Fleiri vilja endurtalningu í Suðurkjördæmi Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 26. september 2021 23:28 Frá kjörstað við Vallaskóla á Selfossi í gær. stöð 2 Píratar í Suðurkjördæmi hafa nú tekið undir kröfu Vinstri grænna um að atkvæði í kjördæminu verði endurtalin en þar munar sjö atkvæðum á lista Vinstri grænna, sem náðu ekki inn manni, og Miðflokksins sem fékk síðasta kjördæmakjörna þingmanninn. Endurtalning fór fram í Norðvesturkjördæmi í dag þar sem nokkur atkvæði hliðruðust til milli nokkurra flokka, sem varð til þess að jöfnunarsæti í öllum kjördæmum nema einu fóru á flakk. Ef endurtalning í Suðurkjördæmi leiddi það í ljós að VG væri með fleiri atkvæði en Miðflokkur myndi það hafa svipaðar afleiðingar í för með sér, því kjördæmakjörinn þingmaður Miðflokksins dytti þá út og yrði flokkurinn þá að fá annan þingmann inn sem jöfnunarmann. Í hvaða kjördæmi það yrði og á hvaða önnur jöfnunarsæti það hefði áhrif er þá óljóst. Heimildir fréttastofu herma þá að Sjálfstæðismenn skoði möguleikann á að taka undir kröfu VG um endurtalningu. Þetta vildi Ingvar Pétur Guðbjörnsson, umboðsmaður flokksins, þó ekki staðfesta í samtali við fréttastofu. Hann sagði að engin formleg beiðni hefði enn verið lögð inn frá flokknum og sagðist ekki vilja tjá sig meira um málið að svo stöddu. Mikilvægt fyrir lýðræðið Álfheiður Eymarsdóttir, oddviti Pírata í kjördæminu, sem nær ekki inn á þing lýsti því yfir á Facebook í kvöld að Píratar tækju undir kröfu um endurtalningu. Álfheiður Eymarsdóttir, oddviti Pírata í Suðurkjördæmi, var langt frá því að komast á þing sem kjördæmakjörinn þingmaður en telur samt sem áður mikilvægt fyrir lýðræðið að endurtalning fari fram. „Þetta skiptir engu máli fyrir niðurstöður Pírata í kjördæminu. Við virðum lýðræðið og teljum VG í fullum lýðræðislegum rétti til að fá endurtalningu í ljósi stöðunnar. Við hefðum staðið með hvaða framboði sem er í sömu stöðu,“ skrifar hún á Facebook. Ef Sjálfstæðismenn færu fram á það sama lægi líklega svipaður lýðræðisvilji að baki en það verður ekki séð í fljótu bragði að flokkurinn gæti hagnast nokkuð á endurtalningu atkvæða í kjördæminu. Álfheiður gagnrýnir þá að yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi hafi sjálf ákveðið að fara í „úrtaks- og gæðakönnun“ á verkferlum sínum í dag; farið yfir allar talningar og tekið tilviljanakennt úrtak bæðu utankjörfundar og kjörfundaratkvæðum í það ferli, eins og formaður yfirkjörstjórnarinnar lýsti yfir í dag. „Enn fremur teljum við "gæðatékk" ekki samræmast kosningalögum, hvað þá gæðatékk þar sem umboðsmenn eru ekki látnir vita eða eru viðstaddir,“ skrifar hún. Hún segir að Píratar hafi komið þessum athugasemdum á framfæri við yfirkjörstjórn Suðurkjördæmis og beðið um skýringar á því hvernig atkvæða var gætt frá því talningu lauk í morgun. Alþingiskosningar 2021 Suðurkjördæmi Píratar Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Miklar breytingar á jöfnunarmönnum eftir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi Eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi sem lauk nú síðdegis kom í ljós að atkvæði Viðreisnar höfðu verið oftalin um 9 og atkvæði Miðflokksins um 5. Þetta hrindir af stað mikilli hringekju við útdeilingu jöfnunarþingsæta. 26. september 2021 18:09 Konur ekki lengur í meirihluta á Alþingi eftir endurtalningu Þegar lokatölur úr öllum kjördæmum í Alþingiskosningunum lágu fyrir í morgun var útlit fyrir að konur yrðu í meirihluta á Alþingi, í fyrsta sinn í sögunni. Eftir að endurtalning í Norðvesturkjördæmi breytti röðun jöfnunarþingmanna er sá meirihluti hins vegar að engu orðinn. 26. september 2021 18:47 Vinstri græn biðja um endurtalningu í Suðurkjördæmi Yfirkjörstjórn Suðurkjördæmis hefur borist beiðni um endurtalningu atkvæða í kjördæminu. Mjótt var á mununum í kjördæminu og nokkur atkvæði til eða frá geta breytt stöðunni, líkt og endurtalning dagsins í Norðvesturkjördæmi hefur sýnt. 26. september 2021 19:18 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira
Endurtalning fór fram í Norðvesturkjördæmi í dag þar sem nokkur atkvæði hliðruðust til milli nokkurra flokka, sem varð til þess að jöfnunarsæti í öllum kjördæmum nema einu fóru á flakk. Ef endurtalning í Suðurkjördæmi leiddi það í ljós að VG væri með fleiri atkvæði en Miðflokkur myndi það hafa svipaðar afleiðingar í för með sér, því kjördæmakjörinn þingmaður Miðflokksins dytti þá út og yrði flokkurinn þá að fá annan þingmann inn sem jöfnunarmann. Í hvaða kjördæmi það yrði og á hvaða önnur jöfnunarsæti það hefði áhrif er þá óljóst. Heimildir fréttastofu herma þá að Sjálfstæðismenn skoði möguleikann á að taka undir kröfu VG um endurtalningu. Þetta vildi Ingvar Pétur Guðbjörnsson, umboðsmaður flokksins, þó ekki staðfesta í samtali við fréttastofu. Hann sagði að engin formleg beiðni hefði enn verið lögð inn frá flokknum og sagðist ekki vilja tjá sig meira um málið að svo stöddu. Mikilvægt fyrir lýðræðið Álfheiður Eymarsdóttir, oddviti Pírata í kjördæminu, sem nær ekki inn á þing lýsti því yfir á Facebook í kvöld að Píratar tækju undir kröfu um endurtalningu. Álfheiður Eymarsdóttir, oddviti Pírata í Suðurkjördæmi, var langt frá því að komast á þing sem kjördæmakjörinn þingmaður en telur samt sem áður mikilvægt fyrir lýðræðið að endurtalning fari fram. „Þetta skiptir engu máli fyrir niðurstöður Pírata í kjördæminu. Við virðum lýðræðið og teljum VG í fullum lýðræðislegum rétti til að fá endurtalningu í ljósi stöðunnar. Við hefðum staðið með hvaða framboði sem er í sömu stöðu,“ skrifar hún á Facebook. Ef Sjálfstæðismenn færu fram á það sama lægi líklega svipaður lýðræðisvilji að baki en það verður ekki séð í fljótu bragði að flokkurinn gæti hagnast nokkuð á endurtalningu atkvæða í kjördæminu. Álfheiður gagnrýnir þá að yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi hafi sjálf ákveðið að fara í „úrtaks- og gæðakönnun“ á verkferlum sínum í dag; farið yfir allar talningar og tekið tilviljanakennt úrtak bæðu utankjörfundar og kjörfundaratkvæðum í það ferli, eins og formaður yfirkjörstjórnarinnar lýsti yfir í dag. „Enn fremur teljum við "gæðatékk" ekki samræmast kosningalögum, hvað þá gæðatékk þar sem umboðsmenn eru ekki látnir vita eða eru viðstaddir,“ skrifar hún. Hún segir að Píratar hafi komið þessum athugasemdum á framfæri við yfirkjörstjórn Suðurkjördæmis og beðið um skýringar á því hvernig atkvæða var gætt frá því talningu lauk í morgun.
Alþingiskosningar 2021 Suðurkjördæmi Píratar Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Miklar breytingar á jöfnunarmönnum eftir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi Eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi sem lauk nú síðdegis kom í ljós að atkvæði Viðreisnar höfðu verið oftalin um 9 og atkvæði Miðflokksins um 5. Þetta hrindir af stað mikilli hringekju við útdeilingu jöfnunarþingsæta. 26. september 2021 18:09 Konur ekki lengur í meirihluta á Alþingi eftir endurtalningu Þegar lokatölur úr öllum kjördæmum í Alþingiskosningunum lágu fyrir í morgun var útlit fyrir að konur yrðu í meirihluta á Alþingi, í fyrsta sinn í sögunni. Eftir að endurtalning í Norðvesturkjördæmi breytti röðun jöfnunarþingmanna er sá meirihluti hins vegar að engu orðinn. 26. september 2021 18:47 Vinstri græn biðja um endurtalningu í Suðurkjördæmi Yfirkjörstjórn Suðurkjördæmis hefur borist beiðni um endurtalningu atkvæða í kjördæminu. Mjótt var á mununum í kjördæminu og nokkur atkvæði til eða frá geta breytt stöðunni, líkt og endurtalning dagsins í Norðvesturkjördæmi hefur sýnt. 26. september 2021 19:18 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira
Miklar breytingar á jöfnunarmönnum eftir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi Eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi sem lauk nú síðdegis kom í ljós að atkvæði Viðreisnar höfðu verið oftalin um 9 og atkvæði Miðflokksins um 5. Þetta hrindir af stað mikilli hringekju við útdeilingu jöfnunarþingsæta. 26. september 2021 18:09
Konur ekki lengur í meirihluta á Alþingi eftir endurtalningu Þegar lokatölur úr öllum kjördæmum í Alþingiskosningunum lágu fyrir í morgun var útlit fyrir að konur yrðu í meirihluta á Alþingi, í fyrsta sinn í sögunni. Eftir að endurtalning í Norðvesturkjördæmi breytti röðun jöfnunarþingmanna er sá meirihluti hins vegar að engu orðinn. 26. september 2021 18:47
Vinstri græn biðja um endurtalningu í Suðurkjördæmi Yfirkjörstjórn Suðurkjördæmis hefur borist beiðni um endurtalningu atkvæða í kjördæminu. Mjótt var á mununum í kjördæminu og nokkur atkvæði til eða frá geta breytt stöðunni, líkt og endurtalning dagsins í Norðvesturkjördæmi hefur sýnt. 26. september 2021 19:18