Morgunblaðið hafi ekki valdið saklausum börnum vanvirðu með myndbirtingu Árni Sæberg skrifar 4. október 2021 19:31 Höfuðstöðvar Morgunblaðsins í Hádegismóum. Vísir/Vilhelm Foreldrar tveggja ungra barna sem birtust á mynd við Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins kærðu myndbirtinguna til Siðanefndar Blaðamannafélags Íslands. Siðanefndin taldi birtinguna ekki hafa verið til þess fallna að valda börnunum óþarfa sársauka eða vanvirðu. Myndin sýndi börnin á gangi um fjölfarna götu í Reykjavík og var birt sem mannlífmynd á leiðarasíðu blaðsins. Foreldrar barnanna töldu myndina ekki hafa neina tengingu við skrif ritstjórnar, hafa verið tekna úr launsátri og hafi ekkert fréttagildi. „Staðsetning hennar innan um sterkar skoðanir ritstjóra vekur hugrenningartengsl lesenda og tengir saklaus börnin við skoðanirnar, án nokkurrar vitundar þeirra eða okkar foreldranna, og án alls samráðs,“ segir í kærunni. Foreldrarnir vísa til viðmiðana sem ýmis samtök á borð við Barnaheill - Save the Children á Íslandi, Fjölmiðlanefnd og UNICEF hafa tekið saman. Þá er einnig vísað til laga um persónuvernd og siðareglna Blaðamannafélags Íslands. Þeir telja brot Morgunblaðsins á siðareglum felast í „að hafa ekki vandað upplýsingaöflun sína með þeim afleiðingum að valda saklausum börnum vanvirðu.“ Segja myndina hefðbundna ljósmynd af mannlífi á Laugavegi Ritstjórn Morgunblaðsins segir að ekki hafi verið reynt með nokkru móti að tengja umfjöllun Reykjavíkurbréfsins við umrædda ljósmynd sem sé hefðbundin ljósmynd af mannlífi á Laugavegi. Ótengdar myndir af af fjölbreyttu mannlífi fylgi iðulega Reykjavíkurbréfinu. Þá segir að þrátt fyrir að ritstjórnin fullyrði að ekki sé um brot á siðareglum að ræða hafi myndin samt sem áður verið fjarlægð úr myndasafni eftir athugasemd foreldranna. Siðareglur hafi ekki verið brotnar Siðanefnd Blaðamannafélagsins tók ekki afstöðu til viðmiðana ofangreindra samtaka né persónuverndarlöggjöf heldur einungis eigin siðareglna. Niðurstaða nefndarinnar var sú að að myndin hafi verið tekin á almenningi þar sem fólk geti ekki ætlast til þess að friðhelgi ríki. Því hafi siðareglur BÍ ekki verið brotnar með myndbirtingunni að áliti Siðanefndar. Persónuvernd Fjölmiðlar Réttindi barna Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
Myndin sýndi börnin á gangi um fjölfarna götu í Reykjavík og var birt sem mannlífmynd á leiðarasíðu blaðsins. Foreldrar barnanna töldu myndina ekki hafa neina tengingu við skrif ritstjórnar, hafa verið tekna úr launsátri og hafi ekkert fréttagildi. „Staðsetning hennar innan um sterkar skoðanir ritstjóra vekur hugrenningartengsl lesenda og tengir saklaus börnin við skoðanirnar, án nokkurrar vitundar þeirra eða okkar foreldranna, og án alls samráðs,“ segir í kærunni. Foreldrarnir vísa til viðmiðana sem ýmis samtök á borð við Barnaheill - Save the Children á Íslandi, Fjölmiðlanefnd og UNICEF hafa tekið saman. Þá er einnig vísað til laga um persónuvernd og siðareglna Blaðamannafélags Íslands. Þeir telja brot Morgunblaðsins á siðareglum felast í „að hafa ekki vandað upplýsingaöflun sína með þeim afleiðingum að valda saklausum börnum vanvirðu.“ Segja myndina hefðbundna ljósmynd af mannlífi á Laugavegi Ritstjórn Morgunblaðsins segir að ekki hafi verið reynt með nokkru móti að tengja umfjöllun Reykjavíkurbréfsins við umrædda ljósmynd sem sé hefðbundin ljósmynd af mannlífi á Laugavegi. Ótengdar myndir af af fjölbreyttu mannlífi fylgi iðulega Reykjavíkurbréfinu. Þá segir að þrátt fyrir að ritstjórnin fullyrði að ekki sé um brot á siðareglum að ræða hafi myndin samt sem áður verið fjarlægð úr myndasafni eftir athugasemd foreldranna. Siðareglur hafi ekki verið brotnar Siðanefnd Blaðamannafélagsins tók ekki afstöðu til viðmiðana ofangreindra samtaka né persónuverndarlöggjöf heldur einungis eigin siðareglna. Niðurstaða nefndarinnar var sú að að myndin hafi verið tekin á almenningi þar sem fólk geti ekki ætlast til þess að friðhelgi ríki. Því hafi siðareglur BÍ ekki verið brotnar með myndbirtingunni að áliti Siðanefndar.
Persónuvernd Fjölmiðlar Réttindi barna Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira