Önd stal senunni á Kópavogsvelli Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. október 2021 11:00 Öndin átti vængjum sínum fjör að launa. Undir lok fyrri hálfleiks í leik Breiðabliks og Paris Saint-Germain í Meistaradeild Evrópu í gær setti óvæntur gestur skemmtilegan svip á viðureignina. Önd nokkur flaug þá lágflug á vellinum og settist á endanum fyrir innan vörn PSG, kolrangstæð. Öndin kom sér makindalega fyrir á vellinum en þegar boltinn barst í átt til hennar var friðurinn úti og hún forðaði sér í burtu. Hvert öndin fór eftir ævintýrið á vellinum skal ósagt látið en ekki er ósennilegt að Kópavogslækurinn, eða skítalækurinn, rétt hjá Kópavogsvelli hafi orðið næsti áfangastaður hennar. Þar er venjulega mjög andasamt og von um brauðbita frá velviljuðum vegfarendum. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var á tánum og náði skemmtilegum myndum af öndinni góðu meðan hún heiðraði viðstadda á Kópavogsvelli með nærveru sinni. Myndirnar má sjá hér fyrir ofan og neðan. Öndinni leist vel á gervigrasið fagurgræna.vísir/vilhelm Var þessi stungusending ætluð mér?vísir/vilhelm Best að forða sér.vísir/vilhelm Ok, bæ.Vísir/Vilhelm Léa Khelifi og Grace Geyoro skoruðu mörk PSG í leiknum í gær. Frakklandsmeistararnir eru með þrjú stig í B-riðli Meistaradeildarinnar líkt og Real Madrid sem vann 0-1 útisigur á Kharkiv í Úkraínu í gær. Næsti leikur Breiðabliks í Meistaradeildinni er gegn Real Madrid ytra á miðvikudaginn. Það er jafnframt fyrsti leikur Blika undir stjórn Ásmundar Arnarssonar. Hann tekur við liðinu af Vilhjálmi Kára Haraldssyni sem stýrði Breiðabliki í síðasta sinn í gær. Alls 1.412 áhorfendur mættu á leikinn í gær. Aldrei hafa fleiri mætt á leik hjá kvennaliði Breiðabliks á Kópavogsvelli. Breiðablik Dýr Fuglar Kópavogur Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Fleiri fréttir Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Önd nokkur flaug þá lágflug á vellinum og settist á endanum fyrir innan vörn PSG, kolrangstæð. Öndin kom sér makindalega fyrir á vellinum en þegar boltinn barst í átt til hennar var friðurinn úti og hún forðaði sér í burtu. Hvert öndin fór eftir ævintýrið á vellinum skal ósagt látið en ekki er ósennilegt að Kópavogslækurinn, eða skítalækurinn, rétt hjá Kópavogsvelli hafi orðið næsti áfangastaður hennar. Þar er venjulega mjög andasamt og von um brauðbita frá velviljuðum vegfarendum. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var á tánum og náði skemmtilegum myndum af öndinni góðu meðan hún heiðraði viðstadda á Kópavogsvelli með nærveru sinni. Myndirnar má sjá hér fyrir ofan og neðan. Öndinni leist vel á gervigrasið fagurgræna.vísir/vilhelm Var þessi stungusending ætluð mér?vísir/vilhelm Best að forða sér.vísir/vilhelm Ok, bæ.Vísir/Vilhelm Léa Khelifi og Grace Geyoro skoruðu mörk PSG í leiknum í gær. Frakklandsmeistararnir eru með þrjú stig í B-riðli Meistaradeildarinnar líkt og Real Madrid sem vann 0-1 útisigur á Kharkiv í Úkraínu í gær. Næsti leikur Breiðabliks í Meistaradeildinni er gegn Real Madrid ytra á miðvikudaginn. Það er jafnframt fyrsti leikur Blika undir stjórn Ásmundar Arnarssonar. Hann tekur við liðinu af Vilhjálmi Kára Haraldssyni sem stýrði Breiðabliki í síðasta sinn í gær. Alls 1.412 áhorfendur mættu á leikinn í gær. Aldrei hafa fleiri mætt á leik hjá kvennaliði Breiðabliks á Kópavogsvelli.
Breiðablik Dýr Fuglar Kópavogur Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Fleiri fréttir Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira