„Ef einhver var nógu vitlaus að efast um að Helena væri besta körfuboltakona sögunnar“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2021 12:00 Helena Sverrisdóttir í leik með Haukum á móti sínu gamla liði, Val. Vísir/Bára Subway-deild kvenna í körfubolta fer af stað í kvöld með heilli umferð og þar mun Helena Sverrisdóttir spila sinn fyrsta deildarleik með Haukum í nokkur ár. Körfuboltakvöld ræddi stærstu félagsskiptin í kvennakörfunni fyrir þetta tímabil. Kjartan Atli Kjartansson stýrði upphitunarþætti Körfuboltakvölds um Subway-deild kvenna í gær og með honum voru þær Pálína María Gunnlaugsdóttir og Bryndís Guðmundsdóttir. „Stærstu félagsskipti sumarsins. Helena Sverrisdóttir skipti úr Val aftur heim í Hauka. Ef einhver var nógu vitlaus til að efast um að Helena væri besta körfuboltakona sögunnar þá sannaði hún það í þessari mögnuðu framgöngu Haukakvenna á móti Sportiva í Evrópukeppninni,“ sagði Kjartan Atli. Helena Sverrisdóttir skoraði 32 stig í seinni leiknum á Asoreyjum þar sem hún dróg vagninn eftir að Haukaliðið lenti 21-2 undir í byrjun leiks. „Helena Sverrisdóttir dró vagninn undir lokin og sýndi þar og sannaði að hún er einn mesti sigurvegarinn í íslenskum boltaíþróttum,“ sagði Kjartan og sendi boltann á Pálínu. „Ég fæ gæsahúð. Ég er svo ofboðslega stolt af Helenu og auðvitað Haukaliðinu öllu. Þessi árangur og þessi frammistaða sem hún sýndi okkur í þessum leikjum, sérstaklega seinni leiknum, er eitthvað grín. Hún er svo ofboðslega flott og hún átti barn fyrir korteri. Það eru ekki tuttugu mínútur síðan, það er korter,“ sagði Pálína. „Ég átti barn á sama tíma og hún og ég myndi aldrei geta leikið heilan körfuboltaleik. Samt er ég í geggjuðu formi,“ sagði Pálína. „Það að hún sé komin heim gjörbreytir öllu. Haukarnir fóru úr því að vera mjög skemmtilegt lið á síðustu leiktíð þar sem Sara Rún kom skemmtilega inn í liðið. Það var góð breidd í liðinu en nú fóru þær úr því að vera skemmtilegt lið í að vera bara frábært lið,“ sagði Kjartan. „Að Helena sé komin breytir einhvern veginn hugsunarhættinum hjá öllum,“ sagði Kjartan. „Þetta léttir undir með Haukastelpunum. Kassinn fer út og þær hugsa: Nú getum við þetta, við erum með Helenu með okkur í liði,“ sagði Bryndís Guðmundsdóttir. Það má finna allt spjallið um Haukana hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Helena Sverrisdóttir og Haukaliðið Heil umferð fer fram í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld og Stöð 2 Sport sýnir tvo leiki í beinni. Fyrst verður sýnt beint frá leik Fjölnis og Breiðabliks sem hefst klukkan 18.15. Svo strax á eftir verður sýnt beint frá leik Hauka og Njarðvíkur sem hefst klukkan 20.15. Körfuboltakvöld kvenna verður síðan á dagskrá klukkan 17.00 á morgun. Subway-deild kvenna Körfuboltakvöld Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Fótbolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Sjá meira
Kjartan Atli Kjartansson stýrði upphitunarþætti Körfuboltakvölds um Subway-deild kvenna í gær og með honum voru þær Pálína María Gunnlaugsdóttir og Bryndís Guðmundsdóttir. „Stærstu félagsskipti sumarsins. Helena Sverrisdóttir skipti úr Val aftur heim í Hauka. Ef einhver var nógu vitlaus til að efast um að Helena væri besta körfuboltakona sögunnar þá sannaði hún það í þessari mögnuðu framgöngu Haukakvenna á móti Sportiva í Evrópukeppninni,“ sagði Kjartan Atli. Helena Sverrisdóttir skoraði 32 stig í seinni leiknum á Asoreyjum þar sem hún dróg vagninn eftir að Haukaliðið lenti 21-2 undir í byrjun leiks. „Helena Sverrisdóttir dró vagninn undir lokin og sýndi þar og sannaði að hún er einn mesti sigurvegarinn í íslenskum boltaíþróttum,“ sagði Kjartan og sendi boltann á Pálínu. „Ég fæ gæsahúð. Ég er svo ofboðslega stolt af Helenu og auðvitað Haukaliðinu öllu. Þessi árangur og þessi frammistaða sem hún sýndi okkur í þessum leikjum, sérstaklega seinni leiknum, er eitthvað grín. Hún er svo ofboðslega flott og hún átti barn fyrir korteri. Það eru ekki tuttugu mínútur síðan, það er korter,“ sagði Pálína. „Ég átti barn á sama tíma og hún og ég myndi aldrei geta leikið heilan körfuboltaleik. Samt er ég í geggjuðu formi,“ sagði Pálína. „Það að hún sé komin heim gjörbreytir öllu. Haukarnir fóru úr því að vera mjög skemmtilegt lið á síðustu leiktíð þar sem Sara Rún kom skemmtilega inn í liðið. Það var góð breidd í liðinu en nú fóru þær úr því að vera skemmtilegt lið í að vera bara frábært lið,“ sagði Kjartan. „Að Helena sé komin breytir einhvern veginn hugsunarhættinum hjá öllum,“ sagði Kjartan. „Þetta léttir undir með Haukastelpunum. Kassinn fer út og þær hugsa: Nú getum við þetta, við erum með Helenu með okkur í liði,“ sagði Bryndís Guðmundsdóttir. Það má finna allt spjallið um Haukana hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Helena Sverrisdóttir og Haukaliðið Heil umferð fer fram í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld og Stöð 2 Sport sýnir tvo leiki í beinni. Fyrst verður sýnt beint frá leik Fjölnis og Breiðabliks sem hefst klukkan 18.15. Svo strax á eftir verður sýnt beint frá leik Hauka og Njarðvíkur sem hefst klukkan 20.15. Körfuboltakvöld kvenna verður síðan á dagskrá klukkan 17.00 á morgun.
Subway-deild kvenna Körfuboltakvöld Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Fótbolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins