Icardi-sápuóperan heldur áfram: Sundur, saman, aftur sundur og nú aftur saman Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. október 2021 11:01 Ekki vantar dramatíkina í líf Icardi-hjónanna. getty/Jean Catuffe Sápuóperan með Icardi-hjónunum í aðalhlutverki heldur áfram. Síðustu daga hafa þau hætt saman og tekið saman á víxl og allt fyrir opnum tjöldum. Miðað við nýjustu fréttir eru þau enn hjón. Í síðustu viku sakaði Wanda Nara eiginmann sinn, Mauro Icardi, um framhjáhald og hélt til Ítalíu. Icardi elti hana þangað og þau tóku aftur saman. Nara kvaðst vera búin að fyrirgefa Icardi og sagðist ætla að verja hann fyrir áhugasömum konum. Nýjar vendingar urðu í málinu um helgina þegar Icardi fór aftur til Parísar og hætti að fylgja Nöru á Instagram. „Ég er ekki svo slæmur sóló,“ skrifaði Icardi við mynd af sér sem hann birti á Instagram.En ekki var allt búið enn og nú hafa Icardi-hjónin tekið enn eina U-beygjuna og eru byrjuð saman á ný, allavega þangað til annað kemur í ljós. Þau greina skilmerkilega frá öllum vendingum í máli sínu á Instagram og í gær skrifaði Nara færslu þar sem fram kom að þau væru áfram saman. Að sögn Nöru var hún mjög sár út í Icardi og bað hann um skilnað á hverjum einasta degi. Og þau fóru til lögfræðings og skrifuðu undir skilnaðarpappíra. En bréf frá Icardi breytti öllu.„Þá áttaði ég mig á því að ég væri ekkert án þess að vera með honum. Ég er viss um að þessir erfiðu tímar munu styrkja samband okkar og fjölskyldu. Það mikilvæga var að við höfðum bæði tækifæri til að enda átta ára samband okkar en þegar sálir okkar voru úrvinda eftir grátinn völdum við hvort annað á ný. Ég elska þig Mauro Icardi,“ skrifaði Nara. View this post on Instagram A post shared by Wanda nara (@wanda_icardi) Icardi hefur verið í fríi frá Paris Saint-Germain á meðan stormurinn í einkalífinu hefur geysað. Auk þess að vera eiginkona Icardis er Nara umboðsmaður hans. Þau eiga tvær dætur saman.Nara var áður gift öðrum argentínskum framherja, Maxi López, og áttu þau þrjá drengi saman. López og Icardi léku saman hjá Sampdoria og á þeim tíma tókust náin kynni með þeim síðarnefnda og Nöru. Hún skildi við López og giftist Icardi 2014. Franski boltinn Ástin og lífið Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Körfubolti Fleiri fréttir Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Sjá meira
Í síðustu viku sakaði Wanda Nara eiginmann sinn, Mauro Icardi, um framhjáhald og hélt til Ítalíu. Icardi elti hana þangað og þau tóku aftur saman. Nara kvaðst vera búin að fyrirgefa Icardi og sagðist ætla að verja hann fyrir áhugasömum konum. Nýjar vendingar urðu í málinu um helgina þegar Icardi fór aftur til Parísar og hætti að fylgja Nöru á Instagram. „Ég er ekki svo slæmur sóló,“ skrifaði Icardi við mynd af sér sem hann birti á Instagram.En ekki var allt búið enn og nú hafa Icardi-hjónin tekið enn eina U-beygjuna og eru byrjuð saman á ný, allavega þangað til annað kemur í ljós. Þau greina skilmerkilega frá öllum vendingum í máli sínu á Instagram og í gær skrifaði Nara færslu þar sem fram kom að þau væru áfram saman. Að sögn Nöru var hún mjög sár út í Icardi og bað hann um skilnað á hverjum einasta degi. Og þau fóru til lögfræðings og skrifuðu undir skilnaðarpappíra. En bréf frá Icardi breytti öllu.„Þá áttaði ég mig á því að ég væri ekkert án þess að vera með honum. Ég er viss um að þessir erfiðu tímar munu styrkja samband okkar og fjölskyldu. Það mikilvæga var að við höfðum bæði tækifæri til að enda átta ára samband okkar en þegar sálir okkar voru úrvinda eftir grátinn völdum við hvort annað á ný. Ég elska þig Mauro Icardi,“ skrifaði Nara. View this post on Instagram A post shared by Wanda nara (@wanda_icardi) Icardi hefur verið í fríi frá Paris Saint-Germain á meðan stormurinn í einkalífinu hefur geysað. Auk þess að vera eiginkona Icardis er Nara umboðsmaður hans. Þau eiga tvær dætur saman.Nara var áður gift öðrum argentínskum framherja, Maxi López, og áttu þau þrjá drengi saman. López og Icardi léku saman hjá Sampdoria og á þeim tíma tókust náin kynni með þeim síðarnefnda og Nöru. Hún skildi við López og giftist Icardi 2014.
Franski boltinn Ástin og lífið Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Körfubolti Fleiri fréttir Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Sjá meira