„Honum finnst hann vera bestur og mér finnst ég vera bestur“ Sindri Sverrisson skrifar 7. október 2021 08:01 Elías Rafn Ólafsson varð mark Íslands gegn Grikklandi í undankeppni EM U21-landsliða í síðasta mánuði. Nú er hann kominn upp í A-landsliðið eftir magnaðar vikur í Danmörku. VÍSIR/BÁRA Markvörðurinn ungi Elías Rafn Ólafsson gæti mögulega spilað sinn fyrsta A-landsleik þegar Ísland mætir Armeníu annað kvöld í undankeppni HM. Hann á í harðri samkeppni í landsliðinu sem og hjá Midtjylland sem er á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar. Elías hefur haldið marki Midtjylland hreinu í fyrstu fimm deildarleikjum sínum fyrir félagið og var valinn leikmaður septembermánaðar í dönsku úrvalsdeildinni. Síðustu vikur hafa því verið ævintýri líkastar hjá þessum 21 árs gamla fyrrverandi landsliðsmanni í blaki. „Maður heldur sér bara niðri á jörðinni og er auðmjúkur í öllu. En þetta er búinn að vera alvöru mánuður og það er gaman að því. Ég get ekki kvartað yfir neinu. Þetta hefur verið draumi líkast,“ segir Elías. Líkt og í landsliðinu þarf hann að hafa mikið fyrir því að fá að byrja leikina hjá Midtjylland nú þegar Jonas Lössl, varamarkvörður danska landsliðsins og fyrrverandi leikmaður Everton og Huddersfield, er klár í slaginn á ný eftir meiðsli. „Þetta er að sjálfsögðu þannig að honum finnst hann vera bestur og mér finnst ég vera bestur. Við erum bara í góðri samkeppni, sem er mjög hollt. Þetta verður bara að koma í ljós á næstu vikum,“ segir Elías. Elías Rafn Ólafsson hefur varið mark Midtjylland í dönsku úrvalsdeildinni og Evrópudeildinni undanfarnar vikur, með glæsibrag.Getty/Jose Manuel Alvarez Klár í að mæta Armeníu Elías var annar tveggja leikmanna Íslands á blaðamannafundi í gær en sagðist þá ekki hafa fengið nein skilaboð um að hann yrði aðalmarkvörður liðsins gegn Armeníu. „Nei, ekki enn þá. Það er náttúrulega undir Adda og Eiði [Arnari Þór Viðarssyni og Eiði Smára Guðjohnsen] komið hvernig byrjunarliðinu verður stillt upp. Þetta er bara í fyrsta sinn sem ég er í A-landsliðshóp í keppnisleik. Maður er bara þolinmóður. Ef kallið kemur er ég auðvitað klár en svo erum við með flotta markmenn í Patta og Rúnari. Þetta er bara val sem að þjálfararnir þurfa að taka,“ segir Elías. Hann varði mark U21-landsliðsins í síðasta mánuði en er kominn í A-landsliðið eftir að Hannes Þór Halldórsson lagði landsliðstreyjuna á hilluna. Rúnar Alex Rúnarsson stóð í marki Íslands í tveimur leikjum í síðasta landsleikjaglugga. Patrik Sigurður Gunnarsson er þriðji markvörðurinn í hópnum núna en hann hafði betur í baráttunni við Elías um sæti í byrjunarliði U21-landsliðsins sem lék í lokakeppni EM í vor. „Við erum allir góðir vinir og það er bara hollt að hafa samkeppni um stöður. Það er bara gaman að vinna með þessum strákum,“ sagði Elías. Ísland mætir Armeníu á morgun, föstudag, klukkan 18:45 og svo Liechtenstein á mánudag á sama tíma. Báðir leikirnir eru á Laugardalsvelli. HM 2022 í Katar Danski boltinn Tengdar fréttir Hrósa Arnari og Eiði Smára fyrir mannlegu samskiptin Elías Rafn Ólafsson og Þórir Jóhann Helgason eru nýkomnir í íslenska A-landsliðið en þeir komu fram fyrir hönd íslenska landsliðshópsins á fjarfundi með íslenska blaðamönnum í dag. 6. október 2021 15:46 Svona var blaðamannafundur KSÍ með Elíasi og Þóri Tveir leikmenn íslenska karlalandsliðsins í fótbolta svöruðu spurningum fjölmiðlamanna á rafrænum blaðamannafundi í dag í aðdraganda næstu leikja í undankeppni HM. 6. október 2021 14:32 Þjálfari Midtjylland segist vera með tvo bestu markverði deildarinnar í sínum röðum Bo Henriksen segir lið sitt vera með tvo bestu markverði dönsku úrvalsdeildarinnar, þá Elías Rafn Ólafsson og Jonas Lössl. Sá síðarnefndi er ekki enn orðinn leikfær að mati Bo en þegar það gerist verður ákvörðun tekin leik fyrir leik um hvor mun standa í markinu. 4. október 2021 21:31 Lék A-landsleiki í blaki áður en hann valdi fótboltann Elías Rafn Ólafsson, markvörður danska úrvalsdeildarliðsins Midtjylland og U-21 árs landsliðsins, á sér bakgrunn í öðrum íþróttum en fótbolta og á meira að segja A-landsleiki í blaki á ferilskránni. 29. september 2021 11:01 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Fleiri fréttir Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Liverpool - Crystal Palace | Eru Ernirnir komnir með tak? Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Sjá meira
Elías hefur haldið marki Midtjylland hreinu í fyrstu fimm deildarleikjum sínum fyrir félagið og var valinn leikmaður septembermánaðar í dönsku úrvalsdeildinni. Síðustu vikur hafa því verið ævintýri líkastar hjá þessum 21 árs gamla fyrrverandi landsliðsmanni í blaki. „Maður heldur sér bara niðri á jörðinni og er auðmjúkur í öllu. En þetta er búinn að vera alvöru mánuður og það er gaman að því. Ég get ekki kvartað yfir neinu. Þetta hefur verið draumi líkast,“ segir Elías. Líkt og í landsliðinu þarf hann að hafa mikið fyrir því að fá að byrja leikina hjá Midtjylland nú þegar Jonas Lössl, varamarkvörður danska landsliðsins og fyrrverandi leikmaður Everton og Huddersfield, er klár í slaginn á ný eftir meiðsli. „Þetta er að sjálfsögðu þannig að honum finnst hann vera bestur og mér finnst ég vera bestur. Við erum bara í góðri samkeppni, sem er mjög hollt. Þetta verður bara að koma í ljós á næstu vikum,“ segir Elías. Elías Rafn Ólafsson hefur varið mark Midtjylland í dönsku úrvalsdeildinni og Evrópudeildinni undanfarnar vikur, með glæsibrag.Getty/Jose Manuel Alvarez Klár í að mæta Armeníu Elías var annar tveggja leikmanna Íslands á blaðamannafundi í gær en sagðist þá ekki hafa fengið nein skilaboð um að hann yrði aðalmarkvörður liðsins gegn Armeníu. „Nei, ekki enn þá. Það er náttúrulega undir Adda og Eiði [Arnari Þór Viðarssyni og Eiði Smára Guðjohnsen] komið hvernig byrjunarliðinu verður stillt upp. Þetta er bara í fyrsta sinn sem ég er í A-landsliðshóp í keppnisleik. Maður er bara þolinmóður. Ef kallið kemur er ég auðvitað klár en svo erum við með flotta markmenn í Patta og Rúnari. Þetta er bara val sem að þjálfararnir þurfa að taka,“ segir Elías. Hann varði mark U21-landsliðsins í síðasta mánuði en er kominn í A-landsliðið eftir að Hannes Þór Halldórsson lagði landsliðstreyjuna á hilluna. Rúnar Alex Rúnarsson stóð í marki Íslands í tveimur leikjum í síðasta landsleikjaglugga. Patrik Sigurður Gunnarsson er þriðji markvörðurinn í hópnum núna en hann hafði betur í baráttunni við Elías um sæti í byrjunarliði U21-landsliðsins sem lék í lokakeppni EM í vor. „Við erum allir góðir vinir og það er bara hollt að hafa samkeppni um stöður. Það er bara gaman að vinna með þessum strákum,“ sagði Elías. Ísland mætir Armeníu á morgun, föstudag, klukkan 18:45 og svo Liechtenstein á mánudag á sama tíma. Báðir leikirnir eru á Laugardalsvelli.
HM 2022 í Katar Danski boltinn Tengdar fréttir Hrósa Arnari og Eiði Smára fyrir mannlegu samskiptin Elías Rafn Ólafsson og Þórir Jóhann Helgason eru nýkomnir í íslenska A-landsliðið en þeir komu fram fyrir hönd íslenska landsliðshópsins á fjarfundi með íslenska blaðamönnum í dag. 6. október 2021 15:46 Svona var blaðamannafundur KSÍ með Elíasi og Þóri Tveir leikmenn íslenska karlalandsliðsins í fótbolta svöruðu spurningum fjölmiðlamanna á rafrænum blaðamannafundi í dag í aðdraganda næstu leikja í undankeppni HM. 6. október 2021 14:32 Þjálfari Midtjylland segist vera með tvo bestu markverði deildarinnar í sínum röðum Bo Henriksen segir lið sitt vera með tvo bestu markverði dönsku úrvalsdeildarinnar, þá Elías Rafn Ólafsson og Jonas Lössl. Sá síðarnefndi er ekki enn orðinn leikfær að mati Bo en þegar það gerist verður ákvörðun tekin leik fyrir leik um hvor mun standa í markinu. 4. október 2021 21:31 Lék A-landsleiki í blaki áður en hann valdi fótboltann Elías Rafn Ólafsson, markvörður danska úrvalsdeildarliðsins Midtjylland og U-21 árs landsliðsins, á sér bakgrunn í öðrum íþróttum en fótbolta og á meira að segja A-landsleiki í blaki á ferilskránni. 29. september 2021 11:01 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Fleiri fréttir Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Liverpool - Crystal Palace | Eru Ernirnir komnir með tak? Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Sjá meira
Hrósa Arnari og Eiði Smára fyrir mannlegu samskiptin Elías Rafn Ólafsson og Þórir Jóhann Helgason eru nýkomnir í íslenska A-landsliðið en þeir komu fram fyrir hönd íslenska landsliðshópsins á fjarfundi með íslenska blaðamönnum í dag. 6. október 2021 15:46
Svona var blaðamannafundur KSÍ með Elíasi og Þóri Tveir leikmenn íslenska karlalandsliðsins í fótbolta svöruðu spurningum fjölmiðlamanna á rafrænum blaðamannafundi í dag í aðdraganda næstu leikja í undankeppni HM. 6. október 2021 14:32
Þjálfari Midtjylland segist vera með tvo bestu markverði deildarinnar í sínum röðum Bo Henriksen segir lið sitt vera með tvo bestu markverði dönsku úrvalsdeildarinnar, þá Elías Rafn Ólafsson og Jonas Lössl. Sá síðarnefndi er ekki enn orðinn leikfær að mati Bo en þegar það gerist verður ákvörðun tekin leik fyrir leik um hvor mun standa í markinu. 4. október 2021 21:31
Lék A-landsleiki í blaki áður en hann valdi fótboltann Elías Rafn Ólafsson, markvörður danska úrvalsdeildarliðsins Midtjylland og U-21 árs landsliðsins, á sér bakgrunn í öðrum íþróttum en fótbolta og á meira að segja A-landsleiki í blaki á ferilskránni. 29. september 2021 11:01