Fólk varð rosalega stressað við að heyra þetta Stefán Árni Pálsson skrifar 21. október 2021 10:30 Arna Ýr ætlar sér sjálf að verða ljósmóðir. Arna Ýr Jónsdóttir hjúkrunarfræðinemi ákvað snemma á sínum meðgöngum að fæða heima og segir neikvæðar fæðingarupplifanir of háværar í samfélaginu. Hún lét ekki gagnrýnisraddir á sig fá og vill opna augu fólks fyrir heimafæðingum og góðum upplifunum af fæðingum almennt, heima eða á sjúkrahúsi. Eva Laufey hitti Örnu nú á dögunum í Íslandi í dag og fékk að heyra hennar fæðingarsögur. „Þetta er besta ákvörðun sem ég hef tekið varðandi fæðinguna. Upplifunin var svo róleg og það var svo töfrandi andrúmsloft að fæða heima. Ég veit ekki hvort ég get útskýrt þetta án þess að fólk upplifi þetta. Bara ótrúlega rólegt í sínu eigin umhverfi,“ segir Arna Ýr og heldur áfram. Fæðingin gekk eins og í sögu. „Ég vildi rosalega hafa ljósmyndara með til að geta átt þetta á myndbandi og á myndum og til að eiga minninguna. Ég hef svo mikinn áhuga á því að verða ljósmóðir í framtíðinni og það er svo æðisleg upplifun að hafa upplifað heimafæðingu eða á spítala líka.“ Arna segir að margir tengi deifingu, glaðloft eða keisara við eitthvað öryggi. „En eins og ljósmóðir mín útskýrði, þá er maður öruggur þar sem manni líður best. Það gæti vel verið að ég hefði lent í keisaraskurði, þurft deyfingu eða glaðloft eða eitthvað ef ég hefði verið á spítalanum. Ég var þarna rosalega mikil sófaklessa og elska að vera heima og það kom því í rauninni ekkert annað til greina en að vera heima í þetta skipti.“ Hún segist vera mjög meðvituð um það hvernig tilfinningin á að vera í fæðingu þar sem hún hefur áður gengið í gegnum ferlið. Því var alltaf á hreinu hvenær nauðsynlegt væri að fara upp á spítala ef eitthvað kæmi upp. „Svo er svo mikið fagfólk með manni sem grípur inn í ef eitthvað kemur upp. Á 37. viku er maður orðin löglegur að fæða heima og þá kemur fæðingarlaugin heim. Maður getur fengið að velja og mig langaði að fæða í laug og þess vegna var hún mætt. Það voru tvær fagmenneskjur viðstaddar, svo var ég með maka og ljósmyndara. Þegar maður er heima má maður í raun hafa þetta alveg eins og maður vill.“ Í innslaginu má sjá hvernig fæðingin gekk fyrir sig heima hjá parinu. „Þetta var örugglega eitt besta kvöld sem ég hef upplifað. Ég var með svo mikla stjórn og vissi hvað væri að gerast og gat notið augnabliksins.“ En fékk parið gagnrýni fyrir að fara þessa leið? „Nei reyndar ekki en fólk var rosalega stressað að heyra þetta. Það var bara ekki búið að kynna sér sömu hluti og við og ekki búið að mæta á þessa fundi með ljósmæðrum sem útskýra af hverju þetta sé öruggt.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Börn og uppeldi Mest lesið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Sjá meira
Hún lét ekki gagnrýnisraddir á sig fá og vill opna augu fólks fyrir heimafæðingum og góðum upplifunum af fæðingum almennt, heima eða á sjúkrahúsi. Eva Laufey hitti Örnu nú á dögunum í Íslandi í dag og fékk að heyra hennar fæðingarsögur. „Þetta er besta ákvörðun sem ég hef tekið varðandi fæðinguna. Upplifunin var svo róleg og það var svo töfrandi andrúmsloft að fæða heima. Ég veit ekki hvort ég get útskýrt þetta án þess að fólk upplifi þetta. Bara ótrúlega rólegt í sínu eigin umhverfi,“ segir Arna Ýr og heldur áfram. Fæðingin gekk eins og í sögu. „Ég vildi rosalega hafa ljósmyndara með til að geta átt þetta á myndbandi og á myndum og til að eiga minninguna. Ég hef svo mikinn áhuga á því að verða ljósmóðir í framtíðinni og það er svo æðisleg upplifun að hafa upplifað heimafæðingu eða á spítala líka.“ Arna segir að margir tengi deifingu, glaðloft eða keisara við eitthvað öryggi. „En eins og ljósmóðir mín útskýrði, þá er maður öruggur þar sem manni líður best. Það gæti vel verið að ég hefði lent í keisaraskurði, þurft deyfingu eða glaðloft eða eitthvað ef ég hefði verið á spítalanum. Ég var þarna rosalega mikil sófaklessa og elska að vera heima og það kom því í rauninni ekkert annað til greina en að vera heima í þetta skipti.“ Hún segist vera mjög meðvituð um það hvernig tilfinningin á að vera í fæðingu þar sem hún hefur áður gengið í gegnum ferlið. Því var alltaf á hreinu hvenær nauðsynlegt væri að fara upp á spítala ef eitthvað kæmi upp. „Svo er svo mikið fagfólk með manni sem grípur inn í ef eitthvað kemur upp. Á 37. viku er maður orðin löglegur að fæða heima og þá kemur fæðingarlaugin heim. Maður getur fengið að velja og mig langaði að fæða í laug og þess vegna var hún mætt. Það voru tvær fagmenneskjur viðstaddar, svo var ég með maka og ljósmyndara. Þegar maður er heima má maður í raun hafa þetta alveg eins og maður vill.“ Í innslaginu má sjá hvernig fæðingin gekk fyrir sig heima hjá parinu. „Þetta var örugglega eitt besta kvöld sem ég hef upplifað. Ég var með svo mikla stjórn og vissi hvað væri að gerast og gat notið augnabliksins.“ En fékk parið gagnrýni fyrir að fara þessa leið? „Nei reyndar ekki en fólk var rosalega stressað að heyra þetta. Það var bara ekki búið að kynna sér sömu hluti og við og ekki búið að mæta á þessa fundi með ljósmæðrum sem útskýra af hverju þetta sé öruggt.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Börn og uppeldi Mest lesið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Sjá meira