Brooklyn sóttu James Harden sem tryggingu fyrir Kyrie Irving Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 17. október 2021 10:00 Brooklyn Nets eru með vel mannað lið EPA-EFE/Peter Foley Forráðamenn Brooklyn Nets í NBA deildinni lögðu hart að sér að sækja James Harden til liðsins. Ástæðan er sú að þeir treystu því ekki að Kyrie Irving myndi spila. Þetta segir körfuboltaskríbentinn Adrien Wojnarowski í hlaðvarpinu sínu, sem kom út um helgina. Wojnarowski, eða Woj, eins og hann er ávallt kallaður í körfuboltasamfélaginu hefur lengi verið starfsmaður ESPN samsteypunnar og er einn best tengdi körfuboltablaðamaður Bandaríkjanna. Samkvæmt honum var James Harden sóttur til þess að vera með tryggingu ef Kyrie Irving myndi taka upp á einhverju einkennilegu. Irving er einmitt þekktur fyrir ýmis furðuleg uppátæki og miklar jaðarskoðanir. Frægast er þegar Irving hélt því fram fullum fetum að jörðin væri flöt. Þá hefur Irving lýst yfir efasemdum um bólusetningar og lýst því yfir að hann sé talsmaður þeirra sem hafi ekki rödd en vilji ekki láta bólusetja sig. Kyrie Irving makes his return to TD Garden.Coverage of #Celtics-Nets begins at 7:30 p.m. on @NBCSBoston with Celtics Pregame Live! pic.twitter.com/7P82E6EqO9— Celtics on NBC Sports Boston (@NBCSCeltics) December 18, 2020 Sean Marks, framkvæmdastjóri Brooklyn Nets, gaf út í vikunni að það fái enginn að vera í hlutastarfi í liðinu en Irving, sem er óbólusettur, má ekki spila leiki í New York ríki eða í Kaliforníu. Liðið gæti þó átt í vandræðum með að skipta Irving í burtu því hann hefur látið hafa eftir sér að hann muni einfaldlega hætta í körfubolta. Brooklyn Nets teljast mjög sigurstranglegir í NBA deildinni þetta árið samkvæmt veðbönkum en það gæti sett strik í reikninginn ef Irving er ekki með liðinu. NBA deildin hefst næstkomandi þriðjudag, 19. október, með leik Brooklyn Nets og Milwaukee Bucks. NBA Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Valur í kjörstöðu gegn ÍR „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Gylfi valdið mestum vonbrigðum NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers Haraldur tekur við Fram af Rakel Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Sjá meira
Wojnarowski, eða Woj, eins og hann er ávallt kallaður í körfuboltasamfélaginu hefur lengi verið starfsmaður ESPN samsteypunnar og er einn best tengdi körfuboltablaðamaður Bandaríkjanna. Samkvæmt honum var James Harden sóttur til þess að vera með tryggingu ef Kyrie Irving myndi taka upp á einhverju einkennilegu. Irving er einmitt þekktur fyrir ýmis furðuleg uppátæki og miklar jaðarskoðanir. Frægast er þegar Irving hélt því fram fullum fetum að jörðin væri flöt. Þá hefur Irving lýst yfir efasemdum um bólusetningar og lýst því yfir að hann sé talsmaður þeirra sem hafi ekki rödd en vilji ekki láta bólusetja sig. Kyrie Irving makes his return to TD Garden.Coverage of #Celtics-Nets begins at 7:30 p.m. on @NBCSBoston with Celtics Pregame Live! pic.twitter.com/7P82E6EqO9— Celtics on NBC Sports Boston (@NBCSCeltics) December 18, 2020 Sean Marks, framkvæmdastjóri Brooklyn Nets, gaf út í vikunni að það fái enginn að vera í hlutastarfi í liðinu en Irving, sem er óbólusettur, má ekki spila leiki í New York ríki eða í Kaliforníu. Liðið gæti þó átt í vandræðum með að skipta Irving í burtu því hann hefur látið hafa eftir sér að hann muni einfaldlega hætta í körfubolta. Brooklyn Nets teljast mjög sigurstranglegir í NBA deildinni þetta árið samkvæmt veðbönkum en það gæti sett strik í reikninginn ef Irving er ekki með liðinu. NBA deildin hefst næstkomandi þriðjudag, 19. október, með leik Brooklyn Nets og Milwaukee Bucks.
NBA Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Valur í kjörstöðu gegn ÍR „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Gylfi valdið mestum vonbrigðum NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers Haraldur tekur við Fram af Rakel Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Sjá meira