Oddvitaáskorunin: Var síðasta barn ársins Samúel Karl Ólason skrifar 14. september 2021 15:00 Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2021 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Njáll Trausti Friðriksson leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi í kosningunum. „Ég heiti Njáll Trausti Friðbertsson og skipa fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Ég er 51 árs fæddur á gamlárskvöld 1969 og var síðasta barn ársins. Ég ólst upp á Seltjarnarnesi, æfði fótbolta með KR og varð stúdent frá MR. Ég fluttist til Akureyrar árið 1991 og vann sem flugumferðarstjóri á Akureyrarflugvelli frá því ég lauk því námi uns ég varð þingmaður fyrir kjördæmið. Ég hef alltaf haft áhuga á þjóðmálum og las Morgunblaðið spjaldanna á milli frá unga aldri. Eftir að hafa verið virkur í bæjarmálunum Akureyrar meðal annars sem bæjarfulltrúi fór ég á þing árið 2016. Ég var virkur félagi í Round Table í meira en tvo áratugi og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir þann góða félagsskap. Síðustu árin hef ég verið þátttakandi í starfi Oddfellow. Ég er kvæntur Guðrúnu Gyðu Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingi og eigum við tvo syni og eitt barnabarn og hundinn Bellu.“ „Ég er annar tveggja formanna Hjartans í Vatnsmýri. Við stóðum fyrir undirskriftasöfnun til stuðnings Reykjavíkurflugvelli á sínum tíma. Málefni Reykjavíkurflugvallar eru að mínu mati eitt af stærstu málefnum landsbyggðarinnar. Ég hef setið á þingi frá árinu 2016. Þar hef ég sinnt ýmsum verkefnum á borð við formennsku í starfshóp um eflingu innanlandsflugs sem leiddi til þess að „skoska leiðin“ var tekin upp, sem nú heitir loftbrú undir það síðasta. Á þessum árum hef ég setið í atvinnuveganefnd og fjárlaganefnd og varaformaður utanríkisnefndar síðastliðið ár. Þetta hafa verið gefandi verkefni. Ég sé að það er hægt að koma mörgu góðu til leiðar með samstilltu átaki. Margar af áherslum mínum á þingi hafa eðlilega verið tengdar kjördæminu þar sem ég er talsmaður íbúa í Norðausturkjördæmi. En byggðamál, orkuuppbygging, bættar samgöngur og fjarskipti skiptir alla Íslendinga máli. Ég er sannfærður um að jöfn tækifæri, menntun og fjárhagslegt sjálfstæði einstaklinga séu undirstaða góðra lífskjara og jafnréttis. Það ásamt atvinnufrelsi og ábyrgri efnahagsstjórn skapar land tækifæranna.“ Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Það eru margir fallegir staðir á Íslandi en ægifegurð Jökulsárgljúfra stendur þó upp úr með perlur íslenskrar náttúru: Kröftugur og beljandi Dettifoss sem myndað hefur Ásbyrgi og Hljóðakletta og Hólmatungurnar með sína tæru læki og lindir. Hvað færðu þér í bragðaref? Jarðaber og lakkrís og Þrist verður fyrir valinu í Ísbúð Akureyrar í hjarta bæjarins. Uppáhalds bók? Ævisaga þorskins eftir Mark Kurlansky er merkileg bók um fisk sem breytti heiminum. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Ætli það sé ekki „To all the girls I've loved before…“ með dúettnum Julio Iglesias og Willie Nelson. Veit nú samt ekki hvað hún Guðrún mín segir við þessu. Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Eins og flestir vita er ég landsbyggðarmaður. Þar líður mér vel. Ef ekki Norðausturkjördæmi þá yrði Borgarfjörður fyrir valinu. Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Hafði ekki mikinn tíma fyrir hámhorf. Gönguferðir með henni Bellu minni sem er 12 ára labradortík voru ofarlega á listanum. Hvað tekur þú í bekk? Ekki hugmynd! Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Fyrir morgunmat. Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Fyrir utan flugumferðarstjórnina sem ég starfaði við fyrir þingmennskuna myndi ég jafnvel huga að kennslu, skógrækt eða einhverju tengdu ferðaþjónustunni. Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi? Er þetta ekki bara orðið gott hjá þér og þinni fjölskyldu? Uppáhalds tónlistarmaður? Stebbi Hilmars er í miklu uppáhaldi. Besti fimmaurabrandarinn? Ég er nú ekki góður hér. En ég held að Ólafur Teitur Guðnason eigi þennan: „Hvað er það sem allir góðir boxarar þurfa? Rotvarnarefni“. Ein sterkasta minningin úr æsku? Á margar góðar minningar úr æsku. T.d þar sem við vinirnir spiluðum fótbolta allan daginn glaðir og áhyggjulausir. Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Þetta er alveg klárt: Halldór Blöndal og Winston Churchill. Besta íslenska Eurovision-lagið? Draumur um Nínu þar sem Stebbi Hilmars fór á kostum með Eyfa. Var það ekki 1991? Besta frí sem þú hefur farið í? Hitabylgjusumarið 2021 heima á Akureyri. Uppáhalds þynnkumatur? Þá sjaldan sem það gerist. Hamborgari og franskar í Leirunesti á Akureyri klikkar ekki. Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Ég hef farið tvisvar. Uppáhalds Fóstbræðraatriði? Á ÉG að gera það?! – Indriði algerlega óborganlegur! Kemur mér alltaf í gott skap. Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? Tógapartíin… nei annars, það passar ekki hér! Rómantískasta uppátækið? Það er á milli mín og Guðrúnar konu minnar. Oddvitaáskorunin Alþingiskosningar 2021 Norðausturkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið Claudia Cardinale er látin Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Heitasta handatískan í dag Tíska og hönnun Fleiri fréttir Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Sjá meira
Njáll Trausti Friðriksson leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi í kosningunum. „Ég heiti Njáll Trausti Friðbertsson og skipa fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Ég er 51 árs fæddur á gamlárskvöld 1969 og var síðasta barn ársins. Ég ólst upp á Seltjarnarnesi, æfði fótbolta með KR og varð stúdent frá MR. Ég fluttist til Akureyrar árið 1991 og vann sem flugumferðarstjóri á Akureyrarflugvelli frá því ég lauk því námi uns ég varð þingmaður fyrir kjördæmið. Ég hef alltaf haft áhuga á þjóðmálum og las Morgunblaðið spjaldanna á milli frá unga aldri. Eftir að hafa verið virkur í bæjarmálunum Akureyrar meðal annars sem bæjarfulltrúi fór ég á þing árið 2016. Ég var virkur félagi í Round Table í meira en tvo áratugi og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir þann góða félagsskap. Síðustu árin hef ég verið þátttakandi í starfi Oddfellow. Ég er kvæntur Guðrúnu Gyðu Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingi og eigum við tvo syni og eitt barnabarn og hundinn Bellu.“ „Ég er annar tveggja formanna Hjartans í Vatnsmýri. Við stóðum fyrir undirskriftasöfnun til stuðnings Reykjavíkurflugvelli á sínum tíma. Málefni Reykjavíkurflugvallar eru að mínu mati eitt af stærstu málefnum landsbyggðarinnar. Ég hef setið á þingi frá árinu 2016. Þar hef ég sinnt ýmsum verkefnum á borð við formennsku í starfshóp um eflingu innanlandsflugs sem leiddi til þess að „skoska leiðin“ var tekin upp, sem nú heitir loftbrú undir það síðasta. Á þessum árum hef ég setið í atvinnuveganefnd og fjárlaganefnd og varaformaður utanríkisnefndar síðastliðið ár. Þetta hafa verið gefandi verkefni. Ég sé að það er hægt að koma mörgu góðu til leiðar með samstilltu átaki. Margar af áherslum mínum á þingi hafa eðlilega verið tengdar kjördæminu þar sem ég er talsmaður íbúa í Norðausturkjördæmi. En byggðamál, orkuuppbygging, bættar samgöngur og fjarskipti skiptir alla Íslendinga máli. Ég er sannfærður um að jöfn tækifæri, menntun og fjárhagslegt sjálfstæði einstaklinga séu undirstaða góðra lífskjara og jafnréttis. Það ásamt atvinnufrelsi og ábyrgri efnahagsstjórn skapar land tækifæranna.“ Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Það eru margir fallegir staðir á Íslandi en ægifegurð Jökulsárgljúfra stendur þó upp úr með perlur íslenskrar náttúru: Kröftugur og beljandi Dettifoss sem myndað hefur Ásbyrgi og Hljóðakletta og Hólmatungurnar með sína tæru læki og lindir. Hvað færðu þér í bragðaref? Jarðaber og lakkrís og Þrist verður fyrir valinu í Ísbúð Akureyrar í hjarta bæjarins. Uppáhalds bók? Ævisaga þorskins eftir Mark Kurlansky er merkileg bók um fisk sem breytti heiminum. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Ætli það sé ekki „To all the girls I've loved before…“ með dúettnum Julio Iglesias og Willie Nelson. Veit nú samt ekki hvað hún Guðrún mín segir við þessu. Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Eins og flestir vita er ég landsbyggðarmaður. Þar líður mér vel. Ef ekki Norðausturkjördæmi þá yrði Borgarfjörður fyrir valinu. Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Hafði ekki mikinn tíma fyrir hámhorf. Gönguferðir með henni Bellu minni sem er 12 ára labradortík voru ofarlega á listanum. Hvað tekur þú í bekk? Ekki hugmynd! Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Fyrir morgunmat. Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Fyrir utan flugumferðarstjórnina sem ég starfaði við fyrir þingmennskuna myndi ég jafnvel huga að kennslu, skógrækt eða einhverju tengdu ferðaþjónustunni. Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi? Er þetta ekki bara orðið gott hjá þér og þinni fjölskyldu? Uppáhalds tónlistarmaður? Stebbi Hilmars er í miklu uppáhaldi. Besti fimmaurabrandarinn? Ég er nú ekki góður hér. En ég held að Ólafur Teitur Guðnason eigi þennan: „Hvað er það sem allir góðir boxarar þurfa? Rotvarnarefni“. Ein sterkasta minningin úr æsku? Á margar góðar minningar úr æsku. T.d þar sem við vinirnir spiluðum fótbolta allan daginn glaðir og áhyggjulausir. Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Þetta er alveg klárt: Halldór Blöndal og Winston Churchill. Besta íslenska Eurovision-lagið? Draumur um Nínu þar sem Stebbi Hilmars fór á kostum með Eyfa. Var það ekki 1991? Besta frí sem þú hefur farið í? Hitabylgjusumarið 2021 heima á Akureyri. Uppáhalds þynnkumatur? Þá sjaldan sem það gerist. Hamborgari og franskar í Leirunesti á Akureyri klikkar ekki. Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Ég hef farið tvisvar. Uppáhalds Fóstbræðraatriði? Á ÉG að gera það?! – Indriði algerlega óborganlegur! Kemur mér alltaf í gott skap. Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? Tógapartíin… nei annars, það passar ekki hér! Rómantískasta uppátækið? Það er á milli mín og Guðrúnar konu minnar.
Oddvitaáskorunin Alþingiskosningar 2021 Norðausturkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið Claudia Cardinale er látin Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Heitasta handatískan í dag Tíska og hönnun Fleiri fréttir Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Sjá meira