Bruce: Var kallaður heimskur og taktískt óhæfur kálhaus Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. október 2021 12:01 Steve Bruce niðurlútur á hliðarlínunni í leik Newcastle United og Tottenham á sunnudaginn. Það gæti hafa verið hans síðasti leikur á stjóraferlinum. getty/Robbie Jay Barratt Steve Bruce segir að hann gæti hætt afskiptum af fótbolta eftir tíma sinn hjá Newcastle United. Hann segir að áreitið frá stuðningsmönnum liðsins hafi tekið sinn toll af honum og fjölskyldu hans. Í morgun var greint frá því að Bruce væri hættur sem knattspyrnustjóri Newcastle eftir rúmlega tveggja ára starf. Nýir eigendur Newcastle leita nú að nýjum stjóra. Bruce stýrði Newcastle í síðasta sinn þegar liðið tapaði fyrir Tottenham, 2-3, í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Það var þúsundasti leikur hans á stjóraferlinum og hugsanlega sá síðasti. „Ég held að þetta gæti verið mitt síðasta starf. Þetta snýst ekki bara um mig, þetta hefur líka fengið á fjölskylduna sem eru „geordies“ [fólk frá svæðinu í kringum Tyneside] og geta ekki hunsað þetta,“ sagði Bruce við Telegraph. „Þau hafa haft áhyggjur af mér, sérstaklega Jan, eiginkona mín. Hún er stórkostleg kona, mamma og amma. Hún tókst á við fráfall foreldra minna og foreldrar hennar hafa ekki verið við góða heilsu. Svo þurfti hún að hafa áhyggjur af mér og því sem ég hef gengið í gegnum síðustu árin.“ Bruce segir að stuðningsmenn Newcastle hafi verið á móti honum, allt frá því hann tók við liðinu sumarið 2019. Honum sárnaði sumt af því sem var sagt um hann. Sagður sóun á plássi „Þegar ég kom til Newcastle hélt ég að ég gæti tekist á við allt en þetta var virkilega, virkilega erfitt. Að fólk vildi mig ekki, vildi að mér mistækist, að lesa endalaust að ég myndi klúðra hlutunum, að ég væri gagnlaus sóun á plássi, heimskur, taktískt óhæfur kálhaus. Þetta var svona frá fyrsta degi,“ sagði Bruce. „Þegar úrslitin voru ágæt var talað um að fótboltinn sem við spiluðum væri glataður eða ég væri bara heppinn. Þetta var fáránlegt og alltaf í gangi, jafnvel þegar við náðum góðum úrslitum.“ Newcastle endaði í 13. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á fyrsta tímabili Bruce við stjórnvölinn, 2019-20, og í 12. sæti á síðasta tímabili. Newcastle er núna í nítjánda og næstneðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með þrjú stig eftir átta umferðir. Aðeins nýliðar Norwich City hafa náð í færri stig, eða tvö. Næsti leikur Newcastle er gegn Crystal Palace á Selhurst Park á laugardaginn. Greame Jones stýrir Skjórunum í þeim leik. Enski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Fleiri fréttir Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Sjá meira
Í morgun var greint frá því að Bruce væri hættur sem knattspyrnustjóri Newcastle eftir rúmlega tveggja ára starf. Nýir eigendur Newcastle leita nú að nýjum stjóra. Bruce stýrði Newcastle í síðasta sinn þegar liðið tapaði fyrir Tottenham, 2-3, í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Það var þúsundasti leikur hans á stjóraferlinum og hugsanlega sá síðasti. „Ég held að þetta gæti verið mitt síðasta starf. Þetta snýst ekki bara um mig, þetta hefur líka fengið á fjölskylduna sem eru „geordies“ [fólk frá svæðinu í kringum Tyneside] og geta ekki hunsað þetta,“ sagði Bruce við Telegraph. „Þau hafa haft áhyggjur af mér, sérstaklega Jan, eiginkona mín. Hún er stórkostleg kona, mamma og amma. Hún tókst á við fráfall foreldra minna og foreldrar hennar hafa ekki verið við góða heilsu. Svo þurfti hún að hafa áhyggjur af mér og því sem ég hef gengið í gegnum síðustu árin.“ Bruce segir að stuðningsmenn Newcastle hafi verið á móti honum, allt frá því hann tók við liðinu sumarið 2019. Honum sárnaði sumt af því sem var sagt um hann. Sagður sóun á plássi „Þegar ég kom til Newcastle hélt ég að ég gæti tekist á við allt en þetta var virkilega, virkilega erfitt. Að fólk vildi mig ekki, vildi að mér mistækist, að lesa endalaust að ég myndi klúðra hlutunum, að ég væri gagnlaus sóun á plássi, heimskur, taktískt óhæfur kálhaus. Þetta var svona frá fyrsta degi,“ sagði Bruce. „Þegar úrslitin voru ágæt var talað um að fótboltinn sem við spiluðum væri glataður eða ég væri bara heppinn. Þetta var fáránlegt og alltaf í gangi, jafnvel þegar við náðum góðum úrslitum.“ Newcastle endaði í 13. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á fyrsta tímabili Bruce við stjórnvölinn, 2019-20, og í 12. sæti á síðasta tímabili. Newcastle er núna í nítjánda og næstneðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með þrjú stig eftir átta umferðir. Aðeins nýliðar Norwich City hafa náð í færri stig, eða tvö. Næsti leikur Newcastle er gegn Crystal Palace á Selhurst Park á laugardaginn. Greame Jones stýrir Skjórunum í þeim leik.
Enski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Fleiri fréttir Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Sjá meira