Telur viðskiptahætti Borgunar ekki hafa verið villandi og óréttmæta Atli Ísleifsson skrifar 20. september 2021 12:28 Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu að ekkert hafi fram komið í málinu sem sýnt gæti fram að Borgun hafi beitt villandi eða óréttmætum viðskiptaháttum. Getty Neytendastofa telur ekki tilefni til aðgerða af hálfu stofnunarinnar eftir kvörtun Rapyd Europe hf. þar sem fyrirtækið sakaði samkeppnisaðilann Borgun um villandi og óréttmæta viðskiptahætti. Í kvörtun Rapyd kom fram að starfsmenn Borgunar hafi nálgast viðskiptavini Rapyd undir fölskum formerkjum og talið þeim trú um að Borgun væri búið að kaupa greiðsluþjónustufyrirtækið sem viðskiptavinirnir væru í viðskiptum við. „Starfsmenn Borgunar hafi mætt fyrirvaralaust og óumbeðið á starfsstöð viðskiptavina Rapyd og skipt eða reynt að skipta um greiðsluposa án þess að afla fyrirfram skriflegs samþykkis og án þess að gera við þá þjónustusamning. Borgun hafnaði málatilbúnaði Rapyd að öllu leyti sem röngum og ósönnuðum. Félagið hafi verið í söluátaki þar sem starfsmenn hafi heimsótt núverandi og nýja viðskiptavini. Slíkt framferði fyrirtækis, að gefa sig á tal við nýja viðskiptavini, í því skyni að afla viðskipta, verði að telja eðlilegan hluta af starfsemi allra fyrirtækja. Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu að ekkert hafi fram komið í málinu sem sýnt gæti fram að Borgun hafi beitt villandi eða óréttmætum viðskiptaháttum. Var það því mat Neytendastofu að ekki væri tilefni til aðgerða af hálfu stofnunarinnar í málinu,“ segir á vef Neytendastofu. Nýleg eigendaskipti hafi valdið ruglingi Í ákvörðun Neytendastofu kemur fram að það liggi fyrir að bæði Rapyd og Borgun hafi nýverið gengið í gegnum eigendaskipti og því samhliða nafnaskipti. Rapyd hafi áður heitið Korta og Borgun heiti nú Salt Pay. „Að mati Neytendastofu má leiða líkum að því að sá misskilningur sem seljendur virðast hafa upplifað í framangreindum tilvikum megi rekja til umræddra eigenda- og nafnaskipta. Neytendastofa hvetur bæði fyrirtæki til að gæta þess í samskiptum sínum við viðskiptamenn og aðra aðila að vera skýr í allri upplýsingagjöf og kynningarefni,“ segir meðal annars í ákvörðun Neytendastofu. Greiðslumiðlun Neytendur Mest lesið Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fleiri fréttir „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira
Í kvörtun Rapyd kom fram að starfsmenn Borgunar hafi nálgast viðskiptavini Rapyd undir fölskum formerkjum og talið þeim trú um að Borgun væri búið að kaupa greiðsluþjónustufyrirtækið sem viðskiptavinirnir væru í viðskiptum við. „Starfsmenn Borgunar hafi mætt fyrirvaralaust og óumbeðið á starfsstöð viðskiptavina Rapyd og skipt eða reynt að skipta um greiðsluposa án þess að afla fyrirfram skriflegs samþykkis og án þess að gera við þá þjónustusamning. Borgun hafnaði málatilbúnaði Rapyd að öllu leyti sem röngum og ósönnuðum. Félagið hafi verið í söluátaki þar sem starfsmenn hafi heimsótt núverandi og nýja viðskiptavini. Slíkt framferði fyrirtækis, að gefa sig á tal við nýja viðskiptavini, í því skyni að afla viðskipta, verði að telja eðlilegan hluta af starfsemi allra fyrirtækja. Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu að ekkert hafi fram komið í málinu sem sýnt gæti fram að Borgun hafi beitt villandi eða óréttmætum viðskiptaháttum. Var það því mat Neytendastofu að ekki væri tilefni til aðgerða af hálfu stofnunarinnar í málinu,“ segir á vef Neytendastofu. Nýleg eigendaskipti hafi valdið ruglingi Í ákvörðun Neytendastofu kemur fram að það liggi fyrir að bæði Rapyd og Borgun hafi nýverið gengið í gegnum eigendaskipti og því samhliða nafnaskipti. Rapyd hafi áður heitið Korta og Borgun heiti nú Salt Pay. „Að mati Neytendastofu má leiða líkum að því að sá misskilningur sem seljendur virðast hafa upplifað í framangreindum tilvikum megi rekja til umræddra eigenda- og nafnaskipta. Neytendastofa hvetur bæði fyrirtæki til að gæta þess í samskiptum sínum við viðskiptamenn og aðra aðila að vera skýr í allri upplýsingagjöf og kynningarefni,“ segir meðal annars í ákvörðun Neytendastofu.
Greiðslumiðlun Neytendur Mest lesið Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fleiri fréttir „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira