Lokun spilakassa muni ekki leiða til skólagjalda Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 7. október 2021 19:20 Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóli Íslands. Vísir/Egill Lokun spilakassa myndi ekki hafa áhrif á skólagjöld, að sögn rektors Háskóla Íslands. Formaður Happdrættis Háskóla Íslands hefur hins vegar lýst því yfir að lokun spilakassa myndi leiða af sér umfangsmiklar hækkanir á skólagjöldum. Stúdentaráð Háskóla Íslands, sem hefur beitt sér mjög fyrir því að Háskóli Íslands hætti rekstri spilakassa fékk formann Happdrættis Háskólans á fund með sér nú nýverið, þar sem hann lýsti því að lokun spilakassa myndi óhjákvæmilega leiða af sér skólagjöld, eða því sem nemur um 1,5 til 2 milljónum króna. Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, segir þessar hugmyndir ekki eiga við nein rök að styðjast. „Háskóli Íslands er opinber háskóli og hefur ekki leyfi til töku skólagjalda. Við höfum leyfi til að taka skrásetningargjöld að hámarki 75 þúsund krónur, en ég veit ekki hvaðan þessar hugmyndir koma,” segir Jón Atli. Að því sögðu standi ekki til að loka spilakössum. Fjármunir þeirra séu háskólanum mikilvægir og stuðli meðal annars að uppbyggingu innviða og viðhaldi. „Þetta er stórmál fyrir háskólann,” segir hann. Stendur háskólinn og fellur með fjármunum úr happdrættinu? „Ég myndi ekki segja það. Það er svolítið djúpt í árin tekið en þeir eru okkur gríðarlega mikilvægir.” Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir í skriflegu svari til fréttastofu að skólagjöld verði ekki hækkuð vegna málsins. Fram hafi komið að hún styðji auknar fjárveitingar til háskólans og að hún muni ekki leggjast gegn því að fundnar verði aðrar leiðir til að fjármagna háskólann. Aðspurður hvaða rök liggi þá að baki því að halda áfram rekstri, þegar stjórnvöld hyggist tryggja áframhaldandi fjárveitingar til skólans, segist Jón Atli þurfa að halda áfram samtali við stjórnvöld. „Við höfum ekki tekið þetta samtal, ég og menntamálaráðherra. Núna þegar nýtt kjörtímabil er hafið þá þurfum við bara að fara yfir þetta mál en ég vil ítreka að fjármögnunin er gríðarlega mikilvæg.” Fjárhættuspil Skóla - og menntamál Háskólar Tengdar fréttir Segir aðkomu HÍ að rekstri spilakassa á ábyrgð stjórnvalda og skólans Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur kallað eftir því að Háskóli Íslands hætti rekstri spilakassa. Forseti Stúdentaráðs segir vandann aðallega felast í því að Háskólinn sé ekki nógu vel fjármagnaður af stjórnvöldum og gagnrýnir að skólinn þurfi að fjármagna starfsemi sína með rekstri slíkra kassa. 12. maí 2021 16:12 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Sjá meira
Stúdentaráð Háskóla Íslands, sem hefur beitt sér mjög fyrir því að Háskóli Íslands hætti rekstri spilakassa fékk formann Happdrættis Háskólans á fund með sér nú nýverið, þar sem hann lýsti því að lokun spilakassa myndi óhjákvæmilega leiða af sér skólagjöld, eða því sem nemur um 1,5 til 2 milljónum króna. Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, segir þessar hugmyndir ekki eiga við nein rök að styðjast. „Háskóli Íslands er opinber háskóli og hefur ekki leyfi til töku skólagjalda. Við höfum leyfi til að taka skrásetningargjöld að hámarki 75 þúsund krónur, en ég veit ekki hvaðan þessar hugmyndir koma,” segir Jón Atli. Að því sögðu standi ekki til að loka spilakössum. Fjármunir þeirra séu háskólanum mikilvægir og stuðli meðal annars að uppbyggingu innviða og viðhaldi. „Þetta er stórmál fyrir háskólann,” segir hann. Stendur háskólinn og fellur með fjármunum úr happdrættinu? „Ég myndi ekki segja það. Það er svolítið djúpt í árin tekið en þeir eru okkur gríðarlega mikilvægir.” Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir í skriflegu svari til fréttastofu að skólagjöld verði ekki hækkuð vegna málsins. Fram hafi komið að hún styðji auknar fjárveitingar til háskólans og að hún muni ekki leggjast gegn því að fundnar verði aðrar leiðir til að fjármagna háskólann. Aðspurður hvaða rök liggi þá að baki því að halda áfram rekstri, þegar stjórnvöld hyggist tryggja áframhaldandi fjárveitingar til skólans, segist Jón Atli þurfa að halda áfram samtali við stjórnvöld. „Við höfum ekki tekið þetta samtal, ég og menntamálaráðherra. Núna þegar nýtt kjörtímabil er hafið þá þurfum við bara að fara yfir þetta mál en ég vil ítreka að fjármögnunin er gríðarlega mikilvæg.”
Fjárhættuspil Skóla - og menntamál Háskólar Tengdar fréttir Segir aðkomu HÍ að rekstri spilakassa á ábyrgð stjórnvalda og skólans Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur kallað eftir því að Háskóli Íslands hætti rekstri spilakassa. Forseti Stúdentaráðs segir vandann aðallega felast í því að Háskólinn sé ekki nógu vel fjármagnaður af stjórnvöldum og gagnrýnir að skólinn þurfi að fjármagna starfsemi sína með rekstri slíkra kassa. 12. maí 2021 16:12 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Sjá meira
Segir aðkomu HÍ að rekstri spilakassa á ábyrgð stjórnvalda og skólans Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur kallað eftir því að Háskóli Íslands hætti rekstri spilakassa. Forseti Stúdentaráðs segir vandann aðallega felast í því að Háskólinn sé ekki nógu vel fjármagnaður af stjórnvöldum og gagnrýnir að skólinn þurfi að fjármagna starfsemi sína með rekstri slíkra kassa. 12. maí 2021 16:12