Flugu með lúðrasveit til Íslands en Haukar ætla að vera háværari í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 28. október 2021 12:00 Stuðningsmenn Hauka gætu þurft að hafa sig alla við til að yfirgnæfa gestina frá Tékklandi í kvöld. vísir/vilhelm Haukar vilja allar hendur á dekk í Ólafssal í kvöld þegar liðið freistar þess að vinna sinn fyrsta sigur í riðlakeppni Evrópubikars kvenna í körfubolta. Gestirnir frá Tékklandi mæta með kröftuga stuðningsmannasveit með sér. Þetta segir Bragi Magnússon, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, sem hvetur körfuboltaáhugafólk til að mæta á Ásvelli í kvöld. Haukar mæta þar tékkneska liðinu Brno klukkan 19.30 eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í keppninni, gegn frönsku liðunum Tarbes og Villeneuve d‘Ascq. Það er ekki á hverjum degi sem íslensk lið leika í Evrópukeppni í körfubolta en Haukar eru nú með eftir 15 ára hlé og hafa skapað skemmtilega stemningu á heimaleikjum sínum, þar sem klappstýrur hafa meðal annars sýnt listir sínar. Það var góð stemning þegar Haukar mættu franska liðinu Villeneuve D'Ascq fyrr í haust.vísir/vilhelm En betur má ef duga skal í kvöld segir Bragi: „Stemningin hefur verið frábær en við erum að smala núna. Við komumst að því að liðið sem er að heimsækja okkur núna er með 28 manns í fararteymi sínu og þar af er lúðrasveit. Þau eru sem sagt að mæta með lúðrasveit á pallana og við erum ekki að fara að lúffa fyrir þeim. Ég vil helst kalla á alla körfuboltaaðdáendur á landinu til að mæta hingað í Ólafssal því við erum ekki að fara að láta eitthvað erlent lið koma til Íslands og pakka okkur saman á pöllunum. Það kemur ekki til greina.“ Bragi Magnússon, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, og Bjarni Magnússon þjálfari liðsins.vísir/Sigurjón Eins og fram hefur komið frumsýna Haukar nýjan leikmann í kvöld en það er framherjinn Briana Gray. Í innslaginu hér að ofan ræðir Svava Kristín Gretarsdóttir við þjálfarann Bjarna Magnússon um Gray og við Braga um stemninguna á leiknum í kvöld. Leikur Hauka og Brno hefst klukkan 19:30 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4. Haukar Evrópubikarinn í körfubolta kvenna Mest lesið Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Enski boltinn Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Evrópu og hafnabolti Sport Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Enski boltinn Fleiri fréttir Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Sjá meira
Þetta segir Bragi Magnússon, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, sem hvetur körfuboltaáhugafólk til að mæta á Ásvelli í kvöld. Haukar mæta þar tékkneska liðinu Brno klukkan 19.30 eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í keppninni, gegn frönsku liðunum Tarbes og Villeneuve d‘Ascq. Það er ekki á hverjum degi sem íslensk lið leika í Evrópukeppni í körfubolta en Haukar eru nú með eftir 15 ára hlé og hafa skapað skemmtilega stemningu á heimaleikjum sínum, þar sem klappstýrur hafa meðal annars sýnt listir sínar. Það var góð stemning þegar Haukar mættu franska liðinu Villeneuve D'Ascq fyrr í haust.vísir/vilhelm En betur má ef duga skal í kvöld segir Bragi: „Stemningin hefur verið frábær en við erum að smala núna. Við komumst að því að liðið sem er að heimsækja okkur núna er með 28 manns í fararteymi sínu og þar af er lúðrasveit. Þau eru sem sagt að mæta með lúðrasveit á pallana og við erum ekki að fara að lúffa fyrir þeim. Ég vil helst kalla á alla körfuboltaaðdáendur á landinu til að mæta hingað í Ólafssal því við erum ekki að fara að láta eitthvað erlent lið koma til Íslands og pakka okkur saman á pöllunum. Það kemur ekki til greina.“ Bragi Magnússon, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, og Bjarni Magnússon þjálfari liðsins.vísir/Sigurjón Eins og fram hefur komið frumsýna Haukar nýjan leikmann í kvöld en það er framherjinn Briana Gray. Í innslaginu hér að ofan ræðir Svava Kristín Gretarsdóttir við þjálfarann Bjarna Magnússon um Gray og við Braga um stemninguna á leiknum í kvöld. Leikur Hauka og Brno hefst klukkan 19:30 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4.
Haukar Evrópubikarinn í körfubolta kvenna Mest lesið Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Enski boltinn Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Evrópu og hafnabolti Sport Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Enski boltinn Fleiri fréttir Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Sjá meira