Skúli bauð Grímu að fara frá sér í kjölfar falls WOW air Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 16. október 2021 12:40 Skúli Mogensen og Gríma Björg Thorarensen Samsett Skúli Mogensen, fyrrum forstjóri WOW air, segist þakklátur fjölskyldu sinni í viðtali í Fréttablaðinu í dag. Hann hafi orðið líkamlega og andlega gjaldþrota í kjölfar falls flugfélagsins og þakkar fjölskyldu sinni fyrir að hafa komið í veg fyrir að hann legðist í langvarandi þunglyndi. Athafnamaðurinn hefur staðið fyrir uppbyggingu í Hvammsvík í Kjósarhreppi ásamt konu sinni, Grímu Björgu Thorarensen, og foreldrum sínum. Skúli hyggst selja lóðir undir heilsárshús og opna sjóböð á landinu. Skúli segir Grímu hafa staðið með sér í gegnum erfiða tíma og hvatt hann til verka í Hvammsvíkinni. Að sögn Skúla kynntust þau Gríma þegar allt lék í lyndi en þegar þunglyndið sótti að honum í kjölfar falls flugfélagsins bauð hann Grímu að fara frá sér. „Hún hefur verið ótrúlega sterk og staðið við hlið mér eins og klettur. Ég er óendanlega þakklátur fyrir hennar stuðning og ást, að ekki sé talað um strákana okkar tvo sem við eigum núna saman, Jaka sem er eins og hálfs árs og mánaðargamlan bróður hans,“ segir Skúli í viðtali við Fréttablaðið. Uppbyggingu miðar áfram en hugurinn enn við flugið Skúli segir uppbygginguna í Hvammsvík ganga vel og að þau hjónin gangi í öll möguleg störf í sveitinni. Hugurinn er þó enn við flugið en það er draumurinn að gera öllum kleift að ferðast. „Við Gríma erum rétt að byrja okkar ævintýri. Hún hefur mátt þola umtalið, allt frá því við byrjuðum saman, sem auðvitað vakti athygli vegna 20 ára aldursmunar. Og vel að merkja, hún var alltof ung í huga mér í fyrstu, enda féll ég ekki fyrir henni fyrr en mörgum árum eftir fyrstu kynni, þegar hún hafði sem flugfreyja hjá WOW elt drauma sína út fyrir landsteinana og lagt stund á nám í innanhússhönnun." Tapaði átta milljörðum við fall WOW WOW hætti starfsemi sinni í þann 28. mars 2018 eftir langan aðdraganda. Um ellefu hundruð starfsmenn félagsins misstu vinnuna í kjölfar fallsins en Skúli segist hafa sokkið djúpt í andlegri líðan. Skúli tapaði þar að auki fjórum milljörðum með falli WOW og skuldaði fjóra til viðbótar. Hann er enn að greiða niður skuldirnar, meðal annars með sölu jarða, fasteigna og listaverka, að því er segir í Fréttablaðinu. WOW Air Fréttir af flugi Ástin og lífið Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Fleiri fréttir Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Sjá meira
Athafnamaðurinn hefur staðið fyrir uppbyggingu í Hvammsvík í Kjósarhreppi ásamt konu sinni, Grímu Björgu Thorarensen, og foreldrum sínum. Skúli hyggst selja lóðir undir heilsárshús og opna sjóböð á landinu. Skúli segir Grímu hafa staðið með sér í gegnum erfiða tíma og hvatt hann til verka í Hvammsvíkinni. Að sögn Skúla kynntust þau Gríma þegar allt lék í lyndi en þegar þunglyndið sótti að honum í kjölfar falls flugfélagsins bauð hann Grímu að fara frá sér. „Hún hefur verið ótrúlega sterk og staðið við hlið mér eins og klettur. Ég er óendanlega þakklátur fyrir hennar stuðning og ást, að ekki sé talað um strákana okkar tvo sem við eigum núna saman, Jaka sem er eins og hálfs árs og mánaðargamlan bróður hans,“ segir Skúli í viðtali við Fréttablaðið. Uppbyggingu miðar áfram en hugurinn enn við flugið Skúli segir uppbygginguna í Hvammsvík ganga vel og að þau hjónin gangi í öll möguleg störf í sveitinni. Hugurinn er þó enn við flugið en það er draumurinn að gera öllum kleift að ferðast. „Við Gríma erum rétt að byrja okkar ævintýri. Hún hefur mátt þola umtalið, allt frá því við byrjuðum saman, sem auðvitað vakti athygli vegna 20 ára aldursmunar. Og vel að merkja, hún var alltof ung í huga mér í fyrstu, enda féll ég ekki fyrir henni fyrr en mörgum árum eftir fyrstu kynni, þegar hún hafði sem flugfreyja hjá WOW elt drauma sína út fyrir landsteinana og lagt stund á nám í innanhússhönnun." Tapaði átta milljörðum við fall WOW WOW hætti starfsemi sinni í þann 28. mars 2018 eftir langan aðdraganda. Um ellefu hundruð starfsmenn félagsins misstu vinnuna í kjölfar fallsins en Skúli segist hafa sokkið djúpt í andlegri líðan. Skúli tapaði þar að auki fjórum milljörðum með falli WOW og skuldaði fjóra til viðbótar. Hann er enn að greiða niður skuldirnar, meðal annars með sölu jarða, fasteigna og listaverka, að því er segir í Fréttablaðinu.
WOW Air Fréttir af flugi Ástin og lífið Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Fleiri fréttir Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Sjá meira