Derby í greiðslustöðvun og missir tólf stig Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. september 2021 12:48 Wayne Rooney er í afar erfiðri stöðu hjá Derby County. getty/Barrington Coombs Enska B-deildarliðið Derby County hefur verið sett í greiðslustöðvun vegna fjárhagsörðugleika. Tólf stig hafa verið dregin af Derby og liðið situr því á botni B-deildarinnar með tvö stig í mínus. Kórónuveirufaraldurinn fór sérstaklega illa með Derby en talið er að hann hafi kostað félagið tuttugu milljónir punda. Wayne Rooney er knattspyrnustjóri en hann tók við liðinu um miðjan janúar á þessu ári. Í viðtali eftir sigurinn á Stoke City um helgina sagðist hann ætla að hjálpa starfsfólki Derby sem myndi missa vinnuna á næstu dögum. „Fullt af starfsfólki félagsins mun eflaust missa starfið og það brýtur í manni hjartað. Þau eru flest öll augljóslega með húsnæðislán og reikninga sem þarf að borga. Þetta er ömurlegt í alla staði og ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að styðja við bakið á starfsfólki félagsins og hjálpa því eins og ég get. Mér líður eins og starfsfólk félaganna gleymist oft í umræðunni, það er mikið af góðu fólki sem starfar hér og hefur gert í langan tíma. Við þurfum öll að standa saman,“ sagði Rooney. Forráðamenn Derby leita nú að nýjum eigendum til að bjarga félaginu. Vonast er til að liðið geti klárað tímabilið í ensku B-deildinni. Mel Morris eignaðist meirihlut í Derby 2015 en hefur reynt að selja félagið síðan 2019. Að hans sögn hefur hann tapað í kringum tvö hundruð milljónum punda á félaginu. Championship-deildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. EFL Championship er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Sjá meira
Tólf stig hafa verið dregin af Derby og liðið situr því á botni B-deildarinnar með tvö stig í mínus. Kórónuveirufaraldurinn fór sérstaklega illa með Derby en talið er að hann hafi kostað félagið tuttugu milljónir punda. Wayne Rooney er knattspyrnustjóri en hann tók við liðinu um miðjan janúar á þessu ári. Í viðtali eftir sigurinn á Stoke City um helgina sagðist hann ætla að hjálpa starfsfólki Derby sem myndi missa vinnuna á næstu dögum. „Fullt af starfsfólki félagsins mun eflaust missa starfið og það brýtur í manni hjartað. Þau eru flest öll augljóslega með húsnæðislán og reikninga sem þarf að borga. Þetta er ömurlegt í alla staði og ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að styðja við bakið á starfsfólki félagsins og hjálpa því eins og ég get. Mér líður eins og starfsfólk félaganna gleymist oft í umræðunni, það er mikið af góðu fólki sem starfar hér og hefur gert í langan tíma. Við þurfum öll að standa saman,“ sagði Rooney. Forráðamenn Derby leita nú að nýjum eigendum til að bjarga félaginu. Vonast er til að liðið geti klárað tímabilið í ensku B-deildinni. Mel Morris eignaðist meirihlut í Derby 2015 en hefur reynt að selja félagið síðan 2019. Að hans sögn hefur hann tapað í kringum tvö hundruð milljónum punda á félaginu. Championship-deildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. EFL Championship er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Championship-deildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. EFL Championship er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Sjá meira