Segir ráðherra fara um með „friðlýsingasprotann í skjóli nætur“ Samúel Karl Ólason og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 21. september 2021 20:37 Guðmundur Ingi Guðbrandsson og Vilhjálmur Árnason. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir Guðmund Inga Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, fara um landið með „friðlýsingasprotann í skjóli nætur“. Hann sé að friðlýsa landsvæði um víðan völl án samráðs og faglegs undirbúnings. Þetta skrifar Vilhjálmur í Facebookfærslu sem ber fyrirsögnina „ólöglegt og siðlaust“ og fjallar að mestu um viðleitni umhverfisráðherra til að stækka Vatnajökulsþjóðgarð og að friðlýsa vatnasvið Jökulsár á fjöllum. Í áðurnefndri Facebookfærslu segist Vilhjálmur ekki lengur geta orða bundist yfir framgöngu umhverfisráðherra og segir hann meðal annars brjóta lög og skauta hjá lýðræðinu og mannasiðum. Vilhjálmur segir einnig að Guðmundur hafi ekki fjárveitingavald, né löggjafarvald þar sem hann sé ekki kjörinn þingmaður. „Spyrja sig hvort vinstri græn séu bara að stýra öllu?“ Um það af hverju Vilhjálmur varpi fram svo harðri gagnrýni núna þegar ríkisstjórnarsamstarfið er að komast á leiðarenda, segir hann þetta ekki í fyrsta sinn sem hann gagnrýni þessi tilþrif Guðmundar. „Eins og ég segi þá hef ég gagnrýnt þetta áður. Og við og Vinstri græn erum bara sitthvor flokkurinn með sitthvorar áherslurnar. Þegar fólk hagar sér svona þá segja okkar kjósendur bara „heyrðu þið eruð orðin vinstri flokkur ef þið látið svona ganga eftir,“ segir Vilhjálmur í samtali við fréttastofu. „Okkar flokksmenn spyrja sig hvort vinstri græn séu bara að stýra öllu?“ Gagnkvæm virðing nauðsynleg Spurður hvort þetta setji strik í reikninginn fyrir mögulegt áframhaldandi samstarf eftir kosningar segir Vilhjálmur: „Ef það á að vera eitthvað samstarf þá þarf að vera gagnkvæm virðing. Erum við búin að vera að umbreyta einhverjum kerfum eins og umhverfisráðherra og heilbrigðisráðherra hafa gert?“ spyr Vilhjálmur og nefnir sem dæmi að utanríkisráðherra Sjálfstæðisflokksins hafi samþykkt að ráðast ekki í uppbyggingu fyrir NATÓ á Íslandi eins og stóð til boða vegna andstöðu VG við það mál. „Þau geta ekkert haldið það að við sitjum bara hjá á meðan þau eru að valta yfir okkur á meðan við sýnum þeim þá virðingu að ráðast ekki í svona mál án samráðs.“ Þannig þér hugnast ekki áframhaldandi samstarf við VG? „Ja, ef að við fáum skýr skilaboð um það, jú. Það er okkar ábyrgð að virða það að ef að skýr vilji er hjá kjósendum fyrir því, þá kjósa þeir það og þá hlýtur að vera eðlilegast fyrir okkur að koma fyrst og ræða saman áður en annað er reynt,“ segir Vilhjálmur. „En þá er mikilvægt líka að svona gagnrýni komi bara fram áður en það gerist.“ Segir Guðmund Inga hafa lofað gulli og grænum skógum Hann segir Guðmund Inga þá hafa lofað sveitarstjórnum gulli og grænum skógum, störfum og fjármagni, til að fá að stækka hjá þeim Vatnajökulsþjóðgarð. Einhver hafi samþykkt það. „Þarna er hann bara að stefna að því að ná sínum miðhálendisþjógarði án þess að það fari sína eðlilegu leið í gegn um þingið,“ segir Vilhjálmur. „Ef þú lest lög um Vatnajökulsþjóðgarð þá er það stjórnin sem á að koma með tillögur að stækkun en ekki ráðherrann. Hann á ekki að fá stækkun hjá sveitarstjórnum með því að bjóða þeim störf í staðinn. Hann er að taka fram fyrir hendur á stjórninni og hinum sveitarfélögunum sem eru í þjóðgarðinum,“ heldur hann áfram. „Það er bara verið að fara fram hjá allri stjórnsýslu og lögum í þessum málum.“ Þannig þú telur þetta ólöglegt? „Já, ég tel það. Og er búinn að tala um ráðherrann um það.“ Og hvað sagði hann? „Hann sagðist bara ekki vera sammála því.“ Segir ólöglegt að friðlýsa heilu vatnasviðin Í umræddri Facebookfærslu segir Vilhjálmur það ekki standast lög að friðlýsa heilu vatnasviðin á grundvelli rammaáætlunar. Alþingi þurfi að skilgreina þau svæði sem eigi að friðlýsa nákvæmlega. Það hafi ekki verið gert og friðlýsing Jökulsár, sem Vilhjálmur segir ólöglega, sé nú fyrir dómstólum. Þar að auki hafi sveitarstjórnarfulltrúar mótmælt því harðlega að heilu vatnasviðin séu friðlýst. „Fyrir rúmum tveimur árum þá var Jökulsá á fjöllum friðlýst á grundvelli rammaáætlunar. Þá friðlýsti hann bara alla ána en ekki bara virkjanakostinn og ég benti þá á að það væri ekki löglegt,“ segir Vilhjálmur í samtali við fréttastofu. Hann segir einnig að í kjölfarið hafi verið fundað um það í meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar, sem hafi komið fram með sín sjónarmið í málum sem þessum – að ekki mætti friðlýsa heilu vatnasvæðin heldur aðeins virkjanakostina. Vilhjálmur segir að einnig hafi verið fundað um þetta innan meirihlutans eftir að hann benti á þessi sjónarmið. Ráðherrann hafi þá reynt að leggja fram rammaáætlun með ákvæði um að hann mætti friðlýsa á þennan hátt en Vilhjálmur hafi gert honum það ljóst að hann myndi ekki hleypa því í gegn, en Vilhjálmur var framsögumaður málsins í nefnd. Vilhjálmur segir að þá hafi verið í farvatninu hjá ráðherranum að friðlýsa Jökulfall og Hvítárvatnasviðið en hann hætt við eftir það. Eftir það mál hafi það verið skilningur Vilhjálms að ráðherrann myndi ekki reyna svona aftur en hann „hlaupi nú til með þetta umdeilda dæmi korter í kosningar“ og það til að friðlýsa sama svæði. Óboðleg vinnubrögð Vilhjálmur segir sömuleiðis í Facebookfærslunni að ólöglegt sé að stækka Vatnajökulsþjóðgarð án samráðs við sveitarstjórnir á svæðinu og annarra atriða. Þar á meðal undirbúnings innan stjórnsýslunnar. „Það er óeðlilegt að hægt sé að gera svæði að þjóðgarði með reglugerðarbreytingu en friðlýsing skv. náttúruverndarlögum þarf að fara í ítarlega stjórnsýslumeðferð.“ Þá segir Vilhjálmur að vinnubrögð Guðmundar séu á þann veg að ekki sé hægt að bjóða almenningi upp á þau. Eins og áður segir er Vilhjálmur þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Guðmundur Ingi varaformaður Vinstri grænna og ráðherra á þeirra vegum. Báðir flokkar eru í ríkisstjórn, auk Framsóknarflokksins. Umhverfismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vatnajökulsþjóðgarður Þjóðgarðar Tengdar fréttir Lögðu mat á stefnu flokkanna í málefnum hálendisins Stefna Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins þegar kemur að stofnun Hálendisþjóðgarðs hlýtur ekki náð fyrir augum fulltrúa náttúruverndarsamtaka, á meðan stefnur Vinstri grænna, Pírata, Samfylkingar, Viðreisnar og Sósíalistaflokksins fá grænt ljós. 11. september 2021 08:31 Skyndifundur í Skaftártungu af ótta við þjóðgarðsstækkun Bændur í Skaftártungu og Álftaveri fjölmenntu til skyndifundar í gærkvöldi af ótta við að umhverfisráðherra hyggist fyrir komandi kosningar stækka Vatnajökulsþjóðgarð yfir afréttarlönd þeirra í Skaftárhreppi. Þeir krefjast þess að málinu verði frestað. 2. september 2021 18:54 Útilokað að hálendisþjóðgarðurinn verði samþykktur í núverandi mynd Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Sigurður Ingi Jóhannesson, telur útilokað að frumvarp um hálendisþjóðgarð í sinni núverandi mynd verði að lögum á þessu þingi. 30. maí 2021 22:24 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Þetta skrifar Vilhjálmur í Facebookfærslu sem ber fyrirsögnina „ólöglegt og siðlaust“ og fjallar að mestu um viðleitni umhverfisráðherra til að stækka Vatnajökulsþjóðgarð og að friðlýsa vatnasvið Jökulsár á fjöllum. Í áðurnefndri Facebookfærslu segist Vilhjálmur ekki lengur geta orða bundist yfir framgöngu umhverfisráðherra og segir hann meðal annars brjóta lög og skauta hjá lýðræðinu og mannasiðum. Vilhjálmur segir einnig að Guðmundur hafi ekki fjárveitingavald, né löggjafarvald þar sem hann sé ekki kjörinn þingmaður. „Spyrja sig hvort vinstri græn séu bara að stýra öllu?“ Um það af hverju Vilhjálmur varpi fram svo harðri gagnrýni núna þegar ríkisstjórnarsamstarfið er að komast á leiðarenda, segir hann þetta ekki í fyrsta sinn sem hann gagnrýni þessi tilþrif Guðmundar. „Eins og ég segi þá hef ég gagnrýnt þetta áður. Og við og Vinstri græn erum bara sitthvor flokkurinn með sitthvorar áherslurnar. Þegar fólk hagar sér svona þá segja okkar kjósendur bara „heyrðu þið eruð orðin vinstri flokkur ef þið látið svona ganga eftir,“ segir Vilhjálmur í samtali við fréttastofu. „Okkar flokksmenn spyrja sig hvort vinstri græn séu bara að stýra öllu?“ Gagnkvæm virðing nauðsynleg Spurður hvort þetta setji strik í reikninginn fyrir mögulegt áframhaldandi samstarf eftir kosningar segir Vilhjálmur: „Ef það á að vera eitthvað samstarf þá þarf að vera gagnkvæm virðing. Erum við búin að vera að umbreyta einhverjum kerfum eins og umhverfisráðherra og heilbrigðisráðherra hafa gert?“ spyr Vilhjálmur og nefnir sem dæmi að utanríkisráðherra Sjálfstæðisflokksins hafi samþykkt að ráðast ekki í uppbyggingu fyrir NATÓ á Íslandi eins og stóð til boða vegna andstöðu VG við það mál. „Þau geta ekkert haldið það að við sitjum bara hjá á meðan þau eru að valta yfir okkur á meðan við sýnum þeim þá virðingu að ráðast ekki í svona mál án samráðs.“ Þannig þér hugnast ekki áframhaldandi samstarf við VG? „Ja, ef að við fáum skýr skilaboð um það, jú. Það er okkar ábyrgð að virða það að ef að skýr vilji er hjá kjósendum fyrir því, þá kjósa þeir það og þá hlýtur að vera eðlilegast fyrir okkur að koma fyrst og ræða saman áður en annað er reynt,“ segir Vilhjálmur. „En þá er mikilvægt líka að svona gagnrýni komi bara fram áður en það gerist.“ Segir Guðmund Inga hafa lofað gulli og grænum skógum Hann segir Guðmund Inga þá hafa lofað sveitarstjórnum gulli og grænum skógum, störfum og fjármagni, til að fá að stækka hjá þeim Vatnajökulsþjóðgarð. Einhver hafi samþykkt það. „Þarna er hann bara að stefna að því að ná sínum miðhálendisþjógarði án þess að það fari sína eðlilegu leið í gegn um þingið,“ segir Vilhjálmur. „Ef þú lest lög um Vatnajökulsþjóðgarð þá er það stjórnin sem á að koma með tillögur að stækkun en ekki ráðherrann. Hann á ekki að fá stækkun hjá sveitarstjórnum með því að bjóða þeim störf í staðinn. Hann er að taka fram fyrir hendur á stjórninni og hinum sveitarfélögunum sem eru í þjóðgarðinum,“ heldur hann áfram. „Það er bara verið að fara fram hjá allri stjórnsýslu og lögum í þessum málum.“ Þannig þú telur þetta ólöglegt? „Já, ég tel það. Og er búinn að tala um ráðherrann um það.“ Og hvað sagði hann? „Hann sagðist bara ekki vera sammála því.“ Segir ólöglegt að friðlýsa heilu vatnasviðin Í umræddri Facebookfærslu segir Vilhjálmur það ekki standast lög að friðlýsa heilu vatnasviðin á grundvelli rammaáætlunar. Alþingi þurfi að skilgreina þau svæði sem eigi að friðlýsa nákvæmlega. Það hafi ekki verið gert og friðlýsing Jökulsár, sem Vilhjálmur segir ólöglega, sé nú fyrir dómstólum. Þar að auki hafi sveitarstjórnarfulltrúar mótmælt því harðlega að heilu vatnasviðin séu friðlýst. „Fyrir rúmum tveimur árum þá var Jökulsá á fjöllum friðlýst á grundvelli rammaáætlunar. Þá friðlýsti hann bara alla ána en ekki bara virkjanakostinn og ég benti þá á að það væri ekki löglegt,“ segir Vilhjálmur í samtali við fréttastofu. Hann segir einnig að í kjölfarið hafi verið fundað um það í meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar, sem hafi komið fram með sín sjónarmið í málum sem þessum – að ekki mætti friðlýsa heilu vatnasvæðin heldur aðeins virkjanakostina. Vilhjálmur segir að einnig hafi verið fundað um þetta innan meirihlutans eftir að hann benti á þessi sjónarmið. Ráðherrann hafi þá reynt að leggja fram rammaáætlun með ákvæði um að hann mætti friðlýsa á þennan hátt en Vilhjálmur hafi gert honum það ljóst að hann myndi ekki hleypa því í gegn, en Vilhjálmur var framsögumaður málsins í nefnd. Vilhjálmur segir að þá hafi verið í farvatninu hjá ráðherranum að friðlýsa Jökulfall og Hvítárvatnasviðið en hann hætt við eftir það. Eftir það mál hafi það verið skilningur Vilhjálms að ráðherrann myndi ekki reyna svona aftur en hann „hlaupi nú til með þetta umdeilda dæmi korter í kosningar“ og það til að friðlýsa sama svæði. Óboðleg vinnubrögð Vilhjálmur segir sömuleiðis í Facebookfærslunni að ólöglegt sé að stækka Vatnajökulsþjóðgarð án samráðs við sveitarstjórnir á svæðinu og annarra atriða. Þar á meðal undirbúnings innan stjórnsýslunnar. „Það er óeðlilegt að hægt sé að gera svæði að þjóðgarði með reglugerðarbreytingu en friðlýsing skv. náttúruverndarlögum þarf að fara í ítarlega stjórnsýslumeðferð.“ Þá segir Vilhjálmur að vinnubrögð Guðmundar séu á þann veg að ekki sé hægt að bjóða almenningi upp á þau. Eins og áður segir er Vilhjálmur þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Guðmundur Ingi varaformaður Vinstri grænna og ráðherra á þeirra vegum. Báðir flokkar eru í ríkisstjórn, auk Framsóknarflokksins.
Umhverfismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vatnajökulsþjóðgarður Þjóðgarðar Tengdar fréttir Lögðu mat á stefnu flokkanna í málefnum hálendisins Stefna Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins þegar kemur að stofnun Hálendisþjóðgarðs hlýtur ekki náð fyrir augum fulltrúa náttúruverndarsamtaka, á meðan stefnur Vinstri grænna, Pírata, Samfylkingar, Viðreisnar og Sósíalistaflokksins fá grænt ljós. 11. september 2021 08:31 Skyndifundur í Skaftártungu af ótta við þjóðgarðsstækkun Bændur í Skaftártungu og Álftaveri fjölmenntu til skyndifundar í gærkvöldi af ótta við að umhverfisráðherra hyggist fyrir komandi kosningar stækka Vatnajökulsþjóðgarð yfir afréttarlönd þeirra í Skaftárhreppi. Þeir krefjast þess að málinu verði frestað. 2. september 2021 18:54 Útilokað að hálendisþjóðgarðurinn verði samþykktur í núverandi mynd Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Sigurður Ingi Jóhannesson, telur útilokað að frumvarp um hálendisþjóðgarð í sinni núverandi mynd verði að lögum á þessu þingi. 30. maí 2021 22:24 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Lögðu mat á stefnu flokkanna í málefnum hálendisins Stefna Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins þegar kemur að stofnun Hálendisþjóðgarðs hlýtur ekki náð fyrir augum fulltrúa náttúruverndarsamtaka, á meðan stefnur Vinstri grænna, Pírata, Samfylkingar, Viðreisnar og Sósíalistaflokksins fá grænt ljós. 11. september 2021 08:31
Skyndifundur í Skaftártungu af ótta við þjóðgarðsstækkun Bændur í Skaftártungu og Álftaveri fjölmenntu til skyndifundar í gærkvöldi af ótta við að umhverfisráðherra hyggist fyrir komandi kosningar stækka Vatnajökulsþjóðgarð yfir afréttarlönd þeirra í Skaftárhreppi. Þeir krefjast þess að málinu verði frestað. 2. september 2021 18:54
Útilokað að hálendisþjóðgarðurinn verði samþykktur í núverandi mynd Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Sigurður Ingi Jóhannesson, telur útilokað að frumvarp um hálendisþjóðgarð í sinni núverandi mynd verði að lögum á þessu þingi. 30. maí 2021 22:24