Vafi um réttmæti niðurstaðna geti grafið undan lýðræðinu Eiður Þór Árnason skrifar 27. september 2021 23:35 Stefanía Óskarsdóttir, dósent við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Vísir Endurtalning á atkvæðum í Suðurkjördæmi stendur enn yfir í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi en talningin hófst á sjöunda tímanum í dag. Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur telur ólíklegt að niðurstaða þar hafi sömu áhrif og endurtalning í Norðvesturkjördæmi sem breytti miklu um röðun jöfnunarþingmanna. Þó sé ekki útilokað að mistök komi einnig í ljós í Suðurkjördæmi og í versta falli þurfi að kjósa aftur í kjördæmunum með tilheyrandi töf á niðurstöðum. Fimm framboð vildu endurtalningu Þórir Haraldsson, formaður yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi, á von á því að sama niðurstaða komi út úr endurtalningunni og þeirri fyrstu. „Að okkar mati var þetta ljóst og við skiluðum okkar niðurstöðum en síðan kom í ljós að það munaði mjög fáum atkvæðum á milli manna,“ sagði Þórir í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Fimm framboð óskuðu eftir endurtalningu í kjördæminu og taldi yfirkjörstjórn ástæðu til að verða við þeirri beiðni. Er fólkið orðið þreytt hérna? „Neinei, við erum bara kát og glöð. Auðvitað eru þetta orðnir langir dagar en gangverk lýðræðisins verður að hafa sinn gang og traust á kosningum er mikils virði og þess vegna erum við hér í kvöld.“ Grunnatriði að traust ríkji áfram Stefanía segir mikilvægt í sterku lýðræðisríki að traust sé borið til niðurstaðna kosninga og fólk hlýti niðurstöðunum. Breytingar sem þessar geti vissulega haft áhrif á trúverðugleika þeirra. „Þetta er algjört grunnatriði. Það má ekki vera neinn vafi í hugum fólks um réttmæti niðurstaðna því það grefur undan öllu lýðræðiskerfinu okkar. Við höfum verið svo heppin að það hefur ríkt traust hér en í ýmsum öðrum löndum, meðal annars í Bandaríkjunum, hefur verið vaxandi vantraust í gangi,“ sagði Stefanía í kvöldfréttum Stöðvar 2. Vísar hún til að mynda til þess að um 70 prósent kjósenda Repúblikana viðurkenni ekki enn þá staðreynd að Joe Biden hafi unnið forsetakosningarnar í nóvember 2020. Aðspurð um næstu skref sagði Stefanía þau vera að fara yfir gögnin sem óskað hafi verið frá yfirkjörstjórnum. „Mögulega eru skýringarnar viðhlýtandi og málið þannig afgreitt en komi í ljós að það hafi orðið misbrestur á framkvæmd kosninganna þá er illt í efni, ef svo má segja. Í versta falli yrði að kjósa aftur í þessu kjördæmi og þá vitum auðvitað ekki hvernig kosningarnar fóru fyrr en það liggur allt saman fyrir,“ sagði Stefanía. Alþingiskosningar 2021 Suðurkjördæmi Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Ekkert athugavert við talningu í Suðvesturkjördæmi Landskjörstjórn hefur fengið þrjár skýrslur um framkvæmd talningar og á von á fleirum síðar í kvöld og á morgun. Óskað var eftir skýrslum frá yfirkjörstjórnum í öllum kjördæmum eftir að mistök komu í ljós við endurtalningu í Norðvesturkjördæmi í gær. 27. september 2021 21:17 Staðan bagaleg að mati formanns landskjörstjórnar sem segir óvissu ríkja þangað til skýrslur Landskjörstjórn hefur óskað eftir skýrslum frá yfirkjörstjórnum um framkvæmd kosninganna í hverju kjördæmi fyrir sig, en sérstökum skýrslum frá yfirkjörstjórnum í Norðvestur- og Suðurkjördæmum. 27. september 2021 15:37 Atkvæði verða talin aftur í Suðurkjördæmi Ráðist verður í endurtalningu atkvæða í Suðurkjördæmi eftir að fjórir stjórnmálaflokkar fóru fram á slíkt. Þetta staðfestir Þórir Haraldsson, formaður yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi. 27. september 2021 14:08 berast Landskjörstjórn hefur óskað eftir skýrslum frá yfirkjörstjórnum um framkvæmd kosninganna í hverju kjördæmi fyrir sig, en sérstökum skýrslum frá yfirkjörstjórnum í Norðvestur- og Suðurkjördæmum. 27. september 2021 15:37 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Fleiri fréttir Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Sjá meira
Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur telur ólíklegt að niðurstaða þar hafi sömu áhrif og endurtalning í Norðvesturkjördæmi sem breytti miklu um röðun jöfnunarþingmanna. Þó sé ekki útilokað að mistök komi einnig í ljós í Suðurkjördæmi og í versta falli þurfi að kjósa aftur í kjördæmunum með tilheyrandi töf á niðurstöðum. Fimm framboð vildu endurtalningu Þórir Haraldsson, formaður yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi, á von á því að sama niðurstaða komi út úr endurtalningunni og þeirri fyrstu. „Að okkar mati var þetta ljóst og við skiluðum okkar niðurstöðum en síðan kom í ljós að það munaði mjög fáum atkvæðum á milli manna,“ sagði Þórir í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Fimm framboð óskuðu eftir endurtalningu í kjördæminu og taldi yfirkjörstjórn ástæðu til að verða við þeirri beiðni. Er fólkið orðið þreytt hérna? „Neinei, við erum bara kát og glöð. Auðvitað eru þetta orðnir langir dagar en gangverk lýðræðisins verður að hafa sinn gang og traust á kosningum er mikils virði og þess vegna erum við hér í kvöld.“ Grunnatriði að traust ríkji áfram Stefanía segir mikilvægt í sterku lýðræðisríki að traust sé borið til niðurstaðna kosninga og fólk hlýti niðurstöðunum. Breytingar sem þessar geti vissulega haft áhrif á trúverðugleika þeirra. „Þetta er algjört grunnatriði. Það má ekki vera neinn vafi í hugum fólks um réttmæti niðurstaðna því það grefur undan öllu lýðræðiskerfinu okkar. Við höfum verið svo heppin að það hefur ríkt traust hér en í ýmsum öðrum löndum, meðal annars í Bandaríkjunum, hefur verið vaxandi vantraust í gangi,“ sagði Stefanía í kvöldfréttum Stöðvar 2. Vísar hún til að mynda til þess að um 70 prósent kjósenda Repúblikana viðurkenni ekki enn þá staðreynd að Joe Biden hafi unnið forsetakosningarnar í nóvember 2020. Aðspurð um næstu skref sagði Stefanía þau vera að fara yfir gögnin sem óskað hafi verið frá yfirkjörstjórnum. „Mögulega eru skýringarnar viðhlýtandi og málið þannig afgreitt en komi í ljós að það hafi orðið misbrestur á framkvæmd kosninganna þá er illt í efni, ef svo má segja. Í versta falli yrði að kjósa aftur í þessu kjördæmi og þá vitum auðvitað ekki hvernig kosningarnar fóru fyrr en það liggur allt saman fyrir,“ sagði Stefanía.
Alþingiskosningar 2021 Suðurkjördæmi Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Ekkert athugavert við talningu í Suðvesturkjördæmi Landskjörstjórn hefur fengið þrjár skýrslur um framkvæmd talningar og á von á fleirum síðar í kvöld og á morgun. Óskað var eftir skýrslum frá yfirkjörstjórnum í öllum kjördæmum eftir að mistök komu í ljós við endurtalningu í Norðvesturkjördæmi í gær. 27. september 2021 21:17 Staðan bagaleg að mati formanns landskjörstjórnar sem segir óvissu ríkja þangað til skýrslur Landskjörstjórn hefur óskað eftir skýrslum frá yfirkjörstjórnum um framkvæmd kosninganna í hverju kjördæmi fyrir sig, en sérstökum skýrslum frá yfirkjörstjórnum í Norðvestur- og Suðurkjördæmum. 27. september 2021 15:37 Atkvæði verða talin aftur í Suðurkjördæmi Ráðist verður í endurtalningu atkvæða í Suðurkjördæmi eftir að fjórir stjórnmálaflokkar fóru fram á slíkt. Þetta staðfestir Þórir Haraldsson, formaður yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi. 27. september 2021 14:08 berast Landskjörstjórn hefur óskað eftir skýrslum frá yfirkjörstjórnum um framkvæmd kosninganna í hverju kjördæmi fyrir sig, en sérstökum skýrslum frá yfirkjörstjórnum í Norðvestur- og Suðurkjördæmum. 27. september 2021 15:37 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Fleiri fréttir Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Sjá meira
Ekkert athugavert við talningu í Suðvesturkjördæmi Landskjörstjórn hefur fengið þrjár skýrslur um framkvæmd talningar og á von á fleirum síðar í kvöld og á morgun. Óskað var eftir skýrslum frá yfirkjörstjórnum í öllum kjördæmum eftir að mistök komu í ljós við endurtalningu í Norðvesturkjördæmi í gær. 27. september 2021 21:17
Staðan bagaleg að mati formanns landskjörstjórnar sem segir óvissu ríkja þangað til skýrslur Landskjörstjórn hefur óskað eftir skýrslum frá yfirkjörstjórnum um framkvæmd kosninganna í hverju kjördæmi fyrir sig, en sérstökum skýrslum frá yfirkjörstjórnum í Norðvestur- og Suðurkjördæmum. 27. september 2021 15:37
Atkvæði verða talin aftur í Suðurkjördæmi Ráðist verður í endurtalningu atkvæða í Suðurkjördæmi eftir að fjórir stjórnmálaflokkar fóru fram á slíkt. Þetta staðfestir Þórir Haraldsson, formaður yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi. 27. september 2021 14:08
berast Landskjörstjórn hefur óskað eftir skýrslum frá yfirkjörstjórnum um framkvæmd kosninganna í hverju kjördæmi fyrir sig, en sérstökum skýrslum frá yfirkjörstjórnum í Norðvestur- og Suðurkjördæmum. 27. september 2021 15:37