Herra Hnetusmjör og We Are the Champions á trylltri kosningavöku Framsóknar Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 26. september 2021 03:01 Herra Hnetusmjör skemmti Framsóknarfólki í kvöld. Óhætt er að segja að stemmningin hafi verið biluð í kvöld. Vísir/Vilhelm „Við ætlum okkur stóra hluti,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir við stuðningsmenn Framsóknarflokksins þegar hún ávarpaði partýið skömmu eftir miðnætti. „Til hamingju með kvöldið.“ Lilja Alfreðsdóttir fylgist með partýinu á Grandagarði.Vísir/Vilhelm Troðfullt var út úr húsi á kosningarvöku Framsóknarflokksins úti á Granda í kvöld. Færri komust að en vildu og var hópur fólks fyrir utan sem beið í von um að einhverjir færu heim og pláss gæti myndast. Einhverjir voru svo svekktir yfir því að fá ekki að fara inn að þeir reyndu að rífast við dyravörðinn, án árangurs enda var hún grjóthörð. Unga fólkið djammaði hjá Framsókn.Vísir/Vilhelm Allt ætlaði að verða vitlaust þegar rapparinn Herra Hnetusmjör steig á svið og tók nokkur lög. Gólfið nötraði og fólk dansaði eins og enginn væri morgundagurinn. Meðalaldurinn var mun lægri en í öðrum kosningapartýum. Lilja og Ásmundur stigu á svið á eftir Herra Hnetusmjör.Vísir/Vilhelm Lilja Alfreðsdóttir stóð fremst við sviðið og tók myndbönd af rapparanum og stuðningsfólkinu og brosti út að eyrum. Hér fyrir neðan má sjá stutt myndband sem sýnir stemninguna í kosningavöku Framsóknar skömmu eftir miðnætti. Klippa: Herra Hnetusmjör á kosningavöku Framsóknar Stuðningsmenn voru í faðmlögum og sungu saman lög eins og We Are The Champions og öskruðu svo „Reykjavík er okkar, já hún er okkar...“ Elín Guðmunds ljósmyndari Vísis náði þessu skemmtilega myndbandi af sáttum Framsóknarmönnum. Klippa: Sigurvíma á kosningavöku Framsóknar Um eitt var enn verið að bera inn bala fulla af ísmolum og ljóst að hópurinn ætlaði að halda áfram fram á nótt. Undirrituð heimsótti allar tíu kosningavökurnar í Reykjavík og var stemningin í Framsókn var áberandi best. Hópurinn fagnaði með miklum látum í hvert einasta skipti sem nýjar tölur bárust og var ljóst að stuðningsmenn Framsóknar voru í skýjunum með niðurstöður kosninganna. „Njótið kvöldsins, takk kærlega fyrir ykkur,“ sagði Ásmundur Einar þakklátur. Alþingiskosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Kosningapartý á Nesinu sem verður seint toppað Logi Ágústs, Glúmur og Lilja í epísku kosningapartý á Seltjarnarnesinu? Ekki alveg en einhver hefði þó látið blekkjast. Hressir vinir blésu til partýs í tilefni kosninga þar sem allir klæddu sig upp sem þingmenn og voru í banastuði. 26. september 2021 02:13 Konur í meirihluta á Alþingi í fyrsta sinn? Eins og sakir standa eru fleiri konur en karlar inni á þingi. Ef kynjahlutföllin haldast óbreytt verður þetta í fyrsta sinn sem konur eru í meirihluta á Alþingi. 26. september 2021 01:59 Ásmundur inni í fyrstu tölum: „Takk Reykjavík“ Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra og oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, nær inn á þing miðað við fyrstu tölur úr kjördæminu. 26. september 2021 00:18 „Ekki bara eldri karlar í Framsóknarflokknum“ Sigurður Ingi Jóhannsson segir það alls ekki svo að bara eldri karlar séu í Framsóknarflokknum. Stór hjörð ungs fólks hafi bæst í lið við flokkinn undanfarið kjörtímabil og ungar konur séu sérstaklega áberandi í hópnum. 25. september 2021 23:20 Mest lesið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bíó og sjónvarp Lítill rappari á leiðinni Lífið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Hljóp undir fölsku nafni Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Lífið Sjö rétta líbönsk veisla sem þú mátt alls ekki missa af! Lífið samstarf Fleiri fréttir Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Sjá meira
„Til hamingju með kvöldið.“ Lilja Alfreðsdóttir fylgist með partýinu á Grandagarði.Vísir/Vilhelm Troðfullt var út úr húsi á kosningarvöku Framsóknarflokksins úti á Granda í kvöld. Færri komust að en vildu og var hópur fólks fyrir utan sem beið í von um að einhverjir færu heim og pláss gæti myndast. Einhverjir voru svo svekktir yfir því að fá ekki að fara inn að þeir reyndu að rífast við dyravörðinn, án árangurs enda var hún grjóthörð. Unga fólkið djammaði hjá Framsókn.Vísir/Vilhelm Allt ætlaði að verða vitlaust þegar rapparinn Herra Hnetusmjör steig á svið og tók nokkur lög. Gólfið nötraði og fólk dansaði eins og enginn væri morgundagurinn. Meðalaldurinn var mun lægri en í öðrum kosningapartýum. Lilja og Ásmundur stigu á svið á eftir Herra Hnetusmjör.Vísir/Vilhelm Lilja Alfreðsdóttir stóð fremst við sviðið og tók myndbönd af rapparanum og stuðningsfólkinu og brosti út að eyrum. Hér fyrir neðan má sjá stutt myndband sem sýnir stemninguna í kosningavöku Framsóknar skömmu eftir miðnætti. Klippa: Herra Hnetusmjör á kosningavöku Framsóknar Stuðningsmenn voru í faðmlögum og sungu saman lög eins og We Are The Champions og öskruðu svo „Reykjavík er okkar, já hún er okkar...“ Elín Guðmunds ljósmyndari Vísis náði þessu skemmtilega myndbandi af sáttum Framsóknarmönnum. Klippa: Sigurvíma á kosningavöku Framsóknar Um eitt var enn verið að bera inn bala fulla af ísmolum og ljóst að hópurinn ætlaði að halda áfram fram á nótt. Undirrituð heimsótti allar tíu kosningavökurnar í Reykjavík og var stemningin í Framsókn var áberandi best. Hópurinn fagnaði með miklum látum í hvert einasta skipti sem nýjar tölur bárust og var ljóst að stuðningsmenn Framsóknar voru í skýjunum með niðurstöður kosninganna. „Njótið kvöldsins, takk kærlega fyrir ykkur,“ sagði Ásmundur Einar þakklátur.
Alþingiskosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Kosningapartý á Nesinu sem verður seint toppað Logi Ágústs, Glúmur og Lilja í epísku kosningapartý á Seltjarnarnesinu? Ekki alveg en einhver hefði þó látið blekkjast. Hressir vinir blésu til partýs í tilefni kosninga þar sem allir klæddu sig upp sem þingmenn og voru í banastuði. 26. september 2021 02:13 Konur í meirihluta á Alþingi í fyrsta sinn? Eins og sakir standa eru fleiri konur en karlar inni á þingi. Ef kynjahlutföllin haldast óbreytt verður þetta í fyrsta sinn sem konur eru í meirihluta á Alþingi. 26. september 2021 01:59 Ásmundur inni í fyrstu tölum: „Takk Reykjavík“ Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra og oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, nær inn á þing miðað við fyrstu tölur úr kjördæminu. 26. september 2021 00:18 „Ekki bara eldri karlar í Framsóknarflokknum“ Sigurður Ingi Jóhannsson segir það alls ekki svo að bara eldri karlar séu í Framsóknarflokknum. Stór hjörð ungs fólks hafi bæst í lið við flokkinn undanfarið kjörtímabil og ungar konur séu sérstaklega áberandi í hópnum. 25. september 2021 23:20 Mest lesið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bíó og sjónvarp Lítill rappari á leiðinni Lífið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Hljóp undir fölsku nafni Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Lífið Sjö rétta líbönsk veisla sem þú mátt alls ekki missa af! Lífið samstarf Fleiri fréttir Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Sjá meira
Kosningapartý á Nesinu sem verður seint toppað Logi Ágústs, Glúmur og Lilja í epísku kosningapartý á Seltjarnarnesinu? Ekki alveg en einhver hefði þó látið blekkjast. Hressir vinir blésu til partýs í tilefni kosninga þar sem allir klæddu sig upp sem þingmenn og voru í banastuði. 26. september 2021 02:13
Konur í meirihluta á Alþingi í fyrsta sinn? Eins og sakir standa eru fleiri konur en karlar inni á þingi. Ef kynjahlutföllin haldast óbreytt verður þetta í fyrsta sinn sem konur eru í meirihluta á Alþingi. 26. september 2021 01:59
Ásmundur inni í fyrstu tölum: „Takk Reykjavík“ Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra og oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, nær inn á þing miðað við fyrstu tölur úr kjördæminu. 26. september 2021 00:18
„Ekki bara eldri karlar í Framsóknarflokknum“ Sigurður Ingi Jóhannsson segir það alls ekki svo að bara eldri karlar séu í Framsóknarflokknum. Stór hjörð ungs fólks hafi bæst í lið við flokkinn undanfarið kjörtímabil og ungar konur séu sérstaklega áberandi í hópnum. 25. september 2021 23:20