Tíræð kona á flótta vegna ákæru um aðild að hroðaverkum nasista Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. september 2021 11:12 Réttarhöldin yfir Furchner áttu að hefjast í dag en var slegið á frest þegar hún mætti ekki. epa/Markus Schreiber Irmgard Furchner, 96 ára gömul þýsk kona, er nú á flótta en til stóð að hefja réttarhöld yfir henni í dag, þar sem hún hefur verið sökuð um aðild að fjöldamorðum í útrýmingarbúðum nasista í seinni heimstyrjöldinni. „Ákærði er á flótta,“ sagði talsmaður dómstólsins í bænum Itzehoe í Schleswig-Holstein. „Hún yfirgaf heimili sitt snemma í morgun í leigubíl sem var ekið í átt að lestarstöð.“ Furchner er ákærð fyrir að hafa tekið þátt í hroðaverkum nasista þegar hún var 18 ára gömul og starfaði sem ritari Paul-Werner Hoppe, sem var yfirmaður Stutthof-útrýmingarbúðanna. Furchner er sögð hafa ritað upp fyrirskipanir um aftökur sem Hoppe las upp fyrir hana, á árunum 1943 itl 1945. Ætlað er að um 11.412 einstaklingar hafi verið myrtir í búðunum á þessum tíma og var Hoppe dæmdur fyrir sinn þátt árið 1955. Furchner hafði óskað eftir því að réttarhöldin færu fram að henni fjarverandi en sá möguleiki er ekki til í þýskum lögum. Það þýðir sömuleiðis að ekki verður hægt að hefja þau fyrr en Furchner finnst. Stutthof-útrýmingarbúðunum hefur nú verið breytt í safn.epa/Piotr Wittman Á árum áður var mikið lagt upp úr því að finna og leiða fyrir dóm þá sem spiluðu stórt hlutverk í morðmaskínu nasista en eftir aldamót hafa saksóknarar beint sjónum sínum að þeim sem sinntu minni hlutverkum í útrýmingarbúðunum. Þannig var Oskar Groening dæmdur fyrir aðild sína árið 2016 en hans hlutverk var að hirða verðmæti af föngunum við komuna í Auschwitz. Þá féll dómur í máli Bruno D. í fyrra en hann starfaði sem vörður í Stutthof. Bruno var 93 þegar dómurinn féll en réttað var yfir honum í unglingadómstól, þar sem hann var undir lögaldri þegar glæpirnir áttu sér stað. Sömu sögu er að segja um Furchner. Seinni heimsstyrjöldin Þýskaland Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Sjá meira
„Ákærði er á flótta,“ sagði talsmaður dómstólsins í bænum Itzehoe í Schleswig-Holstein. „Hún yfirgaf heimili sitt snemma í morgun í leigubíl sem var ekið í átt að lestarstöð.“ Furchner er ákærð fyrir að hafa tekið þátt í hroðaverkum nasista þegar hún var 18 ára gömul og starfaði sem ritari Paul-Werner Hoppe, sem var yfirmaður Stutthof-útrýmingarbúðanna. Furchner er sögð hafa ritað upp fyrirskipanir um aftökur sem Hoppe las upp fyrir hana, á árunum 1943 itl 1945. Ætlað er að um 11.412 einstaklingar hafi verið myrtir í búðunum á þessum tíma og var Hoppe dæmdur fyrir sinn þátt árið 1955. Furchner hafði óskað eftir því að réttarhöldin færu fram að henni fjarverandi en sá möguleiki er ekki til í þýskum lögum. Það þýðir sömuleiðis að ekki verður hægt að hefja þau fyrr en Furchner finnst. Stutthof-útrýmingarbúðunum hefur nú verið breytt í safn.epa/Piotr Wittman Á árum áður var mikið lagt upp úr því að finna og leiða fyrir dóm þá sem spiluðu stórt hlutverk í morðmaskínu nasista en eftir aldamót hafa saksóknarar beint sjónum sínum að þeim sem sinntu minni hlutverkum í útrýmingarbúðunum. Þannig var Oskar Groening dæmdur fyrir aðild sína árið 2016 en hans hlutverk var að hirða verðmæti af föngunum við komuna í Auschwitz. Þá féll dómur í máli Bruno D. í fyrra en hann starfaði sem vörður í Stutthof. Bruno var 93 þegar dómurinn féll en réttað var yfir honum í unglingadómstól, þar sem hann var undir lögaldri þegar glæpirnir áttu sér stað. Sömu sögu er að segja um Furchner.
Seinni heimsstyrjöldin Þýskaland Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Sjá meira