„Haltu barninu inn í þér elskan, ég er að koma“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. október 2021 10:01 Diana Taurasi fagnar sigrinum á Las Vegas liðinu en svo var hún rokin heim til að taka á móti barninu sínu í heiminn. AP/Chase Stevens Bandaríska körfuboltakonan Diana Taurasi átti magnaða klukkutíma þegar hún kom liði sínu í lokaúrslit WNBA deildarinnar með frábærum fjórða leikhluta og fylgdi því síðan eftir með því að fara heim og sjá sitt annað barn koma í heiminn. Taurasi er af mörgum talin vera besta körfuboltakona sögunnar en hún er langstigahæsti leikmaður deildarinnar frá upphafi og hefur á ferlinum unnið þrjá WNBA titla, fimm Ólympíugull, þrjá háskólameistaratitla, Euroleague deildina sex sinnum og þrjá heimsmeistaratitla. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) Nú er hún enn á ný komin í lokaúrslit WNBA deildarinnar eftir 87-84 endurkomusigur liðs hennar Phoenix Mercury á Las Vegas Aces. Mercury mætir Chicago Sky í úrslitaeinvíginu. Diana Taurasi skoraði fjórtán stig í fjórða leikhluta í lokaleiknum í undanúrslitunum og sá til þess að Mercury liðið var sterkara á æsispennandi endaspretti. Hún endaði leikinn með 24 stig en miðherjinn Brittney Griner var stigahæst með 28 stig. Taurasi bauð síðan upp á mjög sérstakt viðtal eftir leikinn þegar hún sendi skilaboð heim til konu sinnar Penny Taylor sem var komin fram yfir settan dag. „Haltu barninu inn í þér elskan, ég er að koma,“ sagði Diana Taurasi í sjónvarpsviðtali og horfði beint inn í myndavélina. Taylor tókst það og Taurasi var komin til hennar þegar barnið kom í heiminn nokkrum klukkutímum síðar. Þær Diana Taurasi og Penny Taylor urðu á sínum tíma þrisvar WNBA meistarar saman með Phoenix Mercury liðinu. Taylor setti skóna upp á hillu fyrir fimm árum en hin 39 ára gamla Taurasi er enn að spila. Þær eignuðust saman strákinn Leo Michael Taurasi-Taylor í mars 2018 og eignuðust síðan dótturina 9. október. NBA Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sjá meira
Taurasi er af mörgum talin vera besta körfuboltakona sögunnar en hún er langstigahæsti leikmaður deildarinnar frá upphafi og hefur á ferlinum unnið þrjá WNBA titla, fimm Ólympíugull, þrjá háskólameistaratitla, Euroleague deildina sex sinnum og þrjá heimsmeistaratitla. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) Nú er hún enn á ný komin í lokaúrslit WNBA deildarinnar eftir 87-84 endurkomusigur liðs hennar Phoenix Mercury á Las Vegas Aces. Mercury mætir Chicago Sky í úrslitaeinvíginu. Diana Taurasi skoraði fjórtán stig í fjórða leikhluta í lokaleiknum í undanúrslitunum og sá til þess að Mercury liðið var sterkara á æsispennandi endaspretti. Hún endaði leikinn með 24 stig en miðherjinn Brittney Griner var stigahæst með 28 stig. Taurasi bauð síðan upp á mjög sérstakt viðtal eftir leikinn þegar hún sendi skilaboð heim til konu sinnar Penny Taylor sem var komin fram yfir settan dag. „Haltu barninu inn í þér elskan, ég er að koma,“ sagði Diana Taurasi í sjónvarpsviðtali og horfði beint inn í myndavélina. Taylor tókst það og Taurasi var komin til hennar þegar barnið kom í heiminn nokkrum klukkutímum síðar. Þær Diana Taurasi og Penny Taylor urðu á sínum tíma þrisvar WNBA meistarar saman með Phoenix Mercury liðinu. Taylor setti skóna upp á hillu fyrir fimm árum en hin 39 ára gamla Taurasi er enn að spila. Þær eignuðust saman strákinn Leo Michael Taurasi-Taylor í mars 2018 og eignuðust síðan dótturina 9. október.
NBA Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sjá meira