Boðið upp á Covid-atkvæðagreiðslu í öllum sýslumannsumdæmum Þorgils Jónsson skrifar 18. september 2021 10:26 Kjósendur sem verða í sóttkví eða einangrun á kjördag og geta því ekki kosið á almennum kjörstöðum fá að kjósa á sérstökum kjörstöðum í hverju sýslumannsumdæmi. T.d. verður einn slíkur kjörstaður í bílakjallara Krónunnar á Selfossi. Vísir/Arnar Sýslumenn um allt land mega á mánudag hefja utankjörfundaratkvæðagreiðslu á sérstökum utankjörfundarstöðum fyrir kjósendur sem verða í sóttkví eða einangrun á kjördag og geta því ekki kosið á almennum kjörstöðum. Í tilkynningu frá dómsmálaráðuneyti segir að sýslumenn í hverju umdæmi skulu auglýsa á vefsíðunni www.syslumenn.is hvar og hvenær atkvæðagreiðsla mun fara fram. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur þegar gefið út að sérstakur kjörstaður í því umdæmi verði á Skarfabakka í Reykjavík. Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra verður með sérstaka kjörstaði í bílageymslum lögreglustöðvanna á Blönduósi og Sauðárkróki. Sýslumaðurinn á Suðurlandi verður með sérstaka kjörstaði í bílakjallara í húsnæði Krónunnar á Selfossi og í slökkvistöðinni á Höfn í Hornafirði. Sýslumaðurinn á Suðurnesjum verður með sérstakan kjörstað að Fitjabraut 3 í Reykjanesbæ. Þau sem greiða atkvæði með þessum hætti skulu koma í bifreið á kjörstaðinn. Þeim er óheimilt að opna dyr eða glugga bifreiðarinnar og skulu vera ein í bifreiðinni. Kjósandi fær ekki kjörgögn í hendur heldur upplýsir hann kjörstjóra um hvernig hann vill greiða atkvæði, t.d. með því að sýna blað með listabókstaf framboðs eða á annan hátt sem kjörstjóri telur öruggan og nægilega skýran. Mikilvægt er að kjósendur hafi með sér blað og ritföng til að gera grein fyrir vilja sínum og hafi með sér skilríki. Sérstök athygli er vakin á því að þeim sem er í einangrun er heimilt yfirgefa dvalarstað sinn í bifreið í þeim eina tilgangi að greiða atkvæði á sérstökum utankjörfundarstað skv. heimild í reglugerð frá heilbrigðisráðherra. Kjósanda sem er í einangrun eða sóttkví á kjördag en getur ekki nýtt sér ofangreint úrræði er einnig heimilt að greiða atkvæði á dvalarstað sínum. Það er þó háð staðfestingu heilbrigðisyfirvalda á að viðkomandi sé í einangrun eða sóttkví fram yfir kjördag og upplýsingar um hvers vegna þeim sem er í sóttkví er ekki unnt að greiða atkvæði á sérstökum utankjörfundarstað. Líkt og með fyrrnefnda útfærslu, fær kjósandi ekki kjörgögn í hendur, heldur upplýsir kjörstjóra um hvernig hann vilji greiða atkvæði, t.d. með því að sýna blað með listabókstaf framboðs. Frekari upplýsingar um framkvæmd atkvæðagreiðslu má finna á vefslóðinni island.is/covidkosning2021. Alþingiskosningar 2021 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Í tilkynningu frá dómsmálaráðuneyti segir að sýslumenn í hverju umdæmi skulu auglýsa á vefsíðunni www.syslumenn.is hvar og hvenær atkvæðagreiðsla mun fara fram. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur þegar gefið út að sérstakur kjörstaður í því umdæmi verði á Skarfabakka í Reykjavík. Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra verður með sérstaka kjörstaði í bílageymslum lögreglustöðvanna á Blönduósi og Sauðárkróki. Sýslumaðurinn á Suðurlandi verður með sérstaka kjörstaði í bílakjallara í húsnæði Krónunnar á Selfossi og í slökkvistöðinni á Höfn í Hornafirði. Sýslumaðurinn á Suðurnesjum verður með sérstakan kjörstað að Fitjabraut 3 í Reykjanesbæ. Þau sem greiða atkvæði með þessum hætti skulu koma í bifreið á kjörstaðinn. Þeim er óheimilt að opna dyr eða glugga bifreiðarinnar og skulu vera ein í bifreiðinni. Kjósandi fær ekki kjörgögn í hendur heldur upplýsir hann kjörstjóra um hvernig hann vill greiða atkvæði, t.d. með því að sýna blað með listabókstaf framboðs eða á annan hátt sem kjörstjóri telur öruggan og nægilega skýran. Mikilvægt er að kjósendur hafi með sér blað og ritföng til að gera grein fyrir vilja sínum og hafi með sér skilríki. Sérstök athygli er vakin á því að þeim sem er í einangrun er heimilt yfirgefa dvalarstað sinn í bifreið í þeim eina tilgangi að greiða atkvæði á sérstökum utankjörfundarstað skv. heimild í reglugerð frá heilbrigðisráðherra. Kjósanda sem er í einangrun eða sóttkví á kjördag en getur ekki nýtt sér ofangreint úrræði er einnig heimilt að greiða atkvæði á dvalarstað sínum. Það er þó háð staðfestingu heilbrigðisyfirvalda á að viðkomandi sé í einangrun eða sóttkví fram yfir kjördag og upplýsingar um hvers vegna þeim sem er í sóttkví er ekki unnt að greiða atkvæði á sérstökum utankjörfundarstað. Líkt og með fyrrnefnda útfærslu, fær kjósandi ekki kjörgögn í hendur, heldur upplýsir kjörstjóra um hvernig hann vilji greiða atkvæði, t.d. með því að sýna blað með listabókstaf framboðs. Frekari upplýsingar um framkvæmd atkvæðagreiðslu má finna á vefslóðinni island.is/covidkosning2021.
Alþingiskosningar 2021 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira