Skuggahliðar barnsfæðinga Málfríður Þórðardóttir skrifar 17. september 2021 10:01 Á hverju ári hefur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) gert 17. september að aljóþjóðadegi sjúklingaöryggis. Í ár hefur dagurinn verið tileinkaður öryggi fæðandi kvenna og nýbura um allan heim. Í augum flestra er barnsfæðing jákvæður atburður í lífi fólks. Verðandi foreldrar bíða fullir eftirvæntingar eftir afkvæminu og leggja allt sitt kapp á að undirbúa sig fyrir hið nýja hlutverk að verða foreldri. Fréttir af fæðingu heilbrigðs barns vekja að jafnaði upp góðar tilfinningar og hamingjuóskum rignir yfir foreldrana og aðra ættingja. Í öllum þessum gleðiflaumi gleymist stundum að huga að heilsu og líðan nýbakaðrar móður sem hefur gengið í gegnum miklar líkamlegar þrautir á meðgöngu og í fæðingu. Fæðingarskaði Á meðgöngu og í fæðingu eiga sér stað nauðsynlegar lífeðlilsfræðilegar breytingar svo að barnsfæðing um leggöng sé möguleg. Í langflestum tilvikum gengur meðganga og fæðing áfallalaust fyrir sig og móðir og barn komast heil frá því. Það er þó því miður ekki alltaf svo og ár hvert verða konur á Íslandi fyrir einhverskonar skaða í fæðingu og í nokkrum tilvikum er um mjög alvarlegan skaða að ræða. Fæðingarskaði er almennt hugtak yfir margskonar skaða á kynfærum, þvagfærum og endaþarmi kvenna. Í flestum tilvikum er skaðinn ljós strax eftir fæðingu en það er vel þekkt að fæðingarskaði geri ekki alveg strax vart við sig og stundum geta liðið mörg ár þar til skaðinn er greindur af lækni. Í alvarlegustu tilvikunum er um mikinn og langvarandi þvag- og hægðarleka að ræða. Að bera harm sinn í hljóði Margar konur sem hafa orðið fyrir alvarlegum fæðingarskaða leita sér seint eða aldrei hjálpar af ótta við skömm yfir eigin ástandi. Þær konur sem í þessu lenda glíma oft og tíðum við lífsgæðaskerðingu, líkamlega, andlega og félagslega. Konur einangra sig, stundum vegna þvag- eða hægðaleka, og hafa skert sjálfstraust sem getur leitt til þunglyndis. Þær missa áhuga á kynlífi sem eðlilega truflar samlíf pars. Í einhverjum tilvikum getur konan fengið óbeit á barninu sem truflar eða skemmir tengslamyndun milli þeirra. Í enn alvarlegri tilvikum getur skaðinn leitt til þess að leggja þurfi ristilstóma þar sem stundum er ómögulegt að lagfæra vöðvana sem hafa orðið fyrir skaða. Ábyrgð heilbrigðisstarfsfólks Strax á meðgöngu ber heilbrigðisstarfsfólk ábyrgð á því að greina og fyrirbyggja vandamál sem geta valdið fæðingarskaða og vart þarf að nefna að beita skal ávallt og ætið viðurkenndum fæðingaraðferðum sem valda hvorki móður né barni skaða. Ef kona verður fyrir ófyrirséðum skaða í fæðingu er gríðarlega mikilvægt að greina hann strax svo hægt sé að lagfæra og koma í veg fyrir meira tjón og frekari vanlíðan. Eftirfylgni þarf að vera góð og konan þarf að vera vel upplýst um einkenni skaða og afleiðingar hans. Ábyrgð heilbrigðisstarfsfólks getur líka verið fólgin í því að spyrja konur hispurslaust út í þvag- og hægðaleka því flestar konur eiga erfitt með að tjá sig um vandamálið við aðra, jafnvel sína allra nánustu. Sjúklingaöryggi og öryggismenning Íslenska heilbrigðiskerfið er að öllu jöfnu mjög öflugt. Í því starfar vel menntað fólk og metnaður er mikill. Einhverjir gætu velt fyrir sér hvort fæðingarskaði eigi sér stað í svo háþróuðu heilbrigðiskerfi eins og hér og talið að slíkt ætti sér frekar stað í vanþróuðum ríkjum þar sem þekking og tækni er skemmra á veg komin. Raunin er önnur, því miður. Þó alvarlegir fæðingarskaðar séu ekki tíðir þá þekkjast þeir samt sem áður en sögur af þeim fara ekki hátt, hvorki innan heilbrigðiskerfisins né hjá almenningi því konur bera gjarnan harm sinn í hljóði. Vitundarvakning meðal almennings og heilbrigðisstarfsfólks Tilgangurinn með greininn er að vekja athygli á þessum sársaukafulla skaða sem um aldir hefur ríkt þögn um meðal almennings og ekki síður meðal heilbrigðisstarfsfólks. Upplýsa þarf almenning, bæði konur og karlmenn, ekki bara til þess að konur sæki sér hjálpar heldur einnig til þess að almenningur skilji og geri sér betur grein fyrir því að kona getur eignast heilbrigt barn og verið alsæl með það en á sama tíma verið að kljást við alvarlegan fæðingarskaða sem ógnar bæði líkamlegri og andlegri heilsu hennar og í einhverjum tilvikum barnsins. Vitundarvakning um fæðingarskaða meðal alls heilbrigðisstarfsfólks er gríðarlega mikilvæg. Heilbrigðisstarfsmenn verða að geta borið upp spurningar til kvenna án þess að það sýni einhverja feimni eða óöryggi. Þeir verða líka að leggja sig alla fram til að auka öryggi og gera allt sem í þeirra valdi stendur til að fyrirbyggja skaða, draga úr skaða og reyna að auka lífsgæði þeirra kvenna sem hafa orðið fyrir alvarlegu líkamlegu tjóni. Það er von mín að aukin umræða um þessar skuggahliðar barnsfæðinga verði til þess að auka sjúklingaöryggi. Öryggismenning verður ekki bara til inni á lokaðri skrifstofu þar sem nokkrir stjórnendur heilbrigðisstofnana taka ákvarðanir um gæðastarf og staðla. Öryggismenning verður til hjá einstaklingunum sjálfum þegar þeir eru vel upplýstir og umræðan er opin. Höfundur er hjúkrunarfræðingur, ljósmóðir og stómaþegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Á hverju ári hefur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) gert 17. september að aljóþjóðadegi sjúklingaöryggis. Í ár hefur dagurinn verið tileinkaður öryggi fæðandi kvenna og nýbura um allan heim. Í augum flestra er barnsfæðing jákvæður atburður í lífi fólks. Verðandi foreldrar bíða fullir eftirvæntingar eftir afkvæminu og leggja allt sitt kapp á að undirbúa sig fyrir hið nýja hlutverk að verða foreldri. Fréttir af fæðingu heilbrigðs barns vekja að jafnaði upp góðar tilfinningar og hamingjuóskum rignir yfir foreldrana og aðra ættingja. Í öllum þessum gleðiflaumi gleymist stundum að huga að heilsu og líðan nýbakaðrar móður sem hefur gengið í gegnum miklar líkamlegar þrautir á meðgöngu og í fæðingu. Fæðingarskaði Á meðgöngu og í fæðingu eiga sér stað nauðsynlegar lífeðlilsfræðilegar breytingar svo að barnsfæðing um leggöng sé möguleg. Í langflestum tilvikum gengur meðganga og fæðing áfallalaust fyrir sig og móðir og barn komast heil frá því. Það er þó því miður ekki alltaf svo og ár hvert verða konur á Íslandi fyrir einhverskonar skaða í fæðingu og í nokkrum tilvikum er um mjög alvarlegan skaða að ræða. Fæðingarskaði er almennt hugtak yfir margskonar skaða á kynfærum, þvagfærum og endaþarmi kvenna. Í flestum tilvikum er skaðinn ljós strax eftir fæðingu en það er vel þekkt að fæðingarskaði geri ekki alveg strax vart við sig og stundum geta liðið mörg ár þar til skaðinn er greindur af lækni. Í alvarlegustu tilvikunum er um mikinn og langvarandi þvag- og hægðarleka að ræða. Að bera harm sinn í hljóði Margar konur sem hafa orðið fyrir alvarlegum fæðingarskaða leita sér seint eða aldrei hjálpar af ótta við skömm yfir eigin ástandi. Þær konur sem í þessu lenda glíma oft og tíðum við lífsgæðaskerðingu, líkamlega, andlega og félagslega. Konur einangra sig, stundum vegna þvag- eða hægðaleka, og hafa skert sjálfstraust sem getur leitt til þunglyndis. Þær missa áhuga á kynlífi sem eðlilega truflar samlíf pars. Í einhverjum tilvikum getur konan fengið óbeit á barninu sem truflar eða skemmir tengslamyndun milli þeirra. Í enn alvarlegri tilvikum getur skaðinn leitt til þess að leggja þurfi ristilstóma þar sem stundum er ómögulegt að lagfæra vöðvana sem hafa orðið fyrir skaða. Ábyrgð heilbrigðisstarfsfólks Strax á meðgöngu ber heilbrigðisstarfsfólk ábyrgð á því að greina og fyrirbyggja vandamál sem geta valdið fæðingarskaða og vart þarf að nefna að beita skal ávallt og ætið viðurkenndum fæðingaraðferðum sem valda hvorki móður né barni skaða. Ef kona verður fyrir ófyrirséðum skaða í fæðingu er gríðarlega mikilvægt að greina hann strax svo hægt sé að lagfæra og koma í veg fyrir meira tjón og frekari vanlíðan. Eftirfylgni þarf að vera góð og konan þarf að vera vel upplýst um einkenni skaða og afleiðingar hans. Ábyrgð heilbrigðisstarfsfólks getur líka verið fólgin í því að spyrja konur hispurslaust út í þvag- og hægðaleka því flestar konur eiga erfitt með að tjá sig um vandamálið við aðra, jafnvel sína allra nánustu. Sjúklingaöryggi og öryggismenning Íslenska heilbrigðiskerfið er að öllu jöfnu mjög öflugt. Í því starfar vel menntað fólk og metnaður er mikill. Einhverjir gætu velt fyrir sér hvort fæðingarskaði eigi sér stað í svo háþróuðu heilbrigðiskerfi eins og hér og talið að slíkt ætti sér frekar stað í vanþróuðum ríkjum þar sem þekking og tækni er skemmra á veg komin. Raunin er önnur, því miður. Þó alvarlegir fæðingarskaðar séu ekki tíðir þá þekkjast þeir samt sem áður en sögur af þeim fara ekki hátt, hvorki innan heilbrigðiskerfisins né hjá almenningi því konur bera gjarnan harm sinn í hljóði. Vitundarvakning meðal almennings og heilbrigðisstarfsfólks Tilgangurinn með greininn er að vekja athygli á þessum sársaukafulla skaða sem um aldir hefur ríkt þögn um meðal almennings og ekki síður meðal heilbrigðisstarfsfólks. Upplýsa þarf almenning, bæði konur og karlmenn, ekki bara til þess að konur sæki sér hjálpar heldur einnig til þess að almenningur skilji og geri sér betur grein fyrir því að kona getur eignast heilbrigt barn og verið alsæl með það en á sama tíma verið að kljást við alvarlegan fæðingarskaða sem ógnar bæði líkamlegri og andlegri heilsu hennar og í einhverjum tilvikum barnsins. Vitundarvakning um fæðingarskaða meðal alls heilbrigðisstarfsfólks er gríðarlega mikilvæg. Heilbrigðisstarfsmenn verða að geta borið upp spurningar til kvenna án þess að það sýni einhverja feimni eða óöryggi. Þeir verða líka að leggja sig alla fram til að auka öryggi og gera allt sem í þeirra valdi stendur til að fyrirbyggja skaða, draga úr skaða og reyna að auka lífsgæði þeirra kvenna sem hafa orðið fyrir alvarlegu líkamlegu tjóni. Það er von mín að aukin umræða um þessar skuggahliðar barnsfæðinga verði til þess að auka sjúklingaöryggi. Öryggismenning verður ekki bara til inni á lokaðri skrifstofu þar sem nokkrir stjórnendur heilbrigðisstofnana taka ákvarðanir um gæðastarf og staðla. Öryggismenning verður til hjá einstaklingunum sjálfum þegar þeir eru vel upplýstir og umræðan er opin. Höfundur er hjúkrunarfræðingur, ljósmóðir og stómaþegi.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar