti skólinn, leikskólinn Brákaborg, hóf þátttöku í verkefninu nú í október og nú fer fram kynning á verkefninu um allt land. Einfalt að taka þátt Kennslan er einföld og er skipt í fimm kennslustundir. Kennarar þurfa ekki mikinn undirbúning, aðeins að skrá bekkinn sinn á vefsíðunni fastheroes.com og lesa eina rafbók í hverri kennslustund. Rafbókin leiðir svo kennarann og börnin í gegnum kennslustundina. Hvert barn fær afhent veglega verkefnabók stútfulla af leikjum og skemmtilegu efni. Verkefnið er stutt af samtökunum Heilaheill á Íslandi og alþjóðlegu og evrópsku slagsamtökunum, WSO og ESO. Innleiðingin á Íslandi er fjármögnuð af Angels Initiative, alþjóðlegum slagsamtökum. Vonir standa til þess að verkefnið verði sjálfbært með stuðningi íslenskra aðila og verði hluti af menntun barna og fjölskyldna þeirra. Efnið stendur öllum þeim sem koma að fræðslu barna á aldrinum 5-9 ára til boða endurgjaldslaust. Við hvetjum alla skóla til að taka þátt með því að skrá sig á heimasíðu verkefnisins fastheroes.com. Þá er einnig hægt að fylgjast með okkur á Facebook, Fast 112 hetjurnar, þar sem birtast myndir og skemmtilegar færslur sem ýta undir þekkingu og forvarnir. Höfundur er verkefnastjóri FAST 112 hetjanna á Íslandi, dósent við HÍ og forstöðumaður fræðasviðs í hjúkrun tauga- og taugaendurhæfingarsjúklinga á Landspítala.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar