Gætu séð til lands í næstu eða þarnæstu viku Birgir Olgeirsson skrifar 26. október 2021 13:11 Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir að flokkarnir þrír sem eru í stjórnarmyndunarviðræðum gætu farið að sjá til lands í næstu eða þarnæstu viku. Búið er að setja niður texta um einstaka málaflokka en heildarmyndin liggur ekki fyrir. Leiðtogar Vinstri grænna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins funduðu í gær um áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf. „Þetta gengur alveg eðlilega finnst mér og skref fyrir skref erum við að komast í gegnum þau atriði sem þarf að ræða,“ sagði Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra.Vísir/Vilhelm Eru þið farin að leggja drög að stjórnarsáttmála? „Útlínur að einstaka málaflokkum eru að teiknast upp, en þetta er ekki búið fyrr en það er búið.“ Hvenær sérðu fyrir þér að þið getið farið að kynna stefnu ríkisstjórnarinnar? „Ég veit það ekki alveg, það er best að segja sem minnst um það.“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir leiðtogana fara yfir ólíka málaflokka en næsti fundur verður á morgun. „Við höfum verið að setja texta um einstaka málaflokka en samt ekki þannig að það sé komin heildarmynd á það,“ sagði Katrín Jakobsdóttir að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. „Það gengur ágætlega hjá okkur og reikna með að við getum farið að sjá til lands í næstu eða þar næstu viku,“ sagði Katrín. Hún sagði flokkana þrjá verða að koma sér saman um hversu metnaðarfullir þeir vilja vera þegar kemur að markmiðum um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. „En í því þarf líka að felast mjög einbeitt skuldbinding um að ná mjög metnaðarfullum markmiðum um samdrátt í losun. Þetta er risastórt verkefni þar sem Ísland hefur alla burði að vera í forystuhlutverki á alþjóðavettvangi og standa við skuldbindingar sínar og gott betur. Við leggjum mikla áherslu á þessi mál í stjórnarsáttmálanum,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Sjá meira
Leiðtogar Vinstri grænna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins funduðu í gær um áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf. „Þetta gengur alveg eðlilega finnst mér og skref fyrir skref erum við að komast í gegnum þau atriði sem þarf að ræða,“ sagði Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra.Vísir/Vilhelm Eru þið farin að leggja drög að stjórnarsáttmála? „Útlínur að einstaka málaflokkum eru að teiknast upp, en þetta er ekki búið fyrr en það er búið.“ Hvenær sérðu fyrir þér að þið getið farið að kynna stefnu ríkisstjórnarinnar? „Ég veit það ekki alveg, það er best að segja sem minnst um það.“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir leiðtogana fara yfir ólíka málaflokka en næsti fundur verður á morgun. „Við höfum verið að setja texta um einstaka málaflokka en samt ekki þannig að það sé komin heildarmynd á það,“ sagði Katrín Jakobsdóttir að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. „Það gengur ágætlega hjá okkur og reikna með að við getum farið að sjá til lands í næstu eða þar næstu viku,“ sagði Katrín. Hún sagði flokkana þrjá verða að koma sér saman um hversu metnaðarfullir þeir vilja vera þegar kemur að markmiðum um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. „En í því þarf líka að felast mjög einbeitt skuldbinding um að ná mjög metnaðarfullum markmiðum um samdrátt í losun. Þetta er risastórt verkefni þar sem Ísland hefur alla burði að vera í forystuhlutverki á alþjóðavettvangi og standa við skuldbindingar sínar og gott betur. Við leggjum mikla áherslu á þessi mál í stjórnarsáttmálanum,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Sjá meira