Telur mansal falinn vanda á Íslandi Fanndís Birna Logadóttir skrifar 26. október 2021 12:31 Ragna Björg Guðbrandsdóttir, teymisstjóri Bjarkarhlíðar, telur að fleiri mansalsmál líti dagsins ljós með aukinni umræðu. Vísir/Vilhelm Þrettán tilfelli komu upp á síðasta ári þar sem grunur var um mansal, og tvö tilfelli þar sem um var að ræða smygl á fólki. Þetta kom fram í erindi teymisstjóra Bjarkarhlíðar á ráðstefnu félagsráðgjafa í dag. Hún telur að um sé að ræða falinn vanda og grunar að í raun séu mun fleiri tilfelli sem varða mansal. Tilraunaverkefni Bjarkarhlíðar um samhæfingarmiðstöð um mansal var komið á fót í fyrra og var í sumar framlengt um eitt ár. Ragna Björk Guðbrandsdóttir, teymisstjóri Bjarkarhlíðar, flutti erindi um málið á málþingi um ofbeldi sem Félagsráðgjafafélag Íslands og Félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands standa fyrir í dag. Í erindinu kom fram að í heildina hafi 15 mál komið inn á þeirra borð. „Á þessu ári, fyrsta árið sem verkefnið var í gangi, þá voru fimmtán mál, þar af voru tvö mál sem við tókum inn í þetta sem vörðuðu smygl á fólki,“ segir Ragna en smygl á fólki flokkast vanalega ekki sem hefðbundið mansal, þó það geti oft tengst. „Þannig það voru svona þrettán mál sem mátti fella undir mansal og þar af var sem sagt staðfestur grunur í ellefu málum,“ segir Ragna enn fremur. Þrjú mál vörðuðu kynlífsmansal Vinnumansal og kynlífsmansal voru til skoðunar þar sem í báðum flokkum er um hagnýtingu að ræða. Þegar kemur að vinnumansali er fólki oft skipað að vinna án þess að fá laun og aðbúnaður er ekki mannsæmandi. Kynlífsmansal snýr síðan að því að selja aðgang að konum fyrir kynlíf en þrjú mál sem komu á borð Bjarkarhlíðar vörðuðu kynlífsmansal. Flest málin enduðu tiltölulega vel. „Svolítið stór hluti af þessum málum var þannig að þegar að grunur kom upp þá flúðu viðkomandi aðilar aðstæður og þetta var yfirleitt í vinnumansalinu. En í öðrum málum þar var góð útkoma, fólki var vanalega hjálpað úr aðstæðunum og fengu tækifæri til þess að skapa sér öruggt líf,“ segir Ragna. Aðspurð um þróunina þegar kemur að mansali segir Ragna það erfitt að segja, ekki síst þar sem Covid faraldurinn gæti haft áhrif á fjölda mála. Þá sé það sjaldgæft að þolendur biðji sjálfir um aðstoð. Yfirleitt séu það aðrir sem gruna mansal og reyna að aðstoða manneskjuna sem er beitt óréttlæti. Að sögn Rögnu er því ekki ólíklegt að málin séu í raun mun fleiri. „Ég myndi halda að þetta væri falinn vandi. Með meiri umræðu og fræðslu þá væru þetta fleiri mál.“ Hægt er að fylgjast með málþinginu í beinni á Vísi. Félagsmál Vændi Vinnumarkaður Tengdar fréttir Vill að borgin taki á móti fórnarlömbum mansals líkt og rithöfundum Borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins telur að Reykjavíkurborg ætti að beita sér fyrir móttöku fórnarlamba mansals í leit að vernd hér á landi. Sérstök umræða um mansal fer fram í borgarstjórn í dag. 19. janúar 2021 12:17 Fjögur mansalsmál á borð Bjarkarhlíðar í sumar Tilkynnt hefur verið um fjögur mál þar sem grunur er um mansal til Bjarkarhlíðar í sumar. Öll tengjast þau vinnnumansali og tvö þeirra jafnframt kynlífsmansali. 29. ágúst 2020 20:22 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Bílvelta og árekstur í hálkunni Innlent Fleiri fréttir Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Sjá meira
Tilraunaverkefni Bjarkarhlíðar um samhæfingarmiðstöð um mansal var komið á fót í fyrra og var í sumar framlengt um eitt ár. Ragna Björk Guðbrandsdóttir, teymisstjóri Bjarkarhlíðar, flutti erindi um málið á málþingi um ofbeldi sem Félagsráðgjafafélag Íslands og Félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands standa fyrir í dag. Í erindinu kom fram að í heildina hafi 15 mál komið inn á þeirra borð. „Á þessu ári, fyrsta árið sem verkefnið var í gangi, þá voru fimmtán mál, þar af voru tvö mál sem við tókum inn í þetta sem vörðuðu smygl á fólki,“ segir Ragna en smygl á fólki flokkast vanalega ekki sem hefðbundið mansal, þó það geti oft tengst. „Þannig það voru svona þrettán mál sem mátti fella undir mansal og þar af var sem sagt staðfestur grunur í ellefu málum,“ segir Ragna enn fremur. Þrjú mál vörðuðu kynlífsmansal Vinnumansal og kynlífsmansal voru til skoðunar þar sem í báðum flokkum er um hagnýtingu að ræða. Þegar kemur að vinnumansali er fólki oft skipað að vinna án þess að fá laun og aðbúnaður er ekki mannsæmandi. Kynlífsmansal snýr síðan að því að selja aðgang að konum fyrir kynlíf en þrjú mál sem komu á borð Bjarkarhlíðar vörðuðu kynlífsmansal. Flest málin enduðu tiltölulega vel. „Svolítið stór hluti af þessum málum var þannig að þegar að grunur kom upp þá flúðu viðkomandi aðilar aðstæður og þetta var yfirleitt í vinnumansalinu. En í öðrum málum þar var góð útkoma, fólki var vanalega hjálpað úr aðstæðunum og fengu tækifæri til þess að skapa sér öruggt líf,“ segir Ragna. Aðspurð um þróunina þegar kemur að mansali segir Ragna það erfitt að segja, ekki síst þar sem Covid faraldurinn gæti haft áhrif á fjölda mála. Þá sé það sjaldgæft að þolendur biðji sjálfir um aðstoð. Yfirleitt séu það aðrir sem gruna mansal og reyna að aðstoða manneskjuna sem er beitt óréttlæti. Að sögn Rögnu er því ekki ólíklegt að málin séu í raun mun fleiri. „Ég myndi halda að þetta væri falinn vandi. Með meiri umræðu og fræðslu þá væru þetta fleiri mál.“ Hægt er að fylgjast með málþinginu í beinni á Vísi.
Félagsmál Vændi Vinnumarkaður Tengdar fréttir Vill að borgin taki á móti fórnarlömbum mansals líkt og rithöfundum Borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins telur að Reykjavíkurborg ætti að beita sér fyrir móttöku fórnarlamba mansals í leit að vernd hér á landi. Sérstök umræða um mansal fer fram í borgarstjórn í dag. 19. janúar 2021 12:17 Fjögur mansalsmál á borð Bjarkarhlíðar í sumar Tilkynnt hefur verið um fjögur mál þar sem grunur er um mansal til Bjarkarhlíðar í sumar. Öll tengjast þau vinnnumansali og tvö þeirra jafnframt kynlífsmansali. 29. ágúst 2020 20:22 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Bílvelta og árekstur í hálkunni Innlent Fleiri fréttir Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Sjá meira
Vill að borgin taki á móti fórnarlömbum mansals líkt og rithöfundum Borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins telur að Reykjavíkurborg ætti að beita sér fyrir móttöku fórnarlamba mansals í leit að vernd hér á landi. Sérstök umræða um mansal fer fram í borgarstjórn í dag. 19. janúar 2021 12:17
Fjögur mansalsmál á borð Bjarkarhlíðar í sumar Tilkynnt hefur verið um fjögur mál þar sem grunur er um mansal til Bjarkarhlíðar í sumar. Öll tengjast þau vinnnumansali og tvö þeirra jafnframt kynlífsmansali. 29. ágúst 2020 20:22
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent