Enginn er annars hornabróðir í leik: Valdimar Gríms hellti sér yfir Bjarka Má Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. september 2021 13:01 Bjarki Már Elísson vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar Valdimar Grímsson hellti sér yfir hann. vísir/vilhelm Gamla Valshetjan Valdimar Grímsson lét Bjarka Má Elísson, leikmann Lemgo, heyra það eftir að Björgvin Páll Gústavsson fékk rautt spjald í leik liðanna á Hlíðarenda í gær. Lemgo vann leikinn með eins marks mun, 26-27. Björgvin Páll var rekinn af velli á 23. mínútu eftir að hafa lent á Bjarka þegar hann skoraði úr hraðaupphlaupi. Bjarki fékk smá skurð á nefið og þurfti aðhlynningu. Hann var ekki sáttur með samherja sinn í landsliðinu og tók ekki undir afsökunarbeiðni hans. Þeir skildu þó sáttir á endanum og í viðtali við Vísi sagði Bjarki að Björgvin hefði líklega ekki átt að fá rauða spjaldið. „Ég er ekki viss um hvort þetta átti að vera rautt spjald. Ég fór í hraðaupphlaup, hoppa í gegn og fékk einhvern líkamspart af honum í nefið á mér. Ég er ekki viss hvar hann stóð og hvar ég stóð, þannig ég á erfitt að segja til um hvort þetta hefði átt að vera rautt spjald,“ sagði Bjarki. „Í hita leiksins hreytti ég aðeins í Björgvin sem var ekki rétt að gera. Það eru miklar tilfinningar í þessu. Það er skrítið að koma heim og spila verandi að tapa. Við erum sáttir. Ég elska Björgvin Pál.“ Valdimar var í stúkunni á Hlíðarenda í gær og fylgist með sínu gamla liði. Hann var virkilega ósáttur við rauða spjaldið og þegar Bjarki var við varamannabekk Lemgo lét Valdimar hann heyra það og virtist ansi heitt í hamsi. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var á leiknum í gær og náði þessum myndum af reiðilestri Valdimars. vísir/vilhelm vísir/vilhelm vísir/vilhelm Mynd af atvikinu, þegar Bjarki og Björgvin lentu í samstuðinu, má sjá hér fyrir neðan. Bjarki Már fékk smá skurð en Björgvin Páll rauða spjaldið.vísir/vilhelm Bjarki lék einkar vel í leiknum í gær og var markahæstur á vellinum með níu mörk. Hann skoraði meðal annars síðustu þrjú mörk Lemgo af vítalínunni. Valur og Lemgo mætast öðru sinni í Þýskalandi eftir viku. Sigurvegarinn í einvíginu kemst í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Eins og sjá má skildu Björgvin Páll og Bjarki Már sáttir.vísir/vilhelm Valur Handbolti Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Fleiri fréttir Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sjá meira
Björgvin Páll var rekinn af velli á 23. mínútu eftir að hafa lent á Bjarka þegar hann skoraði úr hraðaupphlaupi. Bjarki fékk smá skurð á nefið og þurfti aðhlynningu. Hann var ekki sáttur með samherja sinn í landsliðinu og tók ekki undir afsökunarbeiðni hans. Þeir skildu þó sáttir á endanum og í viðtali við Vísi sagði Bjarki að Björgvin hefði líklega ekki átt að fá rauða spjaldið. „Ég er ekki viss um hvort þetta átti að vera rautt spjald. Ég fór í hraðaupphlaup, hoppa í gegn og fékk einhvern líkamspart af honum í nefið á mér. Ég er ekki viss hvar hann stóð og hvar ég stóð, þannig ég á erfitt að segja til um hvort þetta hefði átt að vera rautt spjald,“ sagði Bjarki. „Í hita leiksins hreytti ég aðeins í Björgvin sem var ekki rétt að gera. Það eru miklar tilfinningar í þessu. Það er skrítið að koma heim og spila verandi að tapa. Við erum sáttir. Ég elska Björgvin Pál.“ Valdimar var í stúkunni á Hlíðarenda í gær og fylgist með sínu gamla liði. Hann var virkilega ósáttur við rauða spjaldið og þegar Bjarki var við varamannabekk Lemgo lét Valdimar hann heyra það og virtist ansi heitt í hamsi. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var á leiknum í gær og náði þessum myndum af reiðilestri Valdimars. vísir/vilhelm vísir/vilhelm vísir/vilhelm Mynd af atvikinu, þegar Bjarki og Björgvin lentu í samstuðinu, má sjá hér fyrir neðan. Bjarki Már fékk smá skurð en Björgvin Páll rauða spjaldið.vísir/vilhelm Bjarki lék einkar vel í leiknum í gær og var markahæstur á vellinum með níu mörk. Hann skoraði meðal annars síðustu þrjú mörk Lemgo af vítalínunni. Valur og Lemgo mætast öðru sinni í Þýskalandi eftir viku. Sigurvegarinn í einvíginu kemst í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Eins og sjá má skildu Björgvin Páll og Bjarki Már sáttir.vísir/vilhelm
Valur Handbolti Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Fleiri fréttir Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sjá meira