Átök á Pablo Discobar: Rekstrarstjóri réðst að gesti með vínflösku Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. október 2021 17:16 Fjölmörg vitni urðu að árásinni við Ingólfstorg í gær. Gestirnir þrír segja um hatursglæp að ræða. Eigandi Pablo Discobar segir rekstrarstjórann hafa misst stjórn á skapi sínu og sé miður sín. Vísir Rektrarstjóri Pablo Discobar, skemmtistaðar sem nýlega var opnaður að nýju eftir eldsvoða í mars í fyrra, missti stjórn á skapi sínu í gærkvöldi. Lögreglan er með málið til rannsóknar. Rekstrarstjórinn er kominn í ótímabundið leyfi frá störfum. DV greindi fyrst frá málinu í dag. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu voru þrír vinir af erlendu bergi brotnir að skemmta sér á staðnum í gærkvöldi. Þeim sinnaðist við rekstrarstjórann um það leyti sem staðnum var lokað klukkan eitt. Beðnir um að yfirgefa staðinn við lokun Þeir lýsa því þannig að þeir hafi verið að skemmta sér vel en svo hafi karlmaður beðið þá um að yfirgefa staðinn. Þeir hafi verið ósáttir við að karlmaður, sem væri ekki klæddur sem starfsmaður, ætlaði að segja þeim til verka. Starfsmaðurinn hafi sagst ráða ríkjum á skemmtistaðnum og þeir ættu að drulla sér út. Þeir hafi beðið um fallegri beiðni um að yfirgefa staðinn og útskýrt að þeir hafi ekki vitað að hann væri eigandinn. Hann hafi á endanum brotið bílrúðu með vínflösku og um leið slasað einn þremenninganna þar sem þeir óku í burtu. Þeir hafi tilkynnt málið til lögreglu og hinn slasaði hafi leitað á bráðamóttöku. Þeir vilja meina að um hatursglæp sé að ræða vegna erlends uppruna þeirra. Enginn dyravörður á vakt Jón Bjarni Steinsson, eigandi Pablo Discobar, segir í samtali við Vísi hafði rætt málin við rekstrarstjórann. „Tómas var að skemmta sér í gærkvöldi en var ekki í vinnunni,“ segir Jón Bjarni og á við Tómas Núma Sigurðsson, rekstrarstjóra staðarins. Starfsfólki beri að láta gesti yfirgefa staðinn lögum samkvæmt þegar lokað sé klukkan eitt. Þremenningarnir, sem hafi verið með stæla, hafi ekki viljað hlýða fyrirmælum og þá hafi rekstrarstjórinn beðið þá um að yfirgefa staðinn. „Þeir lenda í útistöðum,“ segir Jón Bjarni og bendir á að þar sem það var miðvikudagur hafi enginn dyravörður verið á vakt til að sinna þessu verkefni. Einn gegn þremur „Honum tekst að lokum að koma þeim út með látum og veseni. Hann einn og þeir þrír,“ segir Jón Bjarni. Þegar búið hafi verið að henda öllum út hafi þremenningarnir ekið hjá í bíl, rennt niður rúðuna, hreytt einhverju í Tómas og tekið upp myndband. Myndbandið má sjá að neðan. „Hann missir bara stjórn á skapi sínu,“ segir Jón Bjarni. Það sé fullkomlega óásættanlegt en rétt að halda til haga að svona gerist ekki upp úr þurru. „En þú hagar þér ekki svona sem starfsmaður. Hann er kominn í leyfi þangað til annað kemur í ljós,“ segir Jón Bjarni. Engin þolinmæði fyrir svona rugli Fréttastofa náði ekki sambandi við Tómas Núma en Jón Bjarni sagði að honum væri mikið niðri fyrir og gerði sér grein fyrir mistökum sínum. Þá bendir hann á að þegar Tómas hafi heyrt að lögregla hafi mætt á vettvang hafi hann af sjálfsdáðum farið á lögreglustöð og gefið sig fram. „Ég er fjörutíu ára og hef núll þolinmæði fyrir svona rugli,“ segir Jón Bjarni. Hann bætir við að atvikið muni engin áhrif hafa á starfsemi Pablo. Þar verði opið í kvöld eins og venjulega. Lögreglumál Næturlíf Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Sjá meira
DV greindi fyrst frá málinu í dag. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu voru þrír vinir af erlendu bergi brotnir að skemmta sér á staðnum í gærkvöldi. Þeim sinnaðist við rekstrarstjórann um það leyti sem staðnum var lokað klukkan eitt. Beðnir um að yfirgefa staðinn við lokun Þeir lýsa því þannig að þeir hafi verið að skemmta sér vel en svo hafi karlmaður beðið þá um að yfirgefa staðinn. Þeir hafi verið ósáttir við að karlmaður, sem væri ekki klæddur sem starfsmaður, ætlaði að segja þeim til verka. Starfsmaðurinn hafi sagst ráða ríkjum á skemmtistaðnum og þeir ættu að drulla sér út. Þeir hafi beðið um fallegri beiðni um að yfirgefa staðinn og útskýrt að þeir hafi ekki vitað að hann væri eigandinn. Hann hafi á endanum brotið bílrúðu með vínflösku og um leið slasað einn þremenninganna þar sem þeir óku í burtu. Þeir hafi tilkynnt málið til lögreglu og hinn slasaði hafi leitað á bráðamóttöku. Þeir vilja meina að um hatursglæp sé að ræða vegna erlends uppruna þeirra. Enginn dyravörður á vakt Jón Bjarni Steinsson, eigandi Pablo Discobar, segir í samtali við Vísi hafði rætt málin við rekstrarstjórann. „Tómas var að skemmta sér í gærkvöldi en var ekki í vinnunni,“ segir Jón Bjarni og á við Tómas Núma Sigurðsson, rekstrarstjóra staðarins. Starfsfólki beri að láta gesti yfirgefa staðinn lögum samkvæmt þegar lokað sé klukkan eitt. Þremenningarnir, sem hafi verið með stæla, hafi ekki viljað hlýða fyrirmælum og þá hafi rekstrarstjórinn beðið þá um að yfirgefa staðinn. „Þeir lenda í útistöðum,“ segir Jón Bjarni og bendir á að þar sem það var miðvikudagur hafi enginn dyravörður verið á vakt til að sinna þessu verkefni. Einn gegn þremur „Honum tekst að lokum að koma þeim út með látum og veseni. Hann einn og þeir þrír,“ segir Jón Bjarni. Þegar búið hafi verið að henda öllum út hafi þremenningarnir ekið hjá í bíl, rennt niður rúðuna, hreytt einhverju í Tómas og tekið upp myndband. Myndbandið má sjá að neðan. „Hann missir bara stjórn á skapi sínu,“ segir Jón Bjarni. Það sé fullkomlega óásættanlegt en rétt að halda til haga að svona gerist ekki upp úr þurru. „En þú hagar þér ekki svona sem starfsmaður. Hann er kominn í leyfi þangað til annað kemur í ljós,“ segir Jón Bjarni. Engin þolinmæði fyrir svona rugli Fréttastofa náði ekki sambandi við Tómas Núma en Jón Bjarni sagði að honum væri mikið niðri fyrir og gerði sér grein fyrir mistökum sínum. Þá bendir hann á að þegar Tómas hafi heyrt að lögregla hafi mætt á vettvang hafi hann af sjálfsdáðum farið á lögreglustöð og gefið sig fram. „Ég er fjörutíu ára og hef núll þolinmæði fyrir svona rugli,“ segir Jón Bjarni. Hann bætir við að atvikið muni engin áhrif hafa á starfsemi Pablo. Þar verði opið í kvöld eins og venjulega.
Lögreglumál Næturlíf Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Sjá meira