Dak flottur í fyrsta heimaleiknum eftir meiðslin skelfilegu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. september 2021 07:15 Dak Prescott og Cedrick Wilson fagna snertimarki hjá Dallas liðinu í nótt. AP/Michael Ainsworth Dallas Cowboys hafði mikla yfirburði í fyrsta heimaleik tímabilsins þegar liðið vann 41-21 sigur á Philadelphia Eagles í NFL deildinni í nótt. Fyrir ári síðan yfirgaf Dak Prescott leikvöllinn grátandi á hnjaskvagni eftir hryllileg ökklameiðsli en hann missti af stærsta hluta tímabilsins vegna þeirra. Meiðslin urðu í fimmta leik síðasta tímabils og eftir það fór nær allt bit úr leik Kúrekanna. FINAL: The @DallasCowboys win the rivalry matchup! #PHIvsDAL #DallasCowboys pic.twitter.com/SMoLbdo0gg— NFL (@NFL) September 28, 2021 Prescott hefur komið sterkur til baka og sýndi það og sannaði í leiknum í nótt. Prescott gaf þrjár snertimarkssendingar í leiknum og leiddi sína menn til öruggs sigurs. Cowboys liðið tapaði fyrsta leik leiktíðarinnar á móti meisturum Tampa Bay Buccaneers en hefur unnið báða leiki sína síðan. „Ég er þakklátur fyrir allt sem ég hef gengið í gegnum, alla vinnuna sem ég hef lagt á mig til að komast aftur í að gera það sem ég elska sem er að spila fótbolta. Það er hvergi betri staður til að spila fótbolta en hér,“ sagði Dak Prescott eftir leikinn. It's all Dallas on Monday Night. #DallasCowboys : #PHIvsDAL on ESPN : https://t.co/sXVKWk2eYl pic.twitter.com/otXkQksdpm— NFL (@NFL) September 28, 2021 Hlauparinn Ezekiel Elliott náði sér aftur á strik en hann fór 95 jarda með boltann og skoraði tvö snertimörk. Innherjinn Dalton Schultz skoraði líka tvö snertimörk í sama leiknum í fyrsta sinn á hans ferli. Það voru líka margir stuðningsmenn Dallas liðsins mættir til að fagna endurkomu Prescott. Hann hafði reyndar spilað tvo útileiki með liðinu en fyrsti heimaleikurinn var alltaf ákveðin tímamót. Áhorfendur voru yfir 93 þúsund á leiknum í AT&T leikvanginum í nótt. .@Dak so poised on 4th & Goal.Touchdown, #DallasCowboys! : #PHIvsDAL on ESPN : https://t.co/sXVKWk2eYl pic.twitter.com/JfQnh7iSjz— NFL (@NFL) September 28, 2021 NFL Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Slapp vel frá rafmagnsleysinu Körfubolti Fleiri fréttir „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Slapp vel frá rafmagnsleysinu ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Valur í kjörstöðu gegn ÍR „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Gylfi valdið mestum vonbrigðum NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers Sjá meira
Fyrir ári síðan yfirgaf Dak Prescott leikvöllinn grátandi á hnjaskvagni eftir hryllileg ökklameiðsli en hann missti af stærsta hluta tímabilsins vegna þeirra. Meiðslin urðu í fimmta leik síðasta tímabils og eftir það fór nær allt bit úr leik Kúrekanna. FINAL: The @DallasCowboys win the rivalry matchup! #PHIvsDAL #DallasCowboys pic.twitter.com/SMoLbdo0gg— NFL (@NFL) September 28, 2021 Prescott hefur komið sterkur til baka og sýndi það og sannaði í leiknum í nótt. Prescott gaf þrjár snertimarkssendingar í leiknum og leiddi sína menn til öruggs sigurs. Cowboys liðið tapaði fyrsta leik leiktíðarinnar á móti meisturum Tampa Bay Buccaneers en hefur unnið báða leiki sína síðan. „Ég er þakklátur fyrir allt sem ég hef gengið í gegnum, alla vinnuna sem ég hef lagt á mig til að komast aftur í að gera það sem ég elska sem er að spila fótbolta. Það er hvergi betri staður til að spila fótbolta en hér,“ sagði Dak Prescott eftir leikinn. It's all Dallas on Monday Night. #DallasCowboys : #PHIvsDAL on ESPN : https://t.co/sXVKWk2eYl pic.twitter.com/otXkQksdpm— NFL (@NFL) September 28, 2021 Hlauparinn Ezekiel Elliott náði sér aftur á strik en hann fór 95 jarda með boltann og skoraði tvö snertimörk. Innherjinn Dalton Schultz skoraði líka tvö snertimörk í sama leiknum í fyrsta sinn á hans ferli. Það voru líka margir stuðningsmenn Dallas liðsins mættir til að fagna endurkomu Prescott. Hann hafði reyndar spilað tvo útileiki með liðinu en fyrsti heimaleikurinn var alltaf ákveðin tímamót. Áhorfendur voru yfir 93 þúsund á leiknum í AT&T leikvanginum í nótt. .@Dak so poised on 4th & Goal.Touchdown, #DallasCowboys! : #PHIvsDAL on ESPN : https://t.co/sXVKWk2eYl pic.twitter.com/JfQnh7iSjz— NFL (@NFL) September 28, 2021
NFL Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Slapp vel frá rafmagnsleysinu Körfubolti Fleiri fréttir „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Slapp vel frá rafmagnsleysinu ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Valur í kjörstöðu gegn ÍR „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Gylfi valdið mestum vonbrigðum NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers Sjá meira