„Ef menn vilja ekki leiðrétta mistök þá er það allt í lagi“ Snorri Másson skrifar 28. september 2021 12:08 Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi, segir að með endurtalningu þar hafi ætlunin verið að leiðrétta mistök. Magnús Davíð Norðdahl Pírati segir að ekki hafi verið staðið rétt að þeirri ákvörðun og að þar með sé hún brot á kosningalögum. Vísir Sjónir beinast nú aftur að framkvæmd kosninga í Norðvesturkjördæmi eftir að endurtalning í Suðurkjördæmi skilaði nákvæmlega sömu niðurstöðum á Selfossi í gærkvöldi. Landskjörstjórn bíður enn skýrslna frá báðum þessum kjördæmum, sem eru væntanlegar síðar í dag. Frambjóðandi Pírata, sem hefur kært kosningarnar og krafist nýrra kosninga í Norðvesturkjördæmi, telur bagalegt að Alþingi sjálft muni taka kæru hans til meðferðar. Ingi Tryggvason formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi hefur sagt að ráðist hafi verið í endurtalningu því mjótt hafi verið á munum. „Við fengum ábendingu um það að það munaði litlu í tveimur kjördæmum í sambandi við jöfnunarsæti og ákváðum því að endurtelja atkvæðin,“ segir Ingi. Mistök komu í ljós við endurtalninguna. Mistökin fólust í að atkvæði höfðu mislagst í svonefndan C-bunka þegar þau áttu í raun réttri ekki að vera þar. „Mannlegu mistökin felast í því að niðurstöður talningarinnar voru ekki alveg réttar.“ Breytingarnar sem urðu í endurtalningunni. En það bætast þarna ógildir seðlar við, hvað er ógilt við þá? „Það verður breyting á milli ógildra og auðra seðla. Lengi vel var þetta talið saman auðir og ógildir og það fjölgaði sem sagt ógildu seðlunum vegna þess að þeir höfðu farið með auðu seðlunum. Það er bara það sem gerðist,“segir Ingi Tryggvason í samtali við fréttastofu. Um innsigli eða skort á þeim, segir Ingi: „Ég tel að þessara gagna hafi bara alveg verið gætt á fullkominn hátt og hef heldur engar áhyggjur af því.“ Þess hefur verið krafist, vegna ótilhlýðilegrar framkvæmdar kosninganna, að umrædd endurtalning verði ógild. „Ef menn vilja ekki leiðrétta mistök þá er það allt í lagi. Ég hef bara alltaf litið svo á að ef það eru gerð mistök ætti að leiðrétta þau. Ef það á ekki að gera það í þessu máli, þá finnst mér það svolítið sérstakt en þetta veldur mér engu hugarangri. Ég biðst velvirðingar á þessum mistökum bara,“ segir Ingi. Þá hefur verið gagnrýnt að ekki hafi verið haft samband við umboðsmenn flokkanna áður en ráðist var í endurtalningu. „Þeir hafa ekkert um það að segja hvort endurtalning fer fram eða ekki. Þeir voru látnir vita af endurtalningunni og voru sumir viðstaddir hana,“ útskýrir Ingi Tryggvason. Skýlaus brot á kosningalögum skaði trúverðugleikann Magnús Davíð Norðdahl Pírati og frambjóðandi í kjördæminu undirbýr kæru til yfirkjörbréfanefndar. Eina færa leiðin að hans mati er að kosið verði aftur í kjördæminu. „Við erum með alvarlega ágalla á talningunni, annars vegar að kjörgögn voru ekki innsigluð þrátt fyrir skýra lagaskyldu þess efnis og svo erum við líka með þá stöðu að endurtalning hafi farið fram án þess að haft væri samband við umboðsmenn okkar Pírata. Í þeirri endurtalningu var meðal annars verið að meta lögmæti atkvæðaseðla upp á nýtt, þannig fjölgar ógildum seðlum. Það er alveg ljóst að þetta er einnig brot á kosningalögum,“ segir Magnús. Ágallarnir séu slíkir að þeir dragi úr trúverðugleika sem kosningar verði að njóta. „Við erum með alvarleg brot á kosningalögum. Þau brot eru þess eðlis að traust okkar frambjóðenda og ekki síður kjósenda til yfirkjörstjórnar, sem finnst í lagi að brjóta lög og reglur, hvað með öll hin tilvikin sem upp koma við framkvæmd kosninga og talninga?“ Að auki gagnrýnir Magnús að Alþingi sé sá aðili sem taka muni afstöðu til kærunnar hans. Það sé þar með að fjalla um sjáflt sig. „Það er bagalegt að við skulum búa í samfélagi og okkar umgjörð sé með þeim hætti að það sé Alþingi sjálft sem muni kveða úr um lögmæti kosninganna, það er að segja meirihluti Alþingis,“ segir Magnús. Málið snúist ekki um það hvort átt hafi verið við atkvæðin, heldur um trúverðugleika yfirkjörstjórnarinnar. Traustið sé farið. „Það er ekki kjarni málsins heldur er skýlaust brot á kosningalögum sem draga trúverðugleika, störf yfirkjörstjórnar í efa og þar með kosninganna í heild sinni í kjördæminu,“ segir Magnús. Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Búinn að kæra kosningarnar til lögreglunnar Karl Gauti Hjaltason hefur sent kæru til lögreglunnar á Vesturlandi vegna framkvæmdar kosningar í Norðvesturkjördæmi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur lögreglan á Vesturlandi móttekið kæruna. 28. september 2021 10:27 Yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis fær frest til að skila Landskjörstjórn bíður enn eftir skýrslum frá Suðurkjördæmi og Norðvesturkjördæmi um framkvæmd talningar í nýafstöðnum kosningum til Alþingis. 28. september 2021 08:03 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Frambjóðandi Pírata, sem hefur kært kosningarnar og krafist nýrra kosninga í Norðvesturkjördæmi, telur bagalegt að Alþingi sjálft muni taka kæru hans til meðferðar. Ingi Tryggvason formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi hefur sagt að ráðist hafi verið í endurtalningu því mjótt hafi verið á munum. „Við fengum ábendingu um það að það munaði litlu í tveimur kjördæmum í sambandi við jöfnunarsæti og ákváðum því að endurtelja atkvæðin,“ segir Ingi. Mistök komu í ljós við endurtalninguna. Mistökin fólust í að atkvæði höfðu mislagst í svonefndan C-bunka þegar þau áttu í raun réttri ekki að vera þar. „Mannlegu mistökin felast í því að niðurstöður talningarinnar voru ekki alveg réttar.“ Breytingarnar sem urðu í endurtalningunni. En það bætast þarna ógildir seðlar við, hvað er ógilt við þá? „Það verður breyting á milli ógildra og auðra seðla. Lengi vel var þetta talið saman auðir og ógildir og það fjölgaði sem sagt ógildu seðlunum vegna þess að þeir höfðu farið með auðu seðlunum. Það er bara það sem gerðist,“segir Ingi Tryggvason í samtali við fréttastofu. Um innsigli eða skort á þeim, segir Ingi: „Ég tel að þessara gagna hafi bara alveg verið gætt á fullkominn hátt og hef heldur engar áhyggjur af því.“ Þess hefur verið krafist, vegna ótilhlýðilegrar framkvæmdar kosninganna, að umrædd endurtalning verði ógild. „Ef menn vilja ekki leiðrétta mistök þá er það allt í lagi. Ég hef bara alltaf litið svo á að ef það eru gerð mistök ætti að leiðrétta þau. Ef það á ekki að gera það í þessu máli, þá finnst mér það svolítið sérstakt en þetta veldur mér engu hugarangri. Ég biðst velvirðingar á þessum mistökum bara,“ segir Ingi. Þá hefur verið gagnrýnt að ekki hafi verið haft samband við umboðsmenn flokkanna áður en ráðist var í endurtalningu. „Þeir hafa ekkert um það að segja hvort endurtalning fer fram eða ekki. Þeir voru látnir vita af endurtalningunni og voru sumir viðstaddir hana,“ útskýrir Ingi Tryggvason. Skýlaus brot á kosningalögum skaði trúverðugleikann Magnús Davíð Norðdahl Pírati og frambjóðandi í kjördæminu undirbýr kæru til yfirkjörbréfanefndar. Eina færa leiðin að hans mati er að kosið verði aftur í kjördæminu. „Við erum með alvarlega ágalla á talningunni, annars vegar að kjörgögn voru ekki innsigluð þrátt fyrir skýra lagaskyldu þess efnis og svo erum við líka með þá stöðu að endurtalning hafi farið fram án þess að haft væri samband við umboðsmenn okkar Pírata. Í þeirri endurtalningu var meðal annars verið að meta lögmæti atkvæðaseðla upp á nýtt, þannig fjölgar ógildum seðlum. Það er alveg ljóst að þetta er einnig brot á kosningalögum,“ segir Magnús. Ágallarnir séu slíkir að þeir dragi úr trúverðugleika sem kosningar verði að njóta. „Við erum með alvarleg brot á kosningalögum. Þau brot eru þess eðlis að traust okkar frambjóðenda og ekki síður kjósenda til yfirkjörstjórnar, sem finnst í lagi að brjóta lög og reglur, hvað með öll hin tilvikin sem upp koma við framkvæmd kosninga og talninga?“ Að auki gagnrýnir Magnús að Alþingi sé sá aðili sem taka muni afstöðu til kærunnar hans. Það sé þar með að fjalla um sjáflt sig. „Það er bagalegt að við skulum búa í samfélagi og okkar umgjörð sé með þeim hætti að það sé Alþingi sjálft sem muni kveða úr um lögmæti kosninganna, það er að segja meirihluti Alþingis,“ segir Magnús. Málið snúist ekki um það hvort átt hafi verið við atkvæðin, heldur um trúverðugleika yfirkjörstjórnarinnar. Traustið sé farið. „Það er ekki kjarni málsins heldur er skýlaust brot á kosningalögum sem draga trúverðugleika, störf yfirkjörstjórnar í efa og þar með kosninganna í heild sinni í kjördæminu,“ segir Magnús.
Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Búinn að kæra kosningarnar til lögreglunnar Karl Gauti Hjaltason hefur sent kæru til lögreglunnar á Vesturlandi vegna framkvæmdar kosningar í Norðvesturkjördæmi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur lögreglan á Vesturlandi móttekið kæruna. 28. september 2021 10:27 Yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis fær frest til að skila Landskjörstjórn bíður enn eftir skýrslum frá Suðurkjördæmi og Norðvesturkjördæmi um framkvæmd talningar í nýafstöðnum kosningum til Alþingis. 28. september 2021 08:03 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Búinn að kæra kosningarnar til lögreglunnar Karl Gauti Hjaltason hefur sent kæru til lögreglunnar á Vesturlandi vegna framkvæmdar kosningar í Norðvesturkjördæmi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur lögreglan á Vesturlandi móttekið kæruna. 28. september 2021 10:27
Yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis fær frest til að skila Landskjörstjórn bíður enn eftir skýrslum frá Suðurkjördæmi og Norðvesturkjördæmi um framkvæmd talningar í nýafstöðnum kosningum til Alþingis. 28. september 2021 08:03