Ásta Eir: „Þetta er náttúrulega bara stærsta sviðið“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. október 2021 22:00 Ásta Eir Árnadóttir, leikmaður Breiðabliks, segir það ekki vera af ástæðulausu að liðið sé að fara að spila á stærsta sviði Evrópu. Mynd/Skjáskot Ásta Eir Árnadóttir, leikmaður Breiðabliks, spilaði með liðinu gegn Paris Saint-Germain fyrir tveimur árum og hún er aftur í liðinu þegar að PSG heimsækir Breiðablik í Meistaradeild Evrópu á morgun. Hún segir að bæði Blikar og PSG séu mep breytt lið frá því seinast, og að franska liðið sé jafnvel sterkara nú en þá. „Ég held að þær séu alveg sterkari, þær eru náttúrulega ríkjandi meistarar í Frakklandi,“ sagði Ásta. „En það eru breytingar á báðum liðum og þetta verður bara virkilega erfiður leikur. Þær eru mjög góðar.“ Ásta segir að þrátt fyrir að leikmenn liðsins ætli sér að njóta þess að vera að fara að spila á stærsta sviði Evrópu þá séu þær ekki komnar þetta langt að ástæðulausu. „Ekki spurning, þetta er náttúrulega bara stærsta sviðið. En við erum komnar hingað af ástæðu og við ætlum ekkert að fara að slaka á núna. Þetta er líka bara risa tækifæri fyrir leikmennina og við erum allar tilbúnar að grípa þessi tækifæri.“ „Það er bara að njóta þess, en við ætlum líka að sækja stigin og við ætlum að ná úrslitum í þessum riðli.“ Samkvæmt styrkleikalista evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA, er PSG fimmta sterkasta kvennalið Evrópu. Ásta segir að markmið liðsins sé að spila góðan varnarleik, og að refsa frönsku meisturunum þegar að tækifærin gefast. „Auðvitað er þetta risastór leikur og verður ótrúlega erfitt. Þannig að við þurfum að vera einbeittar í 90 mínútur.“ „Aðal markmiðið okkar í þessum leik er að spila góðan varnarleik og halda markinu hreinu sem lengst. Vonandi getum við svo refsað þeim inn á milli.“ Kristín Dís Árnadóttir, systir Ástu, verður í hópnum sem mætir PSG á morgun og Ásta segir það ótrúlega skemmtilegt að fá að spila leik af þessari stærðargráðu við hlið systur sinnar. „Það er bara ótrúlega skemmtilegt. Við erum þarna hlið við hlið í vörninni og þekkjum hvora aðra mjög vel. Það er bara frábært fyrir okkur að taka þátt í þessu saman.“ „Við höfum verið að vinna titla og svona saman þannig að þetta er extra sætt.“ En hvað þurfa Blikar að gera til að ná í úrslit á móti liði eins og PSG að mati Ástu? „Við þurfum að vera mjög þéttar fyrir og tala saman. Eiginlega bara tala þær í kaf því þær skilja ekkert hvað við erum að segja.“ „Bara vera mjög þéttar og ekki gefa einhver ódýr færi á okkur eða óþarfa aukaspyrnur eða hornspyrnur. Við þurfum bara að vera með fulla einbeitingu í 90 mínútur og eins og ég segi að nýta tækifærin inn á milli þegar við fáum þau. Svo sjáum við bara hvað setur,“ sagði Ásta að lokum. Viðtalið við Ástu má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Fótbolti Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Sjá meira
„Ég held að þær séu alveg sterkari, þær eru náttúrulega ríkjandi meistarar í Frakklandi,“ sagði Ásta. „En það eru breytingar á báðum liðum og þetta verður bara virkilega erfiður leikur. Þær eru mjög góðar.“ Ásta segir að þrátt fyrir að leikmenn liðsins ætli sér að njóta þess að vera að fara að spila á stærsta sviði Evrópu þá séu þær ekki komnar þetta langt að ástæðulausu. „Ekki spurning, þetta er náttúrulega bara stærsta sviðið. En við erum komnar hingað af ástæðu og við ætlum ekkert að fara að slaka á núna. Þetta er líka bara risa tækifæri fyrir leikmennina og við erum allar tilbúnar að grípa þessi tækifæri.“ „Það er bara að njóta þess, en við ætlum líka að sækja stigin og við ætlum að ná úrslitum í þessum riðli.“ Samkvæmt styrkleikalista evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA, er PSG fimmta sterkasta kvennalið Evrópu. Ásta segir að markmið liðsins sé að spila góðan varnarleik, og að refsa frönsku meisturunum þegar að tækifærin gefast. „Auðvitað er þetta risastór leikur og verður ótrúlega erfitt. Þannig að við þurfum að vera einbeittar í 90 mínútur.“ „Aðal markmiðið okkar í þessum leik er að spila góðan varnarleik og halda markinu hreinu sem lengst. Vonandi getum við svo refsað þeim inn á milli.“ Kristín Dís Árnadóttir, systir Ástu, verður í hópnum sem mætir PSG á morgun og Ásta segir það ótrúlega skemmtilegt að fá að spila leik af þessari stærðargráðu við hlið systur sinnar. „Það er bara ótrúlega skemmtilegt. Við erum þarna hlið við hlið í vörninni og þekkjum hvora aðra mjög vel. Það er bara frábært fyrir okkur að taka þátt í þessu saman.“ „Við höfum verið að vinna titla og svona saman þannig að þetta er extra sætt.“ En hvað þurfa Blikar að gera til að ná í úrslit á móti liði eins og PSG að mati Ástu? „Við þurfum að vera mjög þéttar fyrir og tala saman. Eiginlega bara tala þær í kaf því þær skilja ekkert hvað við erum að segja.“ „Bara vera mjög þéttar og ekki gefa einhver ódýr færi á okkur eða óþarfa aukaspyrnur eða hornspyrnur. Við þurfum bara að vera með fulla einbeitingu í 90 mínútur og eins og ég segi að nýta tækifærin inn á milli þegar við fáum þau. Svo sjáum við bara hvað setur,“ sagði Ásta að lokum. Viðtalið við Ástu má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Fótbolti Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Sjá meira