Ný ríkisstjórn Noregs ætla að halda áfram olíuvinnslu Kjartan Kjartansson skrifar 14. október 2021 13:59 Jonas Gahr Støre sestur í forsætisráðherrastólinn. Verkamannaflokkur hans myndaði minnihlutastjórn með Miðflokknum. Vísir/EPA Jonas Gahr Støre kynnti nýja ríkisstjórn Verkamannaflokks hans og Miðflokksins í dag. Flokkarnir eru sammála um að halda áfram að leita að og vinna olíu og gas næstu árin. Nýja miðvinstristjórnin verður minnihlutastjórn en Vinstri sósíalistar drógu sig út úr stjórnarmyndunarviðræðrum flokkanna þriggja. Konur eru í meirihluta í ríkisstjórninni í fyrsta skipti í sögu Noregs. Af átján ráðherrum verða tíu konur, að sögn norska ríkisútvarpsins NRK. Á meðal þeirra kvenna sem taka sæti í stjórninni er Emilie Enger Mehl sem verður dómsmálaráðherra, aðeins 28 ára gömul. Hún er með meistaragráðu í lögfræði og sat í utanríkis- og dómsmálanefnd norska þingsins á síðasta kjörtímabili. Trygve Slagsvold Vedum úr Miðflokknum verður fjármálaráðherra en hann hefur setið í fjárlaganefnd Stórþingsins undanfarin tvö kjörtímabil. Anniken Huitfeldt úr Verkamannaflokknum verður utanríkisráðherra og Hadia Tajik, atvinnu- og aðlögunarráðherra. Tveir ráðherrar eru eftirlifendur úr hryðjuverkaárásinni á Úteyju 22. júlí árið 2011. Tonje Brenna, menntamálaráðherra, og Jan Christian Vestre, viðskipta- og iðnaðarráðherra, voru bæði á ungmennamóti Verkamannaflokksins í eynni þegar hryðjuverkamaðurinn Anders Behring Breivik myrti 77 félaga þeirra. Emilie Enger Mehl, nýr dómsmálaráðherra, (t.v.) með Odd Roger Enoksen varnarmálaráðherra og Anette Trettebergstuen, menningar- og jafnréttismálaráðherra.Vísir/EPA Ætla ekki að leggja olíuiðnaðinn niður Loftslagsmál og framtíð olíu- og gasiðnaðarins sem hefur gert Noreg að vellauðugu landi voru á meðal stærstu mála kosningabaráttunar í haust. Verkamanna- og Miðflokkurinn boða engar stórar breytingar á iðnaðinum. „Norski olíuiðnaðurinn verður þróaður áfram en ekki tekinn í sundur,“ sögðu flokkarnir í stefnuyfirlýsingu sinni. Áfram verður haldið að gefa út ný leyfi til olíuleitar en stefnan er að ný vinnsla verði á hafsvæðum sem eru þegar lögð undir olíuborpalla. Norðmenn framleiða um fjórar milljónir tunna af olíu á hverjum degi. Um helmingur af útflutningstekjum landsins koma frá sölu á jarðefnaeldsneyti. Olíuiðnaðurinn tók tíðindunum fagnandi, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Áform ríkisstjórnarinnar um að veita honum aðgang að nýjum olíulindum séu mikilvæg til að olíu- og gasvinnsla haldi áfram að skapa tekjur. Umhverfisverndarsamtök eru ekki eins hrifin. „Við fáum nýja ríkisstjórn en með ábyrgðalausu stefnumálin um jarðefnaeldsneyti og fyrri stjórnir. Stefnuskrá ríkisstjórnarinnar þýðir að það er haldið fulla ferð áfram með olíuleit,“ segir Frode Pleym, forsvarsmaður Grænfriðunga í Noregi. Noregur Þingkosningar í Noregi Bensín og olía Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé Sjá meira
Nýja miðvinstristjórnin verður minnihlutastjórn en Vinstri sósíalistar drógu sig út úr stjórnarmyndunarviðræðrum flokkanna þriggja. Konur eru í meirihluta í ríkisstjórninni í fyrsta skipti í sögu Noregs. Af átján ráðherrum verða tíu konur, að sögn norska ríkisútvarpsins NRK. Á meðal þeirra kvenna sem taka sæti í stjórninni er Emilie Enger Mehl sem verður dómsmálaráðherra, aðeins 28 ára gömul. Hún er með meistaragráðu í lögfræði og sat í utanríkis- og dómsmálanefnd norska þingsins á síðasta kjörtímabili. Trygve Slagsvold Vedum úr Miðflokknum verður fjármálaráðherra en hann hefur setið í fjárlaganefnd Stórþingsins undanfarin tvö kjörtímabil. Anniken Huitfeldt úr Verkamannaflokknum verður utanríkisráðherra og Hadia Tajik, atvinnu- og aðlögunarráðherra. Tveir ráðherrar eru eftirlifendur úr hryðjuverkaárásinni á Úteyju 22. júlí árið 2011. Tonje Brenna, menntamálaráðherra, og Jan Christian Vestre, viðskipta- og iðnaðarráðherra, voru bæði á ungmennamóti Verkamannaflokksins í eynni þegar hryðjuverkamaðurinn Anders Behring Breivik myrti 77 félaga þeirra. Emilie Enger Mehl, nýr dómsmálaráðherra, (t.v.) með Odd Roger Enoksen varnarmálaráðherra og Anette Trettebergstuen, menningar- og jafnréttismálaráðherra.Vísir/EPA Ætla ekki að leggja olíuiðnaðinn niður Loftslagsmál og framtíð olíu- og gasiðnaðarins sem hefur gert Noreg að vellauðugu landi voru á meðal stærstu mála kosningabaráttunar í haust. Verkamanna- og Miðflokkurinn boða engar stórar breytingar á iðnaðinum. „Norski olíuiðnaðurinn verður þróaður áfram en ekki tekinn í sundur,“ sögðu flokkarnir í stefnuyfirlýsingu sinni. Áfram verður haldið að gefa út ný leyfi til olíuleitar en stefnan er að ný vinnsla verði á hafsvæðum sem eru þegar lögð undir olíuborpalla. Norðmenn framleiða um fjórar milljónir tunna af olíu á hverjum degi. Um helmingur af útflutningstekjum landsins koma frá sölu á jarðefnaeldsneyti. Olíuiðnaðurinn tók tíðindunum fagnandi, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Áform ríkisstjórnarinnar um að veita honum aðgang að nýjum olíulindum séu mikilvæg til að olíu- og gasvinnsla haldi áfram að skapa tekjur. Umhverfisverndarsamtök eru ekki eins hrifin. „Við fáum nýja ríkisstjórn en með ábyrgðalausu stefnumálin um jarðefnaeldsneyti og fyrri stjórnir. Stefnuskrá ríkisstjórnarinnar þýðir að það er haldið fulla ferð áfram með olíuleit,“ segir Frode Pleym, forsvarsmaður Grænfriðunga í Noregi.
Noregur Þingkosningar í Noregi Bensín og olía Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé Sjá meira