Félög úrvalsdeildarinnar heimta krísufund vegna yfirtöku Newcastle Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. október 2021 09:00 Allan Saint-Maximin og liðsfélagar í Newcastle United eru komnir með nýja eigendur. Ian MacNicol/Getty Images Félög ensku úrvalsdeildarinnar eru vægast sagt ósátt með yfirtöku Newcastle United en Mike Ashley seldi félagið á dögunum. Hin 19 félög deildarinnar vilja krísufund með forráðamönnum deildarinnar þar sem þau telja að nýir eigendur geti haft slæm áhrif á ímynd deildarinnar. Samkvæmt frétt The Guardian um málið vilja félög deildarinnar fá að vita af hverju yfirtaka Sádanna fékk allt í einu að ganga í gegn og það svo auðveldlega. Í mars á síðasta ári fóru orðrómar á kreik að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu hefði áhuga á að kaupa Newcastle United. Það gekk ekki eftir og var tilboðið dregið til baka fjórum mánuðum síðar. Nú hafa kaup Opinbera fjárfestingasjóðsins (PIF), sádiarabísks sjóðs sem krónprinsinn stýrir, á Newcastle verið staðfest. Á PIF nú 80 prósent hlut í félaginu. Félög ensku úrvalsdeildarinnar telja að nýir eigendur Newcastle geti skaðað ímynd deildarinnar en áðurnefndur krónprins, Mohammed bin Salman, stóð að baki morði blaðamannsins Jamals Khashoggi fyrir þremur árum síðan en lík hans hefur aldrei fundist. Forráðamenn annarra liða í deildinni eru ósátt með að hafa ekki fengið að vita að möguleg yfirtaka á Newcastle yrði leyfð. Málið var ekki tekið upp á fundi deildarinnar með forráðamönnum liðanna fyrir tveimur vikum síðar. Á fimmtudaginn voru kaupin hins vegar staðfest og Newcastle United á nú ríkustu eigendur í heimsfótbolta. Þó svo að forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar hafi fengið loforð þess efnis að ríkisstjórn Sádi-Arabíu muni ekki skipta sér af liðinu má reikna með að hún muni dæla peningum í félagið. Það mun að öllum líkindum koma í ljós um leið og félagaskiptaglugginn í janúar opnar. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Bruce býst við að vera rekinn Næsti leikur Steves Bruce verður hans þúsundasti á stjóraferlinum. Hann er ekkert endilega viss um að hann nái þeim áfanga sem stjóri Newcastle United. 8. október 2021 11:01 Newcastle komið í eigu Sádi-Araba Yfirtöku sádi-arabíska sjóðsins PIF á enska knattspyrnufélaginu Newcastle er nú lokið. Sjóðurinn hefur keypt 80% hlut í félaginu sem verið hafði í eigu Mike Ashley síðastliðin 14 ár. 7. október 2021 16:51 Sádi-arabísk yfirtaka að ganga í gegn hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Átján mánaða arabískt vor virðist loksins að enda hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Newcastle United. Eigandinn Mike Ashley er búinn að ná samkomulagi um að selja félagið við mikinn fögnuð stuðningsmanna þess. 7. október 2021 08:31 Átök á æfingu Newcastle og fyrirliðinn þurfti að skakka leikinn Leikmanni og aðstoðarþjálfara Newcastle United lenti saman á æfingasvæði liðsins í vikunni. Fyrirliði liðsins þurfti að skerast í leikinn. 17. september 2021 08:00 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Fleiri fréttir Í beinni: Man. Utd. - West Ham | Kominn tími á deildarsigur? Í beinni: Tottenham - Crystal Palace | Lundúnaslagur „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjá meira
Samkvæmt frétt The Guardian um málið vilja félög deildarinnar fá að vita af hverju yfirtaka Sádanna fékk allt í einu að ganga í gegn og það svo auðveldlega. Í mars á síðasta ári fóru orðrómar á kreik að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu hefði áhuga á að kaupa Newcastle United. Það gekk ekki eftir og var tilboðið dregið til baka fjórum mánuðum síðar. Nú hafa kaup Opinbera fjárfestingasjóðsins (PIF), sádiarabísks sjóðs sem krónprinsinn stýrir, á Newcastle verið staðfest. Á PIF nú 80 prósent hlut í félaginu. Félög ensku úrvalsdeildarinnar telja að nýir eigendur Newcastle geti skaðað ímynd deildarinnar en áðurnefndur krónprins, Mohammed bin Salman, stóð að baki morði blaðamannsins Jamals Khashoggi fyrir þremur árum síðan en lík hans hefur aldrei fundist. Forráðamenn annarra liða í deildinni eru ósátt með að hafa ekki fengið að vita að möguleg yfirtaka á Newcastle yrði leyfð. Málið var ekki tekið upp á fundi deildarinnar með forráðamönnum liðanna fyrir tveimur vikum síðar. Á fimmtudaginn voru kaupin hins vegar staðfest og Newcastle United á nú ríkustu eigendur í heimsfótbolta. Þó svo að forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar hafi fengið loforð þess efnis að ríkisstjórn Sádi-Arabíu muni ekki skipta sér af liðinu má reikna með að hún muni dæla peningum í félagið. Það mun að öllum líkindum koma í ljós um leið og félagaskiptaglugginn í janúar opnar.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Bruce býst við að vera rekinn Næsti leikur Steves Bruce verður hans þúsundasti á stjóraferlinum. Hann er ekkert endilega viss um að hann nái þeim áfanga sem stjóri Newcastle United. 8. október 2021 11:01 Newcastle komið í eigu Sádi-Araba Yfirtöku sádi-arabíska sjóðsins PIF á enska knattspyrnufélaginu Newcastle er nú lokið. Sjóðurinn hefur keypt 80% hlut í félaginu sem verið hafði í eigu Mike Ashley síðastliðin 14 ár. 7. október 2021 16:51 Sádi-arabísk yfirtaka að ganga í gegn hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Átján mánaða arabískt vor virðist loksins að enda hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Newcastle United. Eigandinn Mike Ashley er búinn að ná samkomulagi um að selja félagið við mikinn fögnuð stuðningsmanna þess. 7. október 2021 08:31 Átök á æfingu Newcastle og fyrirliðinn þurfti að skakka leikinn Leikmanni og aðstoðarþjálfara Newcastle United lenti saman á æfingasvæði liðsins í vikunni. Fyrirliði liðsins þurfti að skerast í leikinn. 17. september 2021 08:00 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Fleiri fréttir Í beinni: Man. Utd. - West Ham | Kominn tími á deildarsigur? Í beinni: Tottenham - Crystal Palace | Lundúnaslagur „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjá meira
Bruce býst við að vera rekinn Næsti leikur Steves Bruce verður hans þúsundasti á stjóraferlinum. Hann er ekkert endilega viss um að hann nái þeim áfanga sem stjóri Newcastle United. 8. október 2021 11:01
Newcastle komið í eigu Sádi-Araba Yfirtöku sádi-arabíska sjóðsins PIF á enska knattspyrnufélaginu Newcastle er nú lokið. Sjóðurinn hefur keypt 80% hlut í félaginu sem verið hafði í eigu Mike Ashley síðastliðin 14 ár. 7. október 2021 16:51
Sádi-arabísk yfirtaka að ganga í gegn hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Átján mánaða arabískt vor virðist loksins að enda hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Newcastle United. Eigandinn Mike Ashley er búinn að ná samkomulagi um að selja félagið við mikinn fögnuð stuðningsmanna þess. 7. október 2021 08:31
Átök á æfingu Newcastle og fyrirliðinn þurfti að skakka leikinn Leikmanni og aðstoðarþjálfara Newcastle United lenti saman á æfingasvæði liðsins í vikunni. Fyrirliði liðsins þurfti að skerast í leikinn. 17. september 2021 08:00