Pep hótar að hætta með City Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. september 2021 23:01 Pep Guardiola segist glaður stíga til hliðar ef stuðningsmenn félagsins eru ósáttir með hann. Getty/Matt McNulty Spænski knattspyrnustjórinn Pep Guardiola hefur hótað því að segja upp starfi sínu hjá Manchester City eftir að framkvæmdastjóri stuðningsmannaklúbbs félagsins bað hann um að halda sig við þjálfun. Pep hafði áður kallað eftir því að stuðningsmenn liðsins myndu fylla völlinn eftir að aðeins 38.000 manns mættu á Etihad-völlinn í 6-3 sigri City gegn RB Leipzig í Meistaradeild Evrópu, en völlurinn getur tekið við rúmlega 55.000 manns. Kevin Parker, framkvæmdastjóri stuðningsmannaklúbbsins brást við því með því að biðja stjórann vinsamlegast um að halda sig við þjálfun. Fyrr í dag brást Pep við þessum ummælum Parker með því að segjast ekki ætla að biðjast afsökunar, og nú hefur hann sagt að hann sé tilbúinn að ganga út ef stuðningsmennirnir eru ósáttir við hann. „Ástæðan fyrir því að ég er svona fúll og pirraður og sár er að þessi gæi þykist vita hvað ég er að segja, hvað ég þarf að gera og vita hverjar fyrirætlanir mínar voru,“ sagði Pep. „En það er alveg sama. Ef fólk er ósátt við mig, þá mun ég fara, það er alveg klárt.“ Pep á eitt ár eftir af samningi sínum við félagið og hann segir að hann myndi glaður stíga til hliðar ef stuðningsmennirnir vilja losna við hann. Hann segist þó, rétt eins og stuðningsmennirnir, vilja það besta fyrir klúbbinn. „Ef ég er ósáttur við stuðningsmennina, þá mun ég stíga til hliðar. Það er ekkert vandamál, en ég er einn af þeim. Frá fyrsta degi hef ég reynt að gera mitt besta hérna, það er alveg klárt. Ég vil auðvitað spila fyrir framan fullan Etihad-völl.“ Pep Guardiola threatens to quit Manchester City as Etihad attendance row escalates | @mcgrathmike https://t.co/MnhFRaeEHn— Telegraph Sport (@TelegraphSport) September 17, 2021 Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Guardiola undrandi á fulltrúa stuðningsmanna: „Mun ekki biðja hann afsökunar“ Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, sér ekki ástæðu til að biðjast afsökunar á því að hafa sagt að liðið þyrfti á fleiri stuðningsmönnum að halda á Etihad-vellinum. 17. september 2021 15:30 Eftir markasúpuna gegn Leipzig bað Pep stuðningsmenn City að fylla völlinn um helgina Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, hrósaði RB Leipzig fyrir leik kvöldsins en lærisveinar hans unnu 6-3 sigur er liðin mættust í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu. 15. september 2021 22:10 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira
Pep hafði áður kallað eftir því að stuðningsmenn liðsins myndu fylla völlinn eftir að aðeins 38.000 manns mættu á Etihad-völlinn í 6-3 sigri City gegn RB Leipzig í Meistaradeild Evrópu, en völlurinn getur tekið við rúmlega 55.000 manns. Kevin Parker, framkvæmdastjóri stuðningsmannaklúbbsins brást við því með því að biðja stjórann vinsamlegast um að halda sig við þjálfun. Fyrr í dag brást Pep við þessum ummælum Parker með því að segjast ekki ætla að biðjast afsökunar, og nú hefur hann sagt að hann sé tilbúinn að ganga út ef stuðningsmennirnir eru ósáttir við hann. „Ástæðan fyrir því að ég er svona fúll og pirraður og sár er að þessi gæi þykist vita hvað ég er að segja, hvað ég þarf að gera og vita hverjar fyrirætlanir mínar voru,“ sagði Pep. „En það er alveg sama. Ef fólk er ósátt við mig, þá mun ég fara, það er alveg klárt.“ Pep á eitt ár eftir af samningi sínum við félagið og hann segir að hann myndi glaður stíga til hliðar ef stuðningsmennirnir vilja losna við hann. Hann segist þó, rétt eins og stuðningsmennirnir, vilja það besta fyrir klúbbinn. „Ef ég er ósáttur við stuðningsmennina, þá mun ég stíga til hliðar. Það er ekkert vandamál, en ég er einn af þeim. Frá fyrsta degi hef ég reynt að gera mitt besta hérna, það er alveg klárt. Ég vil auðvitað spila fyrir framan fullan Etihad-völl.“ Pep Guardiola threatens to quit Manchester City as Etihad attendance row escalates | @mcgrathmike https://t.co/MnhFRaeEHn— Telegraph Sport (@TelegraphSport) September 17, 2021
Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Guardiola undrandi á fulltrúa stuðningsmanna: „Mun ekki biðja hann afsökunar“ Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, sér ekki ástæðu til að biðjast afsökunar á því að hafa sagt að liðið þyrfti á fleiri stuðningsmönnum að halda á Etihad-vellinum. 17. september 2021 15:30 Eftir markasúpuna gegn Leipzig bað Pep stuðningsmenn City að fylla völlinn um helgina Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, hrósaði RB Leipzig fyrir leik kvöldsins en lærisveinar hans unnu 6-3 sigur er liðin mættust í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu. 15. september 2021 22:10 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira
Guardiola undrandi á fulltrúa stuðningsmanna: „Mun ekki biðja hann afsökunar“ Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, sér ekki ástæðu til að biðjast afsökunar á því að hafa sagt að liðið þyrfti á fleiri stuðningsmönnum að halda á Etihad-vellinum. 17. september 2021 15:30
Eftir markasúpuna gegn Leipzig bað Pep stuðningsmenn City að fylla völlinn um helgina Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, hrósaði RB Leipzig fyrir leik kvöldsins en lærisveinar hans unnu 6-3 sigur er liðin mættust í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu. 15. september 2021 22:10