Allir vinnufélagar fyrirliða Þróttar ætla að mæta á stærsta leik í sögu félagsins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. október 2021 11:31 Álfhildur Rósa Kjartansdóttir getur í kvöld orðið fyrsti fyrirliði Þróttar til að lyfta bikarnum. stöð 2 sport Álfhildur Rósa Kjartansdóttir, fyrirliði Þróttar, segir að bikarúrslitaleikurinn gegn Breiðabliki sé stærsti leikur í sögu félagsins. Þróttur endaði í 3. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar og er komið í bikarúrslit í fyrsta sinn. Andstæðingurinn er öllu reyndari á því sviði en Breiðablik hefur tólf sinnum orðið bikarmeistari. Álfhildur svaraði því játandi er hún var spurð hvort bikarúrslitaleikurinn væri sá stærsti í sögu Þróttar. „Jú, ég held að það sé óhætt að segja það. Þetta er sögulegt afrek hjá okkur í meistaraflokki kvenna,“ sagði fyrirliðinn. Sigur út af fyrir sig að vera komnar í bikarúrslit Álfhildur segir að Þróttarar líti alltaf á sumarið sem jákvætt sama hvernig úrslitaleikurinn fer. En þær ætla sér að sjálfsögðu sigur í honum. „Auðvitað horfum við alltaf á tímabilið sem ótrúlega gott hjá okkur. Þetta er rosalega stór leikur og sigur út af fyrir sig að vera kominn í hann. Við reynum að fagna sama hvernig fer en auðvitað reynum við að ná sigri,“ sagði Álfhildur í samtali við Vísi. Ekki eru nema tvö ár síðan Þróttur var í næstefstu deild og liðið hefur tekið stór skref fram á við. „Svo margt hefur spilað inn í ótrúlegan árangur hjá okkur, þjálfarateymið, kjarninn í liðinu, útlendingarnir sem við höfum fengið og aðdáendurnir líka. Þeir hafa gert svo mikið fyrir okkur,“ sagði Álfhildur. Held að stúkan verði mjög rauð Greinileg tilhlökkun er fyrir bikarúrslitaleiknum í Laugardalnum og Álfhildur á von á að Þróttarar fjölmenni í kvöld. „Það hefur verið ótrúlega mikil stemmning í félaginu og þau styðja svo ótrúlega vel við okkur. Maður hefur náð að draga fullt af fólki að og öll vinnan ætlar að mæta. Ég held að stúkan verði mjög rauð,“ sagði Álfhildur. Breiðablik og Þróttur mættust í lokaumferð Pepsi Max-deildarinnar 12. september. Þar unnu Blikar 6-1 sigur. Álfhildur segir að það skipti litlu þegar út í leik kvöldsins verði komið. „Nei, það er allt annar pakki. Við erum búnar að fá nokkrar stelpur inn sem voru ekki þá. Maður var auðvitað hundfúll eftir þann leik en þetta verður allt annað,“ sagði Álfhildur að endingu. Leikur Breiðabliks og Þróttar hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:30. Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Þróttur Reykjavík Mjólkurbikar kvenna Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Sjá meira
Þróttur endaði í 3. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar og er komið í bikarúrslit í fyrsta sinn. Andstæðingurinn er öllu reyndari á því sviði en Breiðablik hefur tólf sinnum orðið bikarmeistari. Álfhildur svaraði því játandi er hún var spurð hvort bikarúrslitaleikurinn væri sá stærsti í sögu Þróttar. „Jú, ég held að það sé óhætt að segja það. Þetta er sögulegt afrek hjá okkur í meistaraflokki kvenna,“ sagði fyrirliðinn. Sigur út af fyrir sig að vera komnar í bikarúrslit Álfhildur segir að Þróttarar líti alltaf á sumarið sem jákvætt sama hvernig úrslitaleikurinn fer. En þær ætla sér að sjálfsögðu sigur í honum. „Auðvitað horfum við alltaf á tímabilið sem ótrúlega gott hjá okkur. Þetta er rosalega stór leikur og sigur út af fyrir sig að vera kominn í hann. Við reynum að fagna sama hvernig fer en auðvitað reynum við að ná sigri,“ sagði Álfhildur í samtali við Vísi. Ekki eru nema tvö ár síðan Þróttur var í næstefstu deild og liðið hefur tekið stór skref fram á við. „Svo margt hefur spilað inn í ótrúlegan árangur hjá okkur, þjálfarateymið, kjarninn í liðinu, útlendingarnir sem við höfum fengið og aðdáendurnir líka. Þeir hafa gert svo mikið fyrir okkur,“ sagði Álfhildur. Held að stúkan verði mjög rauð Greinileg tilhlökkun er fyrir bikarúrslitaleiknum í Laugardalnum og Álfhildur á von á að Þróttarar fjölmenni í kvöld. „Það hefur verið ótrúlega mikil stemmning í félaginu og þau styðja svo ótrúlega vel við okkur. Maður hefur náð að draga fullt af fólki að og öll vinnan ætlar að mæta. Ég held að stúkan verði mjög rauð,“ sagði Álfhildur. Breiðablik og Þróttur mættust í lokaumferð Pepsi Max-deildarinnar 12. september. Þar unnu Blikar 6-1 sigur. Álfhildur segir að það skipti litlu þegar út í leik kvöldsins verði komið. „Nei, það er allt annar pakki. Við erum búnar að fá nokkrar stelpur inn sem voru ekki þá. Maður var auðvitað hundfúll eftir þann leik en þetta verður allt annað,“ sagði Álfhildur að endingu. Leikur Breiðabliks og Þróttar hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:30. Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Þróttur Reykjavík Mjólkurbikar kvenna Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn