Birna sleit krossband í þriðja sinn: „Engin endalok fyrir mig“ Sindri Sverrisson skrifar 14. september 2021 14:36 Birna Berg Haraldsdóttir ætlar sér að snúa aftur af krafti á næsta ári en veit vel að í því felst gríðarleg áskorun. vísir/vilhelm „Ég fann strax hvað hafði gerst og það fóru alls konar hugsanir í gegnum hausinn,“ segir Birna Berg Haraldsdóttir, landsliðskona í handbolta, sem sleit krossband í hné í þriðja sinn á ferlinum. Birna sleit krossband í hægra hné í stórsigri með ÍBV gegn Gróttu í Coca Cola-bikarnum á föstudagskvöld. Hún hefur áður unnið sig upp úr krossbandsslitum, á báðum hnjám, og veit því vel að nú tekur við langt og strangt endurhæfingarferli. Hún missir af leiktíðinni sem er rétt að hefjast en stefnir nú á næstu leiktíð. „Ég verð alveg að viðurkenna það að yfir helgina hefur þetta verið þannig að eina mínútuna var ég mjög peppuð og fannst ég geta þetta, en næstu var ég kannski hágrenjandi að hugsa um hvort þetta væri þess virði og hvort líkaminn minn væri tilbúinn í þetta. En þetta eru engin endalok fyrir mig og ég myndi aldrei sætta mig við að enda ferilinn svona. Enda ætlaði ég mér að koma heim úr atvinnumennsku og vinna titla með ÍBV. Þetta býr til smá krókaleið að því marki,“ segir Birna sem sneri heim til Íslands úr atvinnumennsku fyrir síðustu leiktíð. Hugðust búa til sirkusmark og áttu svo að fara út af Þessi 28 ára gamla stórskytta segir sérstaklega svekkjandi að hugsa til þess hvernig hún meiddist í leiknum á föstudag: „Siggi [Sigurður Bragason, þjálfari] tók leikhlé og sagði að við ættum tvær mínútur eftir og svo ætlaði hann að skipta þeim yngri inn á. Við ákváðum þá að búa til sirkusmark og ég hoppa einhvern veginn upp, en Sunnu [Jónsdóttur, liðsfélaga] er hrint á mig og hún lendir á hnénu. Þetta er algjört óhapp og bara ótrúlega svekkjandi en ég þarf að sætta mig við þetta.“ Birna Berg segir lífið tómlegt án handbolta og ætlar sér að snúa aftur á völlinn þrátt fyrir þriðju krossbandsslitin.vísir/vilhelm „Mér finnst þetta rosalega erfitt en ég reyni að hugsa jákvætt. Það eru margir að reyna að hughreysta mann með því að benda á að þetta sé ekki það hræðilegasta sem gæti gerst. En ég er bara handboltakona, ekkert annað, og ef að það er tekið frá manni þá finnst manni lífið vera svo tómlegt. Ég veit að það gæti hljómað dramatískt en handboltinn hefur verið svo stór hluti af lífinu mínu og ég er bara ekkert tilbúin að enda þetta svona. Mér finnst ég eiga nóg eftir og ætlaði mér stóra hluti í vetur. Það gerir þetta svo svekkjandi,“ segir Birna. Sjaldan liðið eins vel og fyrir þetta tímabil Birna meiddist illa í ökkla í byrjun maí og gat því ekki beitt sér með ÍBV í úrslitakeppninni á síðustu leiktíð. Hún varði sumrinu í að vinna sig upp úr því með hjálp styrktarþjálfara: „Ég get þakkað honum mikið fyrir að ég er sterk í fótunum í dag og er vel undirbúin fyrir það sem ég er að fara að ganga í gegnum. Það er alla vega jákvætt. En áður en að krossbandið fór hafði mér sjaldan liðið eins vel. Ég var svo létt á mér, hafði gengið vel í æfingaleikjunum og fann svo mikla tilhlökkun fyrir tímabilinu eftir þetta síðasta tímabil, með endalausum hléum og Covid-pásum. Þá var maður með úrslitakeppnina sem gulrót og svo var hún tekin af manni þegar ég meiddist,“ segir Birna sem vonast til að komast í aðgerð í lok mánaðarins. „Þetta er erfitt en ég er sterk andlega og ef einhver getur tekist á við þetta þá er það ég. Ég hef gert þetta áður og veit alveg hvað ég er að fara út í.“ Olís-deild kvenna ÍBV Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Fleiri fréttir Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira
Birna sleit krossband í hægra hné í stórsigri með ÍBV gegn Gróttu í Coca Cola-bikarnum á föstudagskvöld. Hún hefur áður unnið sig upp úr krossbandsslitum, á báðum hnjám, og veit því vel að nú tekur við langt og strangt endurhæfingarferli. Hún missir af leiktíðinni sem er rétt að hefjast en stefnir nú á næstu leiktíð. „Ég verð alveg að viðurkenna það að yfir helgina hefur þetta verið þannig að eina mínútuna var ég mjög peppuð og fannst ég geta þetta, en næstu var ég kannski hágrenjandi að hugsa um hvort þetta væri þess virði og hvort líkaminn minn væri tilbúinn í þetta. En þetta eru engin endalok fyrir mig og ég myndi aldrei sætta mig við að enda ferilinn svona. Enda ætlaði ég mér að koma heim úr atvinnumennsku og vinna titla með ÍBV. Þetta býr til smá krókaleið að því marki,“ segir Birna sem sneri heim til Íslands úr atvinnumennsku fyrir síðustu leiktíð. Hugðust búa til sirkusmark og áttu svo að fara út af Þessi 28 ára gamla stórskytta segir sérstaklega svekkjandi að hugsa til þess hvernig hún meiddist í leiknum á föstudag: „Siggi [Sigurður Bragason, þjálfari] tók leikhlé og sagði að við ættum tvær mínútur eftir og svo ætlaði hann að skipta þeim yngri inn á. Við ákváðum þá að búa til sirkusmark og ég hoppa einhvern veginn upp, en Sunnu [Jónsdóttur, liðsfélaga] er hrint á mig og hún lendir á hnénu. Þetta er algjört óhapp og bara ótrúlega svekkjandi en ég þarf að sætta mig við þetta.“ Birna Berg segir lífið tómlegt án handbolta og ætlar sér að snúa aftur á völlinn þrátt fyrir þriðju krossbandsslitin.vísir/vilhelm „Mér finnst þetta rosalega erfitt en ég reyni að hugsa jákvætt. Það eru margir að reyna að hughreysta mann með því að benda á að þetta sé ekki það hræðilegasta sem gæti gerst. En ég er bara handboltakona, ekkert annað, og ef að það er tekið frá manni þá finnst manni lífið vera svo tómlegt. Ég veit að það gæti hljómað dramatískt en handboltinn hefur verið svo stór hluti af lífinu mínu og ég er bara ekkert tilbúin að enda þetta svona. Mér finnst ég eiga nóg eftir og ætlaði mér stóra hluti í vetur. Það gerir þetta svo svekkjandi,“ segir Birna. Sjaldan liðið eins vel og fyrir þetta tímabil Birna meiddist illa í ökkla í byrjun maí og gat því ekki beitt sér með ÍBV í úrslitakeppninni á síðustu leiktíð. Hún varði sumrinu í að vinna sig upp úr því með hjálp styrktarþjálfara: „Ég get þakkað honum mikið fyrir að ég er sterk í fótunum í dag og er vel undirbúin fyrir það sem ég er að fara að ganga í gegnum. Það er alla vega jákvætt. En áður en að krossbandið fór hafði mér sjaldan liðið eins vel. Ég var svo létt á mér, hafði gengið vel í æfingaleikjunum og fann svo mikla tilhlökkun fyrir tímabilinu eftir þetta síðasta tímabil, með endalausum hléum og Covid-pásum. Þá var maður með úrslitakeppnina sem gulrót og svo var hún tekin af manni þegar ég meiddist,“ segir Birna sem vonast til að komast í aðgerð í lok mánaðarins. „Þetta er erfitt en ég er sterk andlega og ef einhver getur tekist á við þetta þá er það ég. Ég hef gert þetta áður og veit alveg hvað ég er að fara út í.“
Olís-deild kvenna ÍBV Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Fleiri fréttir Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira